Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Heilbrigðislausnir Origo eru notaðar daglega af þúsundum heilbrigðisstarfsmanna á öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins.
Með notkun á Smásögu geta starfsmenn heimahjúkrunar skráð upplýsingar um skjólstæðinga sína í rauntíma í gegnum snjallsíma, og þaðan sendast allar upplýsingar beint í Sögu, sjúkraskrá einstaklings. Með því gátu starfssmenn heimahjúkrunar sleppt því að mæta á sameiginlega starfstöð á morgnanna og farið þá beint til sinna skjólstæðinga, sem var nauðsynlegt í takmörkunum sem voru í gildi vegna Covid-19.
Hvað segja viðskiptavinir um lausnir og þjónustu Heilbrigðislausna Origo?
Sérfræðingar frá Origo aðstoða Alþjóða heilbrigðismálastofnunina (World Healthcare Organization) við þróun á stafrænu bólusetningarvottorði. Ísland er fyrst þjóða til að gefa út stafrænt bólusetningarvottorð en lausnin, sem er þróuð af Origo, hefur vakið athygli víða um heim.
„Það er í raun magnaður árangur að ná að setja saman svo stórt og flókið verkefni sem landamæraskimunin er á aðeins 10 dögum. Það sem gerði þetta mögulegt er sú mikla breidd í þjónustu og lausnum Origo sem hefur gert félaginu mögulegt að bjóða í nánast alla þætti lausnarinnar...," segir Björk Grétarsdóttir, verkefnastjóri hjá Origo.
Með notkun á Smásögu geta starfsmenn heimahjúkrunar skráð upplýsingar um skjólstæðinga sína í rauntíma í gegnum snjallsíma, og þaðan sendast allar upplýsingar beint í Sögu, sjúkraskrá einstaklings. Með því geta starfssmenn heimahjúkrunar sleppt því að mæta á sameiginlega starfstöð á morgnanna og farið þá beint til sinna skjólstæðinga, sem var nauðsynlegt í takmörkunum sem voru í gildi vegna Covid-19.
Saga er sjúkraskrárkerfi sem heldur utan um rafræna sjúkraskrá á Íslandi. Kerfið er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum.
Hekla er lokað rafrænt samskiptanet til sendinga á heilbrigðisgögnum á milli aðila innan heilbrigðiskerfisins.
Medicor er alhliða lyfjaafgreiðslukerfi fyrir apótek. Auk hefðbundinnar lyfjaafgreiðslu tekur Medicor á móti rafrænum lyfseðlum og sendir upplýsingar um afgreidda lyfseðla til Tryggingastofnunar.
Á heilsuvera.is getur almenningur átt í samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn og nálgast gögn sem skráð eru um viðkomandi í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.
Askja er úrvinnslutól sem vinnur með gögn úr Sögu. Bæði er boðið upp á skýrslur og aðgang í Excel með notkun svokallaðra gagnateninga eða kubba sem hægt er að snúa á ýmsa vegu.
Í deildarvaka er hægt að sjá yfirlit yfir sjúklinga á deild. Mismunandi þarfir eru á því hvað birtist á slíku yfirliti og fer það eftir því hvort um er að ræða legudeild eða dag-/göngudeild.
Nýtt rafrænt lyfjagjafaskráningarkerfi gerir hjúkrunarfræðingum kleift að halda utan um tínslu lyfja, lyfjaskömmtun og skrá lyfjagjöf.
Heimahjúkrunar app er nýjung og hönnuð til að styðja við vitjanir starfsfólks í heimahjúkrun og getur það skráð upplýsingar um vitjunina rafrænt í rauntíma.
Smásaga, app, gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að skrá sjúkragögn í gegnum snjalltæki og þannig koma í veg fyrir rangar skráningar og að gögn glatist.
Origo hefur þróað Ölmu, kerfi sem reiknar út almannatryggingar hjá Tryggingastofnun á hverju ári fyrir 85 ma.kr.
Origo þróaði lausnir fyrir skimun á landamærum Íslands vegna COVID-19 árið 2020.
7.000 stafrænir lyfseðlar fara um kerfi Origo á hverjum degi.
Þjónustuborð Heilbrigðislausna þjónustar viðskiptavini sína sem nota Sögu, Heklu, Medicor, Öskju og Veru. Heimsækja þjónustuborð heilbrigðislausna.
Nýjustu útgáfur kerfa í tímaröð, handbækur fyrir hverja útgáfu og Sögustundir.
Heilbrigðislausnirnar okkar byggja á gömlum grunni sem nær aftur til 1993 þegar þróun Sögu sjúkraskráar hófst.