Af hverju GreenSenze?
Gríptu strax til aðgerða
Aukin skilvirkni
Með GreenSenze má sjá þróun kolefnislosunar á milli mánaða, þar sem upplýsingar um kolefnislosun í innkaupum reiknast um leið og rafrænn reikningur berst.
Betri ákvarðanataka
GreenSenze greinir hvar hægt er að gera betur í kolefnislosun, sem veitir tækifæri til að bæta ákvarðanatöku og innleiða grænni innkaup.
Bætt yfirsýn og skýrslugerð
Með GreenSenze færðu bætta yfirsýn yfir kolefnislosun og getur auðveldlega útbúið skýrslur sem eru tilbúnar til notkunar.
Prufuaðgangur
Viltu sjá hvernig GreenSenze virkar?
Fylltu út formið hér að neðan og sjáðu um leið hvernig GreenSenze virkar
Sjálfvirk greining
Tækifæri til að gera betur
Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem stuðla að sjálfbærni í rekstri. GreenSenze sýnir þér svart á hvítu hvar fyrirtækið þitt getur gert betur í innkaupum til þess að minnka kolefnisspor, en með skönnun rafrænna reikninga þá greinir GreenSenze sjálfvirkt þá losun sem á sér stað um leið og reikningur berst.
Aðgengilegar upplýsingar
Innsýn í öll umföng innkaupa
GreenSenze býður meðal annars upp á kolefnisgreiningu á umföngum 1, 2 og 3. Oft getur reynst erfitt að ná utan um öll þrjú umföng vegna skorts á upplýsingum og gögnum, en með aðstoð GreenSenze verða þessar upplýsingar aðgengilegar og skýrar. Hægt er að greina hvert umfang fyrir sig, fylgjast með þróun losunar eftir tímabilum og sjá kolefnisspor innkaupa alveg niður á einstakar vörulínur.