18/10/2022
Smásaga um land allt
Nýverið náðist sá frábæri áfangi fyrir smáforritið Smásögu að það hefur nú verið innleitt og tekið til notkunar af öllu starfsfólki sem sinnir heimahjúkrun um landið allt.

Smáforritið Smásaga hefur nú verið tekið til notkunar hjá öllu starfsfólki landsins sem sinnir heimahjúkrun. Starfsfólkið sinnir einum af viðkvæmustu hópum samfélagsins og sífellt fleiri þurfa á þjónustu heimahjúkrunar að halda.
„Innleiðingin á Smásögu hefur gengið vonum framar og endurgjöf frá notendum verið mjög jákvæð. Starfsfólk heimahjúkrunar á landinu hefur tekið leiðandi skref í notkun á tækni í sínum störfum til að bæði auðvelda starf sitt og auka öryggi sinna skjólstæðinga.“
Þórólfur Ingi Þórsson
•
Vörustjóri Smásögu
Upplýsingar skjólstæðinga fara beint á öruggan stað í stað þess að skráð sé á pappír og skráð svo í sjúkraskrá í lok dags. Smásaga hefur aukið yfirsýn, auðveldað þjónustu, sparað kostnað og aukið tengingar milli eininga innan heilbrigðiskerfisins.

„Með notkun á Smásögu getur starfsfólk heimahjúkrunar skráð upplýsingar um skjólstæðinga sína í rauntíma í gegnum snjallsíma, þaðan sendast upplýsingarnar beint í Sögu, sjúkraskrá einstaklings,“ segir Þórólfur enn fremur.
Nýsköpun í heilbrigðistækni bætir skilvirkni og þjónustu og erum við hjá heilbrigðislausnum Origo einstaklega stolt af þessari þróun og hve vel hefur tekist til.
Smásaga - app fyrir heimahjúkrun
Nýsköpun í heilbrigðistækni bætir skilvirkni og þjónustu og erum við hjá heilbrigðislausnum Origo einstaklega stolt af þessari þróun og hve vel hefur tekist til.
0:00
0:00
Deila frétt