Heilbrigðislausnir

Heilbrigðislausnir Origo eru notaðar daglega af þúsundum heilbrigðisstarfsmanna á öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins.

Kynninngarmyndband

Smásaga - App fyrir heimahjúkrun

Með notkun á Smásögu geta starfsmenn heimahjúkrunar skráð upplýsingar um skjólstæðinga sína í rauntíma í gegnum snjallsíma, og þaðan sendast allar upplýsingar beint í Sögu, sjúkraskrá einstaklings. Með því gátu starfssmenn heimahjúkrunar sleppt því að mæta á sameiginlega starfstöð á morgnanna og farið þá beint til sinna skjólstæðinga, sem var nauðsynlegt í takmörkunum sem voru í gildi vegna Covid-19.

Hvað segja viðskiptavinir um lausnir og þjónustu Heilbrigðislausna Origo?

Sýnatökur taka nú ótrúlega skamman tíma; einfalt er að nota strikamerkin og mikil hagræðing er í mannafla. Með breyttu vinnulagi tökum við nú 2.000 sýni á dag en vorum áður að taka um 200 sýni. Þetta var gríðarlegur fjöldi sýna en þau eru tekin með miklu minna átaki. [Um aukið hagræði í sýnatöku á COVID-19.]
Ragnheiður Ósk ErlendsdóttirFramkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins
COVID-19

Aðstoðar WHO við þróun á bólusetningarvottorði

Sérfræðingar frá Origo aðstoða Alþjóða heilbrigðismálastofnunina (World Healthcare Organization) við þróun á stafrænu bólusetningarvottorði. Ísland er fyrst þjóða til að gefa út stafrænt bólusetningarvottorð en lausnin, sem er þróuð af Origo, hefur vakið athygli víða um heim.

COVID-19

10 daga til að þróa lausnir fyrir skimun á landamærum

„Það er í raun magnaður árangur að ná að setja saman svo stórt og flókið verkefni sem landamæraskimunin er á aðeins 10 dögum. Það sem gerði þetta mögulegt er sú mikla breidd í þjónustu og lausnum Origo sem hefur gert félaginu mögulegt að bjóða í nánast alla þætti lausnarinnar...," segir Björk Grétarsdóttir, verkefnastjóri hjá Origo.

Stafræn heilbrigðisþjónusta

Smásaga – app fyrir heimahjúkrun

Með notkun á Smásögu geta starfsmenn heimahjúkrunar skráð upplýsingar um skjólstæðinga sína í rauntíma í gegnum snjallsíma, og þaðan sendast allar upplýsingar beint í Sögu, sjúkraskrá einstaklings. Með því geta starfssmenn heimahjúkrunar sleppt því að mæta á sameiginlega starfstöð á morgnanna og farið þá beint til sinna skjólstæðinga, sem var nauðsynlegt í takmörkunum sem voru í gildi vegna Covid-19.

Lausnir

Nýjar og spennandi lausnir

Smásaga APP

Skráning í rauntíma
Yfirsýn yfir deild starfsmanns
Birtir síðustu 10 sjúklinga
Leit að sjúklingum eftir nafni eða kennitölu

Miðlægt lyfjakort

Heldur utan um lyf sjúklinga á hverjum tíma
Yfirlit yfir lyfjasögu
Betri upplýsingar um lyfjaávísanir
Eykur öryggi við lyfjaávísanir

Lyfjafyrirmæla- og gjafaskráning

Samþætt við lyfjafyrirmælakerfið eMed
Eykur öryggi í lyfjagjöf
Heldur utan um tínslu og skráningu lyfjagjafar
Yfirlit yfir stöðu lyfjagjafar

Deildarvaki

Sýnir yfirlit inniliggjandi á deild á skjá
Birtir lykilupplýsingar úr sjúkraskrá hvers og eins
Hægt að setja inn upplýsingar um meðferðarteymi
Sýnir ákveðnar flagganir sem deildin ákveður

Spurningalistar í Heilsuveru

Hægt að senda spurningalista\heilsufarsmat úr Sögu yfir í Heilsuveru
Einstaklingar svara þegar þeim hentar
Yfirlit yfir senda spurningalista og svör aðgengilegt í Sögu
Stefnt á sjálfvirkar flagganir og útsendingu fræðsluefnis

Afgreiðslustandur

Einstaklingar skrá sig inn við komu
Greiðsla gjaldaliða
Kvittun gefin út ef greitt er í afgreiðslustandi
Heilbrigðislausnir

Lausnirnar okkar

Saga - Rafræn sjúkraskrá

Saga er sjúkraskrárkerfi sem heldur utan um rafræna sjúkraskrá á Íslandi. Kerfið er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum.

Hekla - Heilbrigðisnet

Hekla er lokað rafrænt samskiptanet til sendinga á heilbrigðisgögnum á milli aðila innan heilbrigðiskerfisins.

Medicor - Lyfjaafgreiðsla

Medicor er alhliða lyfjaafgreiðslukerfi fyrir apótek. Auk hefðbundinnar lyfjaafgreiðslu tekur Medicor á móti rafrænum lyfseðlum og sendir upplýsingar um afgreidda lyfseðla til Tryggingastofnunar.

Heilsuvera

Á heilsuvera.is getur almenningur átt í samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn og nálgast gögn sem skráð eru um viðkomandi í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.

Askja - Tölfræði og skýrslur

Askja er úrvinnslutól sem vinnur með gögn úr Sögu. Bæði er boðið upp á skýrslur og aðgang í Excel með notkun svokallaðra gagnateninga eða kubba sem hægt er að snúa á ýmsa vegu.

Deildarvaki

Í deildarvaka er hægt að sjá yfirlit yfir sjúklinga á deild. Mismunandi þarfir eru á því hvað birtist á slíku yfirliti og fer það eftir því hvort um er að ræða legudeild eða dag-/göngudeild.

Lyfjafyrirmæla- og gjafaskráning

Nýtt rafrænt lyfjagjafaskráningarkerfi gerir hjúkrunarfræðingum kleift að halda utan um tínslu lyfja, lyfjaskömmtun og skrá lyfjagjöf.

Heimahjúkrunar app

Heimahjúkrunar app er nýjung og hönnuð til að styðja við vitjanir starfsfólks í heimahjúkrun og getur það skráð upplýsingar um vitjunina rafrænt í rauntíma.

Vissir þú að...?

Smásaga, app, gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að skrá sjúkragögn í gegnum snjalltæki og þannig koma í veg fyrir rangar skráningar og að gögn glatist.

Origo hefur þróað Ölmu, kerfi sem reiknar út almannatryggingar hjá Tryggingastofnun á hverju ári fyrir 85 ma.kr.

Origo þróaði lausnir fyrir skimun á landamærum Íslands vegna COVID-19 árið 2020.

7.000 stafrænir lyfseðlar fara um kerfi Origo á hverjum degi.

Þjónustuborð Heilbrigðislausna

Þjónustuborð Heilbrigðislausna þjónustar viðskiptavini sína sem nota Sögu, Heklu, Medicor, Öskju og Veru. Heimsækja þjónustuborð heilbrigðislausna.

Útgáfur og upplýsingar

Nýjustu útgáfur kerfa í tímaröð, handbækur fyrir hverja útgáfu og Sögustundir.

Þróað síðan 1993

Heilbrigðislausnirnar okkar byggja á gömlum grunni sem nær aftur til 1993 þegar þróun Sögu sjúkraskráar hófst. 

Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagar - Lokað
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000