Betri heilsa með tækninni

Heilbrigðis- og velferðarþjónusta samtímans er í síauknum mæli að verða stafræn. Hjá Origo sameinum við sérþekkingu okkar á upplýsingatækni og víðtæka reynslu úr heilbrigðisgeiranum til þess að skapa notendavænar lausnir sem mynda sterkan grunn fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu dagsins í dag og til framtíðar, okkur öllum til heilla.

Heilbrigðislausnir Origo
Heilbrigðislausnir Origo

Stafrænar lausnir fyrir heilsu okkar allra

Hjá Heilbrigðislausnum Origo höfum við það markmið styðja við og efla heilbrigðis- og velferðarþjónustu á Íslandi.

Meðal þess sem við gerum er að þróa lausnir sem hjálpa fólki að hafa yfirsýn yfir allt sem tengist eigin heilsu, auk ýmiss konar lausna sem hjálpa heilbrigðisstarfsfólki við sína vinnu.

Heilbrigðisstarfsfólk ræðir saman

Fyrir fólkið í landinu

Origo hefur þróað Heilsuveru sem veitir einstaklingum yfirsýn yfir eigin heilsu. Í Heilsuveru geta einstaklingar átt í samskiptum við starfsfólk á sinni heilsugæslustöð, séð yfirlit yfir lyfin sín og óskað eftir lyfjaendurnýjun, framkvæmt tímabókanir, skoðað innlagnir og komur á heilbrigðisstofnanir, tekið afstöðu til líffæragjafar og skoðað bólusetningar, allt á einum stað.

Einnig geta foreldrar sýslað með fyrrgreind atriði fyrir börnin sín í Heilsuveru. Þá geta verðandi mæður haft yfirsýn yfir mælingar úr mæðravernd ásamt aðgangi að sónarmyndum og öðrum skjölum sem ljósmóðir hleður inn í sjúkraskrá.

Viðtalstími hjá lækni

Fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Origo vinnur náið með heilbrigðisstarfsfólki á ýmsum sviðum til þess að skilja þarfir þess og þróa lausnir sem leiða bæði til betri umönnunar sjúklinga og aukinnar skilvirkni starfsfólksins. Ein þessara lausna er Saga, rafrænt sjúkraskrárkerfi sem notað er á öllum helstu heilbrigðisstofnum landsins.

Þá höfum við þróað appið Smásögu sem gerir starfsfólki kleift að skrá og senda gögn í rauntíma til Sögu úr snjallsíma.

Læknir að störfum

Heilbrigt fólk, heilbrigð jörð

Enn einn kostur við lausnirnar okkar á sviði heilbrigðisþjónustu er að þær draga úr orkunotkun og sóun. Þannig sparar til dæmis heimahjúkrunarappið Smásaga starfsfólki óþarfa akstur og dregur úr útblæstri.

Hjá Origo leggjum við okkur líka sérstaklega fram um að gera okkar eigin starfsemi umhverfisvæna. Allur bílafloti fyrirtækisins er rafknúinn og allur úrgangur af starfseminni flokkaður og endurunninn. Starfsfólk okkar getur unnið heima eftir hentugleika, sem fækkar ferðum og eykur afköst.

Starfsmaður heilbrigðislausna Origo notar appið Smásaga í snjallsímanum sínum

COVID-19

Heilbrigðistækni á heimsvísu

Í COVID-19 faraldrinum þróaði Origo, í samvinnu við íslensk stjórnvöld og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), lausnir sem þjónuðu lykilhlutverki í að hjálpa landinu og heimsbyggðinni allri út úr faraldrinum.

Skimanir

Origo þróaði hugbúnað og útvegaði vélbúnað fyrir skimun á íslensku landamærunum á aðeins tíu dögum. Kerfið var síðan tekið upp á öllum opinberum sýnatökustöðum á landinu, meðal annars á Suðurlandsbrautinni þar sem þúsundir einstaklinga fóru daglega í COVID-19 próf þegar mest reyndi á í faraldrinum.

Bólusetningar

Þegar bóluefni við COVID-19 höfðu fengið markaðsleyfi á Íslandi þurfti að hafa hraðar hendur og skipuleggja bólusetningar fyrir viðkvæmustu hópana. Á tveimur vikum tókst Origo að þróa bólusetningarkerfi sem notað var til að bólusetja allra viðkvæmustu hópana í fyrstu en þróaðist síðar í bólusetningarkerfi fyrir alla landsbyggðina. Allir Íslendingar sem voru bólusettir við COVID-19 fengu boð í bólusetningu með strikamerki úr bólusetningarkerfinu sem Origo þróaði.

Bólusetningarvotttorð

Fyrsta rafræna bólusetningarvottorð í heimi var þróað í samstarfi með Evrópusambandinu, sem upprunalega var þróað fyrir Ísland en síðan tekið upp af WHO og notað um allan heim. Þar nýttum við sérþekkingu úr öllum deildum fyrirtækisins til að skapa öruggt, traust og hraðvirkt kerfi sem ráðið gæti við mikið álag. Þessi árangur hefur vakið heimsathygli og fyrirspurnir borist víða að um nýtingu skimunar- og vottorðalausna Origo í ýmsu samhengi í heilbrigðiskerfum annarra landa.

Umsagnir

Hvað segja viðskiptavinir um lausnir og þjónustu Heilbrigðislausna Origo?

  • ...

Heilbrigðislausnir

Lausnirnar okkar

Staðreyndir

Vissir þú að?

Appið Smásaga gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að skrá sjúkragögn í gegnum snjalltæki og þannig koma í veg fyrir rangar skráningar og að gögn glatist.

Origo hefur þróað Ölmu, kerfi sem reiknar út almannatryggingar hjá Tryggingastofnun á hverju ári fyrir 85 ma.kr.

Þegar COVID-19 faraldurinn skall á þróaði Origo lausnir fyrir skimun á landamærum Íslands og þróuðum í kjölfarið bólusetningarkerfi og fyrsta stafræna bólusetningarvottorð í heimi

7.000 stafrænir lyfseðlar fara um kerfi Origo á hverjum degi.

Heilbrigðislausnirnar okkar byggja á gömlum grunni sem nær aftur til 1993 þegar þróun Sögu sjúkraskráar hófst. 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista heilbrigðislausna

Heilbrigðislausnir Origo gefa reglulega út fræðsluefni varðandi rafrænar heilbrigðislausnir.

Fartölva og kaffibolli