Þjónustuver og skiptiborð
Fullbúið þjónustuver fyrir minni og stærri fyrirtæki
Nimbus er ný vara á markaði sem gerir Teams símkerfi að spennandi möguleika fyrir allar stærðir íslenskra fyrirtækja. Nimbus er skýjaþjónusta sem gefur möguleikann á að bæta skiptiborði og símaþjónustuveri við Teams og er fullkomlega samþætt við lausnina.
Þjónustan er afar skalanleg eftir þörfum fyrirtækja, allt frá einu skiptiborði upp í fleiri svarraðir (e. queues).
Umhverfið er auðvelt í uppsetningu yfir fjartengingu og enginn hugbúnaður er settur upp á tölvur eða þjóna viðskiptavina.
Flæði símtala, opnunartímar, talskilaboð og svarraðir má stillta með auðveldum hætti í grafísku viðmóti. Svarraðir eru skilgreindar í teymum (Teams) í Teams.
Starfsfólk símavers skráir sig auðveldlega í eða úr svarröð. Kerfið safnar ítarlegum gögnum og birtir tölfræði yfir símsvörun, allt stillanlegt í PowerBI.
Unnt er að tengjast helstu CRM kerfum.
Þjónustuvershugbúnaðurinn tengist Teams símkerfi, upplýsingum í Active directory, skýrslugerðartólum í O365 (PowerBI) og helstu CRM kerfum gegnum Microsoft Power Automate.
Teams símkerfi
Helstu kostir þess að hafa símkerfið í Teams
- Símtöl beint úr Teams client í almenna símkerfið, bankann, farsíma o.s.frv.
- Öll almenn virkni í grunnuppsetningu Teams
- Uppfært miðlægt, ekkert viðhald
- Einföld og fljótleg uppsetning
- Enginn hug- eða vélbúnaður hjá fyrirtæki
- Lágmarks þjálfunartími þar sem starfsfólk er vant að nota Teams
- Rekstur alfarið í höndum fyrirtækis eða Origo ef óskað er
- Möguleiki á að bæta við þjónustuveri og skiptiborði
Virknin
Hvernig virkar Teams símkerfi?
Símkerfi Teams er nútímaleg lausn en með sömu virkni eins og í öðrum símkerfum, þar sem er hægt að stilla:
Opnunartíma
Talskilaboð
Hringihópa
Talhólf
Eltihópa (e. hunt groups)
Velja úr vallistum
Teymið okkar er í góðum höndum með Teams að vopni
Starfsmenn Booking Factory hafa ólík hlutverk og hægt að hugsa um hvern starfsmann sem sér deild. Við höfðum notað alls konar forrit til að stýra símtölum til réttra starfsmanna/deilda hverju sinni en lokasvarið var alltaf Teams-símalausnin. Einfaldleikinn og notagildið ræður þar för en við fáum ekki mörg símtöl á dag og því var mikilvægt að lausnin væri ekki í flókin í notkun heldur einföld og hlutverkamiðuð. Við á þjónustuborðinu tökum á móti símtölunum og getum á augabragði séð hvort starfsmaðurinn sem þarf að ná í sé laus eða ekki og við getum jafnvel lokað á að þeir séu truflaðir ef þeir hafa ekki merkt sig þannig. Það hefur verið frábært að vinna með Origo að innleiðingunni allt frá byrjun til enda og var stuðningur í gegnum allt ferlið ómetanlegur.