Straumurinn X-Road

Straumurinn er íslenska útgáfan og uppsetning á tækninni X-Road sem gerir upplýsingakerfum kleift að skiptast á gögnum á öruggan og traustan hátt. Origo hefur komið að uppsetningu á X-Road þjónum hjá fjölmörgum stofnunum í samstarfi við Stafrænt Ísland. Einnig býður Origo hýsingu og rekstur á X-Road öryggisþjónum í áskrift gegn föstu mánaðargjaldi.

X-road logo

Hýsing og rekstur

X-Road öryggisþjónar

Origo býður hýsingu og rekstur á X-Road öryggisþjónum í áskrift gegn föstu mánaðargjaldi, þar sem viðskiptavinur velur á milli samhýsts eða sérhýsts umhverfis.

Samhýst X-Road umhverfi á Íslandi

  • Aðgengi að umhverfi sem er speglað milli tveggja tölvusala

  • Eftirlit með álagi og uppitíma

  • Viðgerðir á vandamálum sem koma upp í X-Road þjónustunni

Sérhýst X-Road umhverfi

  • Hönnun á sér X-Road öryggisumhverfi fyrir viðskiptavini

  • Val á milli skýjaumhverfis (t.d. Azure, AWS, Origo skýið) en Origo er með tengingar við allar helstu skýjalausnir

  • Eftirlit með álagi og uppitíma

  • Viðgerðir á vandamálum sem koma upp í X-Road þjónustunni

X-Road öryggisþjónar

Hvað er innifalið?

Tæknin

Byggir á container tækni (Kubernets) og er því hægt að færa umhverfið í öll helstu skýjaumhverfi

Kubernets

Staðsetning

Staðsett í tveimur aðskildum gagnaverum á Íslandi sem býður upp á græna og endurnýjanlega orku

Maður stendur inn í hýsingasal og vinnur í tölvunni

Eftirlit

Vöktun, viðbragð og uppfærsla umhverfis innifaldar

Zoomað inn á tölvuskjá þar sem sést kóði

Tengingar

Tengingar við þjónustu ríkisins samskonar og í öðrum skýjaumhverfum

Ský á bláum himni

X-Road öryggisþjónar

Öryggið í fyrirrúmi

  • Innbrotavarnir á neti
  • Vef eldveggir
  • DDOS varnir á öllum þjónustum Origo
  • Eftirlit með þekktum göllum í hugbúnaði X-Road
  • Uppfærslur samkvæmt ströngu breytingaferli Origo
  • Valkvæmar VPN- og nettengingar
  • Dulkóðun á tengingum allra viðskiptavina
  • Áralöng reynsla Origo af rekstri lausna í sínu eigin umhverfi og skýjaumhverfum
  • ISO 27001 vottun sem nær yfir alla starfsemi Origo

Hlutverk

Hlutverk Straumsins

Stofnanir og notendur

Stofnanir og notendur geta tryggt öruggt og einfalt aðgengi að gagnaskrám sem þær bera ábyrgð á svo þær nýtist sem best við í þjónustu við stofnanir, almenning og fyrirtæki.

Öryggisstjórar eða persónuverndarfulltrúar

Öryggisstjórar eða persónuverndarfulltrúar hafa betri yfirsýn yfir það hvernig gögn stofnunarinnar eru notuð og tryggð svo að áhætta upplýsingaöryggis sé lágmörkuð.

Verkefnastjórar og forritarar

Verkefnastjórar og forritarar hafa auðvelt aðgengi að gagnaskrám annarra stofnana svo að gerð nýrra afurða gangi vel fyrir sig og tímarammar verkefnis haldist.

Upplýsingatæknistjórar

Upplýsingatæknistjórar hafa aðgang að staðlaðri, opinni og hagstæðari kerfislausn sem skilar sér í hraðari þróun og stöðugum rekstri.

Kerfisstjórar

Kerfisstjórar hafa aðgang að mikilli og góðri skjölun ásamt tryggu baklandi kerfisins sem leiðir til einfaldari reksturs og hærri uppitíma.

Almenningur, stofnanir og fyrirtæki

Almenningur, stofnanir og fyrirtæki hafa aðgang að snurðulausri þjónustu ríkisins sem byggir á öllum nauðsynlegum gögnum beint frá ábyrgðaraðilum þeirra án þess að þurfa að sækja viðkomandi heim.

Öryggi í samskiptum

  • Öll samskipti í Straumnum eru dulkóðuð en með því er tryggt að enginn geti nýtt sér þau gögn sem send eru á milli öryggisþjóna nema þeim sem er ætlað að fá gögnin.

  • Straumurinn býður upp á leiðir til að hámarka uppitíma, t.d. með tvöföldun þjóna, sem tryggir það að þjónustan er ávallt aðgengileg.

  • Gagnaflutningur er milliliðalaus og liggur ljóst fyrir að aðilar sem skiptast á gögnum séu þeir sem þeir segjast vera. Rétt gögn eru aðgengileg beint frá ábyrgðaraðila eða eiganda gagnanna.

  • Straumurinn geymir engin gögn heldur flytur þau eingöngu á milli aðila.

  • Í Straumnum er alltaf ljóst hver nýtti sér hvaða þjónustu og hvenær með tímastimpli frá TSA.

  • Ábyrgðaraðilar þjónustu eða gagna hafa fulla stjórn á því hver hefur aðgang að þjónustunni eða gögnunum. Aðgangsstýring er ekki framseld til annarra aðila.

Stafrænt Ísland

Hvernig geta stofnanir skiptst á mikilvægum gögnum á öruggan hátt?

Kynning á Straumnum/X-Road fyrir sveitarfélög og stofnanir

0:00

0:00

Kona að störfum

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf