Kjarni

Kjarni mannauðs- og launalausn

Það verður seint ofmetið hversu mikilvægt það er að halda vel utan um fólkið sitt. Starfsfólkið, hugvit þess og hæfileikar, eru kjarninn í hverju einasta fyrirtæki og stofnun. Hvort sem fyrirtækið er stórt eða smærra, í einkarekstri eða opinbera geiranum, þá er eitt traust kerfi sem heldur utan um öll mannauðs- og launamál eitthvað sem margborgar sig.

Myndskreyting

Allt á einum stað

Allur pakkinn

Í dag eru mörg fyrirtæki enn að nota mismunandi lausnir fyrir laun og mannauðsmál. Oft eru þetta eldri kerfi, þung og flókin í notkun fyrir þau sem ekki hafa hlotið sérstaka þjálfun. Kjarni er aftur á móti einfalt og létt kerfi, aðgengilegt í vefviðmóti.

Kjarni er allsherjarlausn sem tvinnar saman mannauðs- og launamál og heldur utan um öll atriði sem snúa að mannauði fyrirtækisins, frá ráðningu til starfsloka.

myndskreyting

Helstu kostir Kjarna

Aukin upplýsingagjöf

Bætt ákvarðanataka og yfirsýn með allar mannauðs- og launaupplýsingar á sama stað.

Skilvirkni í launavinnslu og mannauðsstjórnun

Fullkomið flæði er á milli kerfishluta í Kjarna sem og yfir í önnur kerfi.

Hagkvæmni í hýsingu og viðhaldi

Örugg hýsing Kjarna hjá Origo tryggir einfaldleika í viðhaldi og dregur úr kostnaði við rekstur.

Tímasparnaður

Sjálfsafgreiðsla stjórnenda og starfsfólks og því minna álag á mannauðs- og launadeild.

Meiri tími fyrir virðisskapandi verkefni

Eflum stjórnendur og starfsfólk

Allir notendur Kjarna eru sjálfbærir með að sækja sér viðeigandi upplýsingar, hvort sem það er starfsfólk sem vill vita hve mikið orlof það á inni eða stjórnandi sem þarf að sækja sér nauðsynleg gögn varðandi launaákvarðanir. Starfsfólk mannauðs- og launadeilda þarf því ekki að verja tíma sínum í að sækja og veita upplýsingar til annarra aðila innan fyrirtækisins.

myndskreyting

Íslenskt hugvit

Með puttann á púlsinum

Starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana er sífellt að taka breytingum í takt við nýjar kröfur og væntingar. Við smíðuðum Kjarna til að endurspegla ávallt raunverulegar aðstæður og áskoranir fyrirtækja og þess vegna er sífellt í endurmótun. Þess vegna býður kerfið líka upp á möguleikann á tengingu við margvísleg önnur kerfi sem fyrirtæki kunna að nýta í rekstrinum.

myndskreyting

Kjarni á samfélagsmiðlum

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf

Fréttir

Kjarni í fréttum