Microsoft 365 Enterprise er heildarlausn sem sameinar allt það besta úr Office 365, Windows 10 Enterprise og Enterprise Mobility + Security.
Microsoft 365 er leiðandi á meðal skýjalausna þegar kemur að aukinni framleiðni með öppum á borð við Microsoft Teams, Word, Excel og PowerPoint, ásamt snjöllum skýjalausnum og öryggi á heimsmælikvarða.
Sérfræðingar okkar greina núverandi ástand, koma með tillögur að nýju verklagi og gera áætlun í þau verkefni sem þarf til að komast í nýtt verklag með hjálp Microsoft 365 og tengdra lausna.
Við bjóðum einnig upp á fulla þjónustu við innleiðingu Microsoft 365 auk þjónustu fyrir notendur og tæknifólk eftir innleiðingu.
Viðskiptavinir geta fengið sérfræðinga á sinn vinnustað sem þjálfa starfsfólk og kennir því á nýja vinnuumhverfið.
Microsoft 365 inniheldur lausnir sem hjálpa til við innleiðingu og eftirfylgni á persónuverndarlöggjöf ESB – General Data Protection Regulation (GDPR). Sem dæmi má nefna:
Engar lausnir, kerfi eða þjónustur einar og sér geta séð til þess að fyrirtæki uppfylli kröfur GDPR. Hins vegar mun rétt tækni og hugbúnaður einfalda innleiðingu GDPR til muna.