Sérhæfðar kælilausnir

Origo hefur í áratugi sinnt ráðgjöf, sölu og þjónustu við tölvu- og tækniumhverfi ásamt helstu innviði gagnavera. Orkunýtni og sjálfbærni spila lykilatriði í vöruframboði okkar sem er tryggt með samstarfsaðilum sem hver um sig er leiðandi á sínu sviði.

Schneider logo
motivair logo
Sérhæfðar kælilausnir
Sérhæfðar kælilausnir
ThermoKey logo
Kælilausnir frá Thermokey

Við erum sérfræðingar í kælilausnum

Þú getur treyst á sérfræðiþekkingu okkar, bæði þegar kemur að ráðgjöf við val á kælibúnaði fyrir tölvu- og tækniumhverfi og nútíma gagnaver. Með ástríðu okkar fyrir sjálfbærari framtíð hefur Origo, í samstarfi við Schneider, motivair, Uniflair og ThermoKEY, hannað og þjónustað lausnir sem eru sérsniðnar að íslenskum markaði, hvort sem um er að ræða loftkælingu eða vökvakælilausnir.

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af háþróuðum kælilausnum sem tryggja áreiðanlega hitastjórnun og hámarksafköst fyrir gagnaver, tölvuumhverfi og tæknirými. Lausnir okkar eru hannaðar til að mæta kröfum um mikla afkastagetu og orkunýtni.

myndskreyting

Við styðjum orkunýtni og sjálfbærni

Vökvakæling

Vökvakæling er ein af skilvirkustu aðferðum til að stjórna hitastigi í háþéttum gagnaverum og ut umhverfum og breytir í raun leiknum þar sem ávinningurinn getur verið óumdeilanlegur; mikill sparnaður í losun gróðurhúsalofttegunda og umtalsverð lækkun rekstrarkostnaðar. Við bjóðum upp á nokkrar tegundir af vökvakælingu sem styðja mismunandi tæknilegar útfærslur:

  • Kæling beint á flögu (direct-to-chip) þar sem kælingin er beintengd við örgjörva og GPU-flögur með köldum plötum sem draga hitann beint frá íhlutunum. Þetta tryggir hámarks hitaflutning og lágmarkar hitastigið á mikilvægustu svæðum flögunnar

  • Kæling með dýfingu (immersion) þar sem heilum netþjónum er sökkt í óleiðandi vökva sem dregur hitann frá íhlutunum. Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir mjög afkastamikil kerfi þar sem hitaframleiðsla er mikil.

Mynd af fossi og hestum

Gagnaver eru hjarta hinnar stafrænnu umbreytingar

Orkunýtni og umhverfisvæn kæling

Við leggjum mikla áherslu á orkunýtni og umhverfisvænar lausnir fyrir okkar viðskiptavini þar sem sérstök áhersla er á:

  • Endurnýting hita: Vökvakælingarkerfi okkar geta nýtt hitann sem er dreginn frá íhlutunum til að hita upp önnur svæði í byggingunni eða til annarra nota, sem eykur heildarorkunýtni

  • Lágmarks orkunotkun: Með því að nota vökvakælingu er hægt að draga úr þörfinni fyrir háafls viftur, sem minnkar orkunotkun og gerir gagnaverið hljóðlátara og skilvirkara

Þessar háþróuðu kælilausnir tryggja að gagnaver, tæknisalir og UT umhverfi starfi á hámarksafköstum með lágmarks orkunotkun og umhverfisáhrifum og verða þannig tilbúin fyrir þá byltingu sem gervigreindin hefur í för með sér. Við erum stolt af því að bjóða upp á lausnir sem ekki aðeins mæta núverandi þörfum heldur eru einnig tilbúnar fyrir framtíðaráskoranir.

myndskreyting

Við styðjum orkunýtni og sjálfbærni

Loftkæling

Við bjóðum einnig upp á háþróaðar loftkælingarlausnir sem eru hannaðar til að hámarka loftflæði og kælingu í gagnaverum:

  • Afturhurðarkæling (Rear-Door Heat Exchange): Þessi tækni notar hitaskipti sem eru festir við afturhurð netþjónaskápa til að draga hitann úr loftinu áður en það fer aftur inn í tækjasalinn/gagnaverið.

  • Kæling í röðum (In-Row Cooling): Kælieiningar eru staðsettar beint á milli netþjónaraða til að tryggja jafna dreifingu kælds lofts og hámarka hitastjórnun.

Maður í fjallgöngu með skýjaútsýni

Gagnaver eru hjarta hinnar stafrænnu umbreytingar

Við styðjum orkunýtni og sjálfbærni

Ísland gegnir mikilvægu hlutverki í gagnaversiðnaðinum og í raun nútímasamfélagi með ákjósanlegri staðsetningu fyrir gagnaver.

Gagnaver eru nú jafn mikilvæg fyrir alla innviði samfélags og t.d. vegir og flugvellir.

Með áframhaldandi grænni og stafrænni umbreytingu mun þörfin fyrir gagnaver halda áfram að aukast.

Þannig er sjálfbærni upplýsingatækniinnviðanna sjálfra jafn mikilvæg og ávinningurinn sem tæknin getur haft á daglegt líf okkar.

Jörðin

Fréttir og blogg

Þú gætir einnig haft áhuga á

Kona vinnur í tölvu

Tökum spjallið

Sérfræðingar okkar veita þér ráðgjöf