Teams símkerfi
Helstu kostir þess að hafa símkerfið í Teams
Símtöl beint úr Teams client í almenna símkerfið, bankann, farsíma o.s.frv.
Öll almenn virkni í grunnuppsetningu Teams
Uppfært miðlægt, ekkert viðhald
Einföld og fljótleg uppsetning
Enginn hug- eða vélbúnaður hjá fyrirtæki
Lágmarks þjálfunartími þar sem starfsfólk er vant að nota Teams
Rekstur alfarið í höndum fyrirtækis eða Origo ef óskað er
Möguleiki á að bæta við þjónustuveri og skiptiborði

Teymið okkar er í góðum höndum með Teams að vopni
Teams símkerfi
Hvernig virkar Teams símkerfi?
Símkerfi Teams er nútímaleg lausn en með sömu virkni eins og í öðrum símkerfum, þar sem er hægt að stilla:
opnunartíma
talskilaboð
hringihópa
eltihópa (e. hunt groups)
talhólf
velja úr vallistum

Þjónustuver og skiptiborð
Fullbúið þjónustuver fyrir minni og stærri fyrirtæki
Nimbus er ný vara á markaði sem gerir Teams símkerfi að spennandi möguleika fyrir allar stærðir íslenskra fyrirtækja. Nimbus er skýjaþjónusta sem gefur möguleikann á að bæta skiptiborði og símaþjónustuveri við Teams og er fullkomlega samþætt við lausnina.
Þjónustan er afar skalanleg eftir þörfum fyrirtækja, allt frá einu skiptiborði upp í fleiri svarraðir (e. queues).
Umhverfið er auðvelt í uppsetningu yfir fjartengingu og enginn hugbúnaður er settur upp á tölvur eða þjóna viðskiptavina.
Flæði símtala, opnunartímar, talskilaboð og svarraðir má stillta með auðveldum hætti í grafísku viðmóti. Svarraðir eru skilgreindar í teymum (Teams) í Teams.
Starfsfólk símavers skráir sig auðveldlega í eða úr svarröð. Kerfið safnar ítarlegum gögnum og birtir tölfræði yfir símsvörun, allt stillanlegt í PowerBI.
Unnt er að tengjast helstu CRM kerfum.
Þjónustuvershugbúnaðurinn tengist Teams símkerfi, upplýsingum í Active directory, skýrslugerðartólum í O365 (PowerBI) og helstu CRM kerfum gegnum Microsoft Power Automate.