Kjarni < Origo

Kjarni mannauðs- og launalausn

Origo er með yfir 20 ára reynslu í þróun, högun og rekstri mannauðs- launalausna.

 • Styður allt ferlið; frá ráðningu til starfsloka
 • Öflug skýjalausn
 • Einfalt að meta störf og taka út jafnlaunagreiningarskýrslur
 • Skýrslugerð þvert á kerfishluta
 • Öflugar aðgangsstýringar
 • HEYRA Í RÁÐGJAFA

  Kostir Kjarna

  Aukin upplýsingagjöf

  Þægindi og sveigjanleiki einkenna skýrslugerð sem er innbyggð í alla kerfishluta í Kjarna.

  Skilvirkni í launavinnslu og mannauðsstjórn

  Fullkomið flæði er á milli kerfishluta í Kjarna sem og yfir í önnur kerfi.

  Hagkvæmni í hýsingu og viðhaldi

  Örugg hýsing Kjarna hjá Origo tryggir einfaldleika í viðhaldi og dregur úr kostnaði við rekstur.

  Kerfishlutar

  Mannauður

  Í mannauðshlutanum er haldið utan um skipurit fyrirtækis og grunngögn starfsmanna. Hægt er að skrá allar helstu upplýsingar sem tengjast starfsmönnum, taka út lista með ýmis konar tölfræði og prenta út ráðningarsamninga. Áhersla er lögð á tímasparnað við magnvinnslu, svo sem við ráðningu eða starfslok á stórum hópi starfsmanna.

  Fræðsla

  Fræðsluhlutinn heldur utan um fræðsludagskrá fyrirtækis og námskeiðsþátttöku starfsmanna. Starfsmenn geta á starfsmannavef séð yfirlit yfir þau námskeið sem eru í boði og skráð sig. Í fræðsluhlutanum er hægt að taka út yfirlit yfir styrkumsóknir til stéttarfélaga eða starfsmenntunarsjóða.

  Ráðningar

  Ráðningarnar saman standa af umsóknavef, þar sem umsækjendur geta sent inn umsókn í gegnum heimasíðu fyrirtækis, og bakenda þar sem úrvinnsla umsókna fer fram. Hægt er að bera umsækjendur saman, senda út svarbréf og ráða umsækjendur.

  Laun

  Hraðvirk launavinnsla í notendavænu umhverfi ásamt öflugri skýrslugerð sem einfaldar alla yfirsýn yfir launamál fyrirtækisins. Mikið er lagt upp úr því að létta skil á kjaraupplýsingum til þriðja aðila og eru því helstu kjarakannanir á íslenska markaðnum innbyggðar í lausnina, þ.m.t. launagreining vegna jafnlaunavottunar.

  Frammistöðumat

  Í Kjarna er haldið utan um frammistöðumat starfsmanna. Frammistöðumatseyðublöð eru stofnuð í Kjarna og starfsmaður og yfirmaður fylla út eyðublað fyrir frammistöðumat á starfsmannavef.

  Launaáætlun

  Einfalt er að útbúa nákvæma launaáætlun með launum og launatengdum gjöldum. Hægt er að skrá allar þekktar breytingar fram í tímann, s.s. kjarasamningshækkanir og skipulagsbreytingar, og tekur launaáætlunin mið af þessum upplýsingum.

  Mötuneyti

  Starfsmenn skrá sig í mat og skráningar flæða yfir í launahluta Kjarna. Mötuneytislausnin býður hvoru tveggja upp á einfalda skráningu í mat og að settar séu upp vörutegundir sem starfsmenn geta verslað.

  Starfsmannavefur

  Á starfsmannavef geta starfsmenn nálgast sínar eigin upplýsingar auk grunnupplýsinga um aðra starfsmenn. Þá geta starfsmaður og yfirmaður auk þess fyllt út eyðublað fyrir frammistöðumat.

  Kjarna app

  Fyrsta útgáfa af Kjarna app-inu inniheldur starfsmannaleit. Í app-inu geta starfsmenn séð grunnupplýsingar um samstarfsmenn sína, s.s. símanúmer, netfang og heimilisfang, og hringt og/eða sent tölvupóst.

  Launajafnrétti með Kjarna

  Flokkun starfa innan fyrirtækis er forsenda fyrir því að vel takist að ná markmiðum um launajafnrétti. Með því að meta störfin innbyrðis út frá vel skilgreindum viðmiðum, er hægt að tryggja að saman flokkist jafn verðmæt störf. Lykilatriði við innleiðingu jafnlaunastaðalsins er síðan launagreining, en það er reglubundin úttekt á launum og kjörum starfsmanna í því skyni að skoða hvort um kynbundinn launamun sé að ræða.

  Kjarni einfaldar mjög alla yfirsýn og skýrslugerð varðandi launamál fyrirtækja og gerir stjórnendum kleift að:

  • halda utan um launagögn og kjör starfsmanna og gera vandaðar úttektir á þeim.
  • verðmeta störf eftir ábyrgð, hæfniskröfum, menntun eða reynslu, og taka út jafnlaunagreiningu með slíkri flokkun.
  • nota launagreiningu til að móta jafnlaunastefnu fyrirtækisins og setja markmið varðandi launajafnrétti kynja.
  • flokka og skila gögnum til úttektaraðila þegar kemur að jafnlaunavottun.

  Algengar spurningar um Kjarna

  • Hvernig er gagnaöryggi háttað þegar launagögn eru geymd í skýinu?

   Hýsingin er í öruggu og ISO vottuðu hýsingarumhverfi Origo. Gögnin eru í raun öruggari þar en á netþjóni í fyrirtækinu þínu.

  • Hvernig tekst Kjarni á við það ef skrifað er undir kjarasamninga rétt fyrir útborgun launa?

   Í Kjarna er aðgerð sem keyrð er til að leiðrétta laun afturvirkt, út frá nýjum launatöflum. Aðgerðin er alsjálfvirk og skilar áður greiddum launum sem mínusfærslum og sömu einingum í plús á móti með nýrri upphæð úr nýrri launatöflu.

  • Styður Kjarni við jafnlaunavottun?

   Í Kjarna er hægt að halda utan um verðmætamat starfa. Kjarni styður hverja þá leið sem fyrirtæki ákveða að fara í tenglsum við þetta verðmætamat, t.d. Logib flokkun, yfir- og undirviðmið, starfsmat og starfafjölskyldur. Í Kjarna er einnig hægt að skrá launaramma á störf og þannig sjá hvaða starfsmenn fara út fyrir þann launaramma auk þess sem hægt er að skrá rökstuðning á þeim frávikum. Hægt er að tengja starfslýsingar á stöður og ráðningarsamninga á starfsmenn og síðast en ekki síst er einfalt að taka út úr Kjarna jafnlaunavottunarskýrslur, bæði á því formi sem BSI óskar eftir og einni ítarlegri skýrslu sem hægt er að nota til frekari launagreiningar og m.a. er einfalt að taka út í Excel til notkunar í kerfum eins og PayAnalytics.

  • Er hægt að halda utan um starfsaldur í Kjarna?

   Já, Kjarni sér um að reikna út starfsaldur starfsmanna, bæði til launa og til viðurkenninga. Kjarni kemur með athugasemd þegar kemur að launahækkun eða orlofsflokka hækkun út frá þeim forsendum sem skráðar eru í kjarasamninga/stéttarfélög.

  • Get ég fengið prufuaðgang að Kjarna?

   Við bjóðum ekki upp á prufuaðgang að Kjarna, en þú ert velkominn á kynningu hjá okkur, þegar þér hentar.

  • Er hægt að hafa umsóknarferli mismunandi á milli auglýstra starfa?

   Já, hægt er að hafa mismunandi sniðmát fyrir auglýsingar í Kjarna. Notendur geta sjálfir stillt hvaða spurninga á að spyrja í umsóknarferlinu, í hvaða röð og hvaða spurningar eru skilyrtar og hverjar ekki.

  • Geta starfsmenn haft aðgang að eigin upplýsingum í Kjarna?

   Já, á starfsmannavef geta starfsmenn nálgast sínar eigin upplýsingar sem skráðar eru í Kjarna, t.d. séð yfirlit yfir þau námskeið sem þeir hafa sótt, yfirlit yfir menntun, starfsaldursupplýsingar og margt margt fleira. Starfsmannavefinn er hægt að tengja við innri vef fyrirtækis.

  • Geta starfsmenn séð yfirlit yfir námskeið á vegum fyrirtækisins og skráð sig á þau?

   Já, á starfsmannavef Kjarna geta starfsmenn séð yfirlit yfir námskeið í boði og skráð sig. Einnig geta starfsmenn séð yfirlit yfir þau námskeið sem þeir eru skráðir á, eða skráðir á biðlista á, auk yfirlits yfir námskeiðssögu sína hjá fyrirtækinu.

  Hafðu samband við okkur

  „Kjarni auðveldar flokkun og skil gagna fyrir jafnlaunavottun til muna. Kjarni gerir okkur kleift að viðhalda öllum nauðsynlegum upplýsingum fyrir jafnlaunavottun með einföldum hætti og ætti það einungis að taka örfáar mínútur að skila niðurstöðum. Ég get svo sannarlega mælt með Kjarna sem mannauðs- og launalausn.“

  Eir Arnbjarnardóttir, mannauðsstjóri CenterHotels