IBM

IBM FlashSystem 5300 - Prófaðu frítt í 2 vikur

Aðgangur að gögnum skiptir sköpum fyrir reksturinn. Niðritími þýðir yfirleitt truflun á rekstri, fjárhagslegt tap og slæmt orðspor. Með IBM Flashsystem 5300 og Spectrum Virtualize hugbúnaði er mögulegt að ná 99,9999% uppitíma. Stýrieiningar eru aðeins 1U af stærð með tvöfaldan búnað og öflugan stýrihugbúnað sem leyfir viðhald án niðritíma og IBM Storage Insights fylgist með búnaðnum og sendir boð til þjónustudeilda IBM ef eitthvað óeðlilegt er við uppsetninguna eða búnaðinn.

Brand myndefni

Sérsniðnar heildarlausnir

Heildarlausn með IBM FlashSystem 5300

Heildarlausn með IBM FlashSystem 5300

Verðdæmi fyrir tilboð 1

Uppgötvar netárás á innan við mínútu

„In-line Threat Detection“ með FCM4

Með IBM FlashSystem 5300 voru kynntir nýjir Flash Core Module diskar eða FCM4 sem eru hver um sig með örgjörva sem sjá um þjöppun gagna, dulkóðun og nú til viðbótar „in-line threat detection“, þ.e. hver skrift út á disk er skoðum með tilliti til gagnaárásar.  Gervigreind er nýtt til að fylgjast með skrift á diska og upplýsingar (meta data) eru sendar í Storage Insights skýið hjá IBM sem greinir gögn nánar og sendir aðvörun til viðskiptavinar innan við mínútu frá því að óeðlileg hegðun er greind. Hér er 3ja mínútna myndskeið sem sýnir FlashSystem og "in-line threat detection" í virkni.

IBM FlashSystem 5300

Skrifvarin skyndiafrit

IBM Safeguarded Copy

Í stafrænum heimi nútímans er verndun á mikilvægum gögnum fyrirtækisins gegn ógnunum eins og gagnagíslatöku, eyðingu eða spillingu gagna afar mikilvæg. IBM Safeguarded Copy sem fylgir með IBM FlashSystems, býður upp á öfluga lausn sem býr til skrifvarin skyndiafrit sem ekki er hægt að breyta eða eyða. Þetta tryggir að þú hafir öruggt, sannprófað afrit sem hægt er að endurheimta fljótt í tilfelli hamfara, lágmarka niðritíma og tryggja uppitíma rekstursins. Með því að nýta háþróaða tækni IBM, samlagast Safeguarded Copy áreynslulaust inn í núverandi innviði og veitir aukalag af vörn og hugarró.

IBM safeguarded copy

Helstu kostir

Lausnin hefur fjölmarga kosti og er notuð af fjölmörgum fyrirtækjum um allan heim til að bæta afköst og skilvirkni í geymslu gagna sem dæmi fyrir SAP, Oracle, MS SQL og aðra gagnagrunna, sýndarumhverfi og afritunarumhverfi. 

Mjög gott verð

50% afkastaaukning

Greinir gagnaárás á innan við mínútu

Tekur lítið pláss í rekka

Hraðvirkir diskar

Sérstaklega sparneytin og vistvæn

"On-drive" þjöppun og dulkóðun sem hefur ekki áhrif á afköst stýrieininganna

Þjónusta við búnað

Prufuáskrift

Prófaðu frítt í tvær vikur

Origo býður viðskiptavinum að prófa IBM FlashSystem 5300 í umhverfi sínu í 2 vikur (aðeins er greitt fyrir uppsetningu á gagnageymslunni). Gerð verður áætlun um tíma og markmið prófunar með mælanlegum gildum til þess að meta árangur prófunar. Ef að viðskiptavinur ákveður kaup á IBM FlashSystem eftir prófun þá verður ný diskastæða sett upp hjá viðskiptavini án endurgjalds.

Hvað gerir FlashSystem 5300 fyrir þinn rekstur?

Frábært verð og allt að 50% afkastaaukning!

IBM FlashSystem 5300 tekur við af FlashSystem 5200 og er á mjög samkeppnishæfu verði, og með allt að 50% afkastaaukningu! IBM FlashSystem 5300 kemur með 12-core Ice Lake örgjörvum í stýrieingum, öflugum IBM NVMe og stýringum og PCIe 4 gagnabrautum fyrir Flash Core Module (FCM4), Storage Class Memory diska og NVMe SSD diska. Hægt er að koma fyrir allt 1.8PB af gögnum í 1U einingu, með minna en ~50 µs svartíma og er stæðan stækkanleg með viðbótar diskaskúffum (12, 24 eða 92ja diska einingar). Einfalt er að setja upp speglun milli gagnastæða með „Policy based replication“ eða klasa saman fleiri gagnstæður með „Flash grid architecture“ (sjá neðar) eða stetja 2 stk. gagnastæður í „Policy based HA“ klasa og jafnvel speglun á þá þriðju.

„FlashSystem policy-based replication“ – setur sjálfvirkt upp speglun á gögnum milli diskastæða samkvæmt reglum (policy) sem einafaldar notendum uppsetningu á varakerfi eða kerfi með kröfur um háan uppitíma (disaster recovery or HA purposes).

„IBM FlashGrid technology“ og „policy-based High Availability“ nýjungar – þessi tækni gerir viðskiptavinum kleift að setja saman í net (grid) IBM FlashSystem stæður af ólíkri gerð og færa verkefni milli gagnastæða án niðritíma og stjórna þannig álagi kerfa fyrirtækisins frá einu stjórnviðmóti. IBM Storage Insights getur komið með tillögur um hvaða verkefni ætti að færa og á hvaða diskastæðu í „Flash grid“ til þess að jafna álag kerfa.

Eiginleikar

Tvöfalt kerfi með mikil afköst

Hröð gagnavinnsla og lágmarks biðtími, sem gerir það að verkum að kerfið hentar vel fyrir krefjandi vinnuálag.12 NVMe Flash diskar með háan uppitíma sem tekur aðeins 1U í rekka, með tvöfaldar stýringar, aflgjafa og viftur.

Skalanlegt kerfi fyrir fyrirtæki af öllum stærðum

Snjöll, skalanleg lausn sem er auðveld í stjórnun, gerir fyrirtækjum kleift að yfirstíga geymsluáskoranir eftir því sem þau vaxa. Kerfið er hannað til að stækka og aðlagast breyttum þörfum fyrirtækja, sem gerir það auðvelt að bæta við eða breyta geymslugetu eftir þörfum.

Hagkvæm lausn

Frá 4.8TB til 38.4TB geymslurými per flash disk á viðráðanlegu verði sem innifelur þjöppun, dulkóðun og gervigreind sem greinir afköst og gagnárásir.

Sveigjanleg lausn

Einfalt að flytja gögn á milli ólíkra kerfa og Flash Core Module diskar sjá um sjálfvirkt um dulkóðun og þjöppun gagna án áhrifa á afköst gagnastæðunnar.

Tilbúin til tengingar við skýjaþjónustur

Þú getur fengið samræmda gagnastjórnun fyrir gagnastæður og gögn sem geymd eru í skýjaþjónustum, fært gögn og forrit til og frá skýjaþjónustum, komið í framkvæmd nýjum aðferðum í þróun og innleiðingu kerfa, nýtt almenn gagnaský fyrir varakerfi eða neyðarþjónustu í stað fjárfestinga í tölvusal og varið þig gegn tölvuþrjótum með með skyndiafriti yfir í ský („air gap cloud snapshot“).

Kjarni netöryggis

Nýja tæknin, sem knúin er af FlashCore Module 4 (FCM4), er hönnuð til að fylgjast stöðugt með tölfræði sem safnað er frá hverju einasta I/O með því að nota gervigreind til að greina frávik eins og gagnaárás á innan við einni mínútu.

Hvað gerir „Flash Grid architecture“ og „policy-based HA“ fyrir þig ?

IBM FlashSystem býður þegar upp á „ policy-based replication“ sem er háafkasta lausn fyrir hamfaraendurheimt (DR), sem einfaldar uppsetningu og viðhald á speglun gagna milli gagnstæða.

Aukin afköst

Nú hefur IBM bætt við „policy-based HA“ sem er mun afkastameiri en fyrri aðferðir og gerir kleift að skilgreina speglun gagna á varakerfi sem tekur sjálfvirkt við ef frávik verður í rekstri. Með þessari nýju aðferð eru skilgreindar gagnasneiðar (storage partitions eða Logical Volume) sem eru síðan tengdar við HA policy og þær gagnasneiðar síðan sjálfvirkt settar upp og speglaðar yfir á varakerfið. Önnur Logical Volume má skilgreina á hvorri gagnastæðu fyrir sig sem ekki eru spegluð og ekki hluti af HA policy og eru þannig „local“ gagnasneiðar á hvorri gagnstæðu fyrir sig. Ef að varakerfið tekur yfir policy-based HA Logical Volume þá hefur það engin áhrif á „local“ gagnasneiðar og þær halda áfram að vera aðgengilegar. Seinna á þessu ári bætir IBM við möguleikanum á að einfalda uppsetningu og eftirlit á speglun yfir á þriðju gagnastæðu (Three-site replication).

Einfaldari uppsetning og rekstur

Með því að endurskrifa eldri kerfi fyrir speglun (Global Mirror og HyperSwap) hefur IBM tekist að hanna kerfi sem er mun einfaldara í uppsetningu og rekstri og IBM segir að afköst hafi fjórfaldast mv. eldri útfærslur (32.5k miðað við 2.5k fyrir Global Mirror og 2k fyrir HyperSwap) og getur nú speglað allt að 4PB per I/O grúppu.

Flash Grid er ný tækni frá IBM sem gerir notendum kleift að tengja saman IBM FlashSystem af ólíkri gerð og dreifa álagi á milli kerfa. Frá sjónarhóli hugbúnaðarkerfanna og með notkun gagnasneiða (storage partitions) geta kerfisstjórar á einfaldan máta bætt við HA og/eða DR speglun fyrir hugbúnaðarkerfi handvirkt eða sjálfvirkt án niðritíma. Eins verður einfalt að flytja kerfi á milli gagnastæða og Storage Insights fylgist með afköstum kerfa og getur komið með tillögu af færslu kerfa á milli gagnastæða til að hámarka afköst í Flash Grid uppsetningunni.

Diskaskúffur fyrir FlashSystem 5300

Mögulegt er að bæta við IBM FlashSystem 5300 þremur mismunandi gerðir af diskaskúffum, IBM 4662 model 12G, 24G og 92G.  Hámarks diskarýmd með auka diskaskúffum eru 32PB.

  • IBM FlashSystem 5300 LFF diskaskúffa model 12G, styður allt að 12 stk. 3.5” NL-SAS og SAS diska. Allt að 240 drif í 20 stk. 12G SAS diskaskúffum. Model 12G tekur 2U í rekka.

  • IBM FlashSystem 5300 SFF diskaskúffa model 24G, styður allt að 24 stk 2.5” SAS eða SSD diska. Allt að 480 drif í 20 stk. 24G SAS diskaskúffum. Model 24G tekur 2U í rekka.

  • IBM FlashSystem 5300 LFF diskaskúffa model 92G styður allt að 92 stk. 3.5” (og 2.5” diska í 3.5“ sleða) NL-SAS, SAS og SSD diska. Allt að 784 diska í 8 stk. 92G SAS diskaskúffum. Model 92G tekur 5U í rekka.

Tæknilegar upplýsingar

Hámarks bandvídd (reads): 28.6 GB per sekúndu
Svartími (reads): <50 microseconds
Hámarks gagnamagn í controller (fyrir utan rýmd í diskaskúffum) : 1.8 PBe (1U enclosure)
Örgjörvi/PCIe gagnabraut: Intel Ice Lake, Gen 4 PCIs
Hámarksfjöldi tenginga: 16
FlashCore module stærðir: 4.8, 9.6, 19.2 og 38.4 TB
Dæmi um notkun FlashSystem:

  • SAP

  • Oracle

  • Sýndarumhverfi fyrir Netþjóna og útstöðvar

  • Gagnagrunnar fyrirtækja

  • Gámatækni/Containers

Hraðvirk, snjöll og hagvæm lausn með vörn gegn netárásum

Nýttu tækifærið og fjárfestu í snilldar gagnastæðulausn með innbyggðum hugbúnaði fyrir speglun og ver fyrirtæki þitt geng gagnagíslatöku með því að greina gagnaárás á innan við mínútu. Gagnastæðan tekur aðeins 1U í rekka með hraðvirkum diskum, sparneytin og vistvæn með „on-drive“ þjöppunn og dulkóðun sem hefur ekki áhrif á afköst stýrieininganna. Reynsla kúnna hérlendis og erlendis hefur sýnt að FlashSystem 5300 með Flash Core Diskum er framúrskarandi lausn fyrir t.d. gagnagrunnsvinnslur (Oracle, MSSQL, db2, postgres ofl.), eða eins og heyrst hefur frá gagnagrunnssérfræðingum hérlendis, „það er bara eins og að lesa beint úr minni fyrir Oracle gagnagrunninn“ eða „ég hef aldrei áður séð jafn mikil afköst með Postgres“ þegar gögn eru lesin af FlashSystem 5300.

IBM Gold Business Partner

Origo er eini þjónustu- og söluaðili IBM á Íslandi, með IBM Gold Partner stöðu. Origo selur bæði gagnageymslur, afritunarbúnað, SAN svissa, netþjóna og stórtölvur frá IBM.

Kona situr við borðstofuborð með kaffibolla og vinnur í fartölvunni
IBM Gold partner logo
Fundur

Tilboð

Óska eftir tilboði

Fylltu út formið og IBM sérfræðingar okkar senda þér tilboð.