Vertu í öruggu tækniumhverfi

Við erum sérfræðingar í öruggu upplýsingatækniumhverfi og bjóðum fjölbreyttar öryggislausnir. Við setjum saman skýra áætlun um hvernig skuli verjast vaxandi ógnum og bregðast við veikleikum í þínum kerfum.

Hjálmur

Traustir samstarfsaðilar

IBM
Cloudflare
Microsoft
Thales Group logo
Predatar  logo
Syndis logo

Öryggisþjónusta

Leyfðu okkur að hjálpa þér að komast á öruggari stað

Origo styður þig alla leið á meðan þú einbeitir þér að þinni kjarnastarfsemi. Við getum séð um:

  • Varnir gegn árásum

  • Vöktun allrar virkni í tölvukerfum þínum allan 24/7/365

  • Frávik greind með aðstoð gervigreindar

  • Viðbrögð við atvikum

Fáðu ráðgjafa frá okkur í heimsókn, við metum stöðuna og ákveðum næstu skref í áttina að öruggari framtíð.

Fólk á fundiFólk á fundi

Afritunarþjónusta

Örugg afritun og áreiðanleg endurheimt gagna

Afritunarþjónusta Origo tryggir að fyrirtæki geti verið fljót að endurheimta gögn og kerfi og koma starfsemi sinni aftur í eðlilegt horf eftir netárás. Þjónusta okkar byggir á samstarfi við helstu leiðandi fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í afritun gagna og sérfræðingum okkar sem hafa áratuga reynslu af upplýsingatækni.

Manneskja skrifar á lyklaborðManneskja skrifar á lyklaborð

Ráðgjöf

Bóka kynningu hjá sérfræðingi

Bókaðu kynningu hjá öryggissérfræðingi okkar, án nokkurra skuldbindinga

Björn Gestsson

Öryggi

NIS2 og DORA

NIS2 og DORA gera kröfur til fyrirtækja í tilteknum geirum um að tryggja net- og rekstraröryggi. Markmið þeirra er að efla seiglu og viðbragðsgetu samfélagsins gegn netógnum og truflunum í stafrænu umhverfi.

NIS2 tilskipunin kveður á um ábyrgð stjórnenda, stefnumótun í öryggismálum, áhættumat og viðbragðsáætlanir. DORA reglugerðin leggur áherslu á stafræna seiglu fjármálageirans, meðal annars með kröfum um prófanir á upplýsingakerfum og aukið eftirlit með upplýsingatækniþjónustu frá þriðju aðilum.

Báðar reglugerðirnar eru þegar farnar að hafa áhrif á íslensk fyrirtæki, sem þurfa að bregðast við með skipulögðum hætti.

myndskreyting

Öryggisþjónusta

Eftirlit og greining

Origo í samstarfi við AFTRA gerir viðskiptavinum sínum kleift að meta og bæta stafræna öryggisstöðu sína. Þjónustan byggir á sjálfvirkri skönnun, eftirliti og stöðugri greiningu á veikleikum þar sem Origo veitir heildstæða ráðgjöf svo viðskiptavinir geta tekið upplýstar ákvarðanir um varnir.

Starfsfólk OrigoStarfsfólk Origo

Öryggisþjónusta

ArmorText – Örugg samskipti þegar mest reynir á 

Örugg samskiptalausn fyrir viðbragðsáætlanir og netöryggi. ArmorText hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að viðhalda traustum samskiptum þegar hefðbundin kerfi bregðast vegna netárása eða annarra truflana. Lausnin er: 

  •  Sjálfstæð – óháð öðrum innviðum og kerfum viðskiptavina 

  •  Örugg – dulkóðun og full stjórn á notendum og reglum 

  •  Samhæfð – virkar með þeim kerfum sem þú notar í dag 

  •  Einföld í uppsetningu – tilbúin til notkunar á innan við einni klukkustund 

MyndskreytingMyndskreyting

Öryggisþjónusta

Víðtæk þjónusta sniðin að þínum þörfum

    Ráðgjöf

    Fá ráðgjöf