Kjarni styður jafnlaunavottun

Með Kjarna er einfalt að verðmætameta störf samkvæmt Logib flokkun og taka út jafnlaunagreiningu BSI á Íslandi með þeirri flokkun.

Viltu vita meira um Kjarna?

Kostir Kjarna

Aukin upplýsingagjöf

Þægindi og sveigjanleiki einkenna skýrslugerð sem er innbyggð í alla kerfishluta í Kjarna.

Skilvirkni í launavinnslu og mannauðsstjórn

Fullkomið flæði er á milli kerfishluta í Kjarna sem og yfir í önnur kerfi.

Hagkvæmni í hýsingu og viðhaldi

Örugg hýsing Kjarna hjá Origo tryggir einfaldleika í viðhaldi og dregur úr kostnaði við rekstur.

Kerfishlutar

Mannauður

Í mannauðshlutanum er haldið utan um skipurit fyrirtækis og grunngögn starfsmanna. Hægt er að skrá allar helstu upplýsingar sem tengjast starfsmönnum, taka út lista með ýmis konar tölfræði og prenta út ráðningarsamninga. Áhersla er lögð á tímasparnað við magnvinnslu, svo sem við ráðningu eða starfslok á stórum hópi starfsmanna.

Fræðsla

Fræðsluhlutinn heldur utan um fræðsludagskrá fyrirtækis og námskeiðsþátttöku starfsmanna. Starfsmenn geta á starfsmannavef séð yfirlit yfir þau námskeið sem eru í boði og skráð sig. Í fræðsluhlutanum er hægt að taka út yfirlit yfir styrkumsóknir til stéttarfélaga eða starfsmenntunarsjóða.

Ráðningar

Ráðningarnar saman standa af umsóknavef, þar sem umsækjendur geta sent inn umsókn í gegnum heimasíðu fyrirtækis, og bakenda þar sem úrvinnsla umsókna fer fram. Hægt er að bera umsækjendur saman, senda út svarbréf og ráða umsækjendur.

Laun

Hraðvirk launavinnsla í notendavænu umhverfi ásamt öflugri skýrslugerð sem einfaldar alla yfirsýn yfir launamál fyrirtækisins. Mikið er lagt upp úr því að létta skil á kjaraupplýsingum til þriðja aðila og eru því helstu kjarakannanir á íslenska markaðnum innbyggðar í lausnina, þ.m.t. launagreining vegna jafnlaunavottunar.

Frammistöðumat

Í Kjarna er haldið utan um frammistöðumat starfsmanna. Frammistöðumatseyðublöð eru stofnuð í Kjarna og starfsmaður og yfirmaður fylla út eyðublað fyrir frammistöðumat á starfsmannavef.

Launaáætlun

Einfalt er að útbúa nákvæma launaáætlun með launum og launatengdum gjöldum. Hægt er að skrá allar þekktar breytingar fram í tímann, s.s. kjarasamningshækkanir og skipulagsbreytingar, og tekur launaáætlunin mið af þessum upplýsingum.

Viðvera

Starfsmenn geta stimplað sig inn og út ásamt því að skrá fjarveru, s.s. orlof, veikindi og veikindi barna. Tímastjóri getur yfirfarið skráningar og leiðrétt eftir þörfum áður en tímar flæða yfir í launahluta Kjarna. Sérstaða viðverulausnarinnar í Kjarna er sú að ábyrgðaraðilar geta, í viðveruhlutanum, séð kostnað við yfirvinnu, veikindi og aðra liðí í rauntíma.

Mötuneyti

Starfsmenn skrá sig í mat og skráningar flæða yfir í launahluta Kjarna. Mötuneytislausnin býður hvoru tveggja upp á einfalda skráningu í mat og að settar séu upp vörutegundir sem starfsmenn geta verslað.

Starfsmannavefur

Á starfsmannavef geta starfsmenn nálgast sínar eigin upplýsingar auk grunnupplýsinga um aðra starfsmenn. Þá geta starfsmaður og yfirmaður auk þess fyllt út eyðublað fyrir frammistöðumat.

Kjarna app

Fyrsta útgáfa af Kjarna app-inu inniheldur starfsmannaleit. Í app-inu geta starfsmenn séð grunnupplýsingar um samstarfsmenn sína, s.s. símanúmer, netfang og heimilisfang, og hringt og/eða sent tölvupóst.

Algengar spurningar

Hafðu samband við okkur

Það er óhætt að fullyrða að þjónusta vegna Kjarna er í hæsta gæðaflokki. Það er ljóst að mikil áhersla er lögð á úrvals þjónustu við viðskiptavini og maður getur alltaf treyst á skjót og markviss viðbrögð og persónulega þjónustu.

Róberta Maloney, Deildarstjóri kjaradeildar Isavia