CCQ

Skýjalausn í gæðastjórnun í mánaðarlegri áskrift

Markmiðið er að einfalda þér og þínu starfsfólkið að miðla upplýsingum og þekkingu til starfsfólks. CCQ er heildstæð lausn til að meðhöndla þætti sem snúa að bættum verkferlum, hlítingu staðla, laga og reglugerða.

CCQ
CCQ

Þegar þú rekur fyrirtæki þá viltu gera vel. Fylgja réttum leikreglum, vanda til verka og njóta svo uppskerunnar þegar þú sérð fyrirtækið þitt blómstra. Það þarf ekki okkur til að segja þér að þetta kallar á öguð vinnubrögð. Hverri atvinnugrein fylgja gæðakröfur og staðlar sem oft getur verið heljarmikið verkefni að halda utan um og uppfylla. Það er þess vegna sem rétta gæðastjórnunarkerfið er gulls ígildi. Og það er þess vegna sem við smíðuðum CCQ.

Gæði ofar öllu

Gæðastjórnun snýst einfaldlega um að gera betur í dag en í gær. Gott kerfi kortleggur hvert skref sem þú ætlar þér að taka, hjálpar þér á skilvirkan hátt að ná settum markmiðum og heldur utan um allt saman svo þú hafir yfirsýn. Það er engin tilviljun að á meðal notenda CCQ eru allt frá litlum fjölskyldufyrirtækjum upp í stærstu fyrirtæki landins og allt þar á milli. CCQ er sérsniðið að þörfum íslenskra fyrirtækja og nógu sveigjanlegt til að geta mætt hinum fjölbreyttu kröfum mismunandi atvinnugreina. Hönnun kerfisins byggir á áratuga reynslu sérfræðinga af gæðastjórnun. Það er einfalt og létt, búsett í skýinu og felur ekki í sér neina bindingu – þú byrjar einfaldlega og hættir þegar þú vilt. Og að sjálfsögðu talar CCQ íslensku.

Að hugsa fyrir öllu

Hjartað í CCQ er gæðahandbók þíns fyrirtækis. Þar er haldið utan um alla verkferla, reglur, reglugerðir og staðla hvernig þið eruð að uppfylla ykkar skyldur. Þú sérð svo á augabragði þau frávik sem þarf að bregðast við í úttektareiningunni. Aðra kerfishluta velurðu svo að nýta eftir þínum þörfum. Kerfið býður til að mynda upp á auðlinda- og hæfnistjórnun, áhættustjórnun og eignastjórnun, og gerir þér kleift að taka formlegt tillit til ábendinga, atvika og kvartana, hvort sem þau berast innan fyrirtækisins eða að utan.

Að standa við stóru orðin

Að gera áætlun, fylgja henni eftir og athuga svo hvernig til hefur tekist – það er gæðastjórnun í hnotskurn. Síðastnefnda atriðið, staðfestingin á því að við séum að standa okkur, kemur í gegnum úttektarferli. En fyrir mörg fyrirtæki geta úttektir verið bæði tímafrekar og kostnaðarsamar. Hvort sem um ræðir innri úttektir fyrirtækisins eða aðkomu ytri úttektaraðila, auðveldar CCQ ferlið til muna. Á undanförnum árum hafa margir notendur notið góðs af möguleikanum á rafrænum úttektum, kosti sem hefur laðað mörg fyrirtæki að kerfinu að tímum Covid og fjarfunda. Þá veitir þú beinan aðgang að kerfinu, sparar tíma og fjármuni og getur jafnvel gert heimsóknir erlendra úttektaraðila óþarfar.

Betra samfélag með tækninni

Fólkið á bak við CCQ er stöðugt að nýta drjúgan reynslubankann til að gera öflugt kerfi enn betra og vinna að bættri notendaupplifun. Ef þú vilt taka næsta skref í gæðastjórnun þíns fyrirtækis hlökkum við til að heyra í þér.

CCQ á samfélagsmiðlum

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf