12/10/2023
Stafrænar lausnir sem styðja mannauðsstarfið
Mannauðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Hörpu, 6. október síðastliðinn.

Mannauðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Hörpu, 6. október síðastliðinn. Viðburðurinn var sá fjölmennasti frá upphafi með um 1000 þátttakendum frá mannauðssamfélaginu.
Á Mannauðsdeginum var m.a. fjallað um þá umbreytingu sem stjórnendur og mannauðssfólk standa frammi fyrir í kjölfar heimsfaraldursins. Stafræn umbreyting hefur þar farið hratt úr vör með breyttu landslagi í stjórnun, væntingum, fjarvinnustefnu og húsnæðisbreytingum.
Origo kynnti á viðburðinum sínar lausnir fyrir þennan markað.
JustlyPay sem hjálpar fyrirtækjum að einfalda jafnlaunavottun.

Kjarni, Mannauðs og launakerfi sem gerir mannauðsfólki kleift að einbeita sér að faglegu mannauðsstarfi með stuðningi frá sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu starfsmanna.

Rúna launavakt er ný lausn sem mun umbreyta aðgengi að gögnum um markaðslaun.

Auk Viðskiptagreindarlausna Kjarna sem gera mælikvarða sýnilegri og aðgengilegri.

Við þökkum öllum sem tóku þátt.
Deila frétt