26/06/2023

Við leitum að húsnæði fyrir vinnustað framtíðarinnar

Origo óskar eftir upplýsingum um lausar lóðir, húsnæði eða önnur tækifæri sem uppfyllt geta þarfir framtíðarhöfuðstöðva félagsins m.t.t. stærðar og staðsetningar.  

Origo hringurinn fyrir ofan Esjuna

Origo er nýsköpunarfyrirtæki með þríþætt framboð í upplýsingatækni: rekstrarþjónustu og innviði, hugbúnað og notendabúnað. Höfuðstöðvar Origo eru í dag í Borgartúni 37, 105 Reykjavík þar sem starfa um hátt í 400 manns en auk þeirra rekum við þjónustumiðstöð með verkstæði og vörulager við Köllunarklettsveg.

Við leitum að húsnæði sem hentar starfsemi Origo og styður hverja einingu til árangurs. Sveigjanleiki í innra skipulagi er lykilatriði til að mæta þróun og vexti fyrirtækisins. 

Draumahúsnæðið er um 3-4.000 m² skrifstofuhúsnæði auk 2.000 m² vöruhúss og kostur ef húsnæðið er á sama stað en þó ekki skilyrði.

Við óskum eftir tillögum fyrir 14.júlí 2023. 

Deila frétt