Stjórn og stjórnarhættir
Stjórnarhættir
Stjórn félagsins fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, OMX Kauphöll Íslands og Samtökum atvinnulífsins, nýjasta útgáfan dagsett í júní 2015.
Markmið leiðbeininganna eru m.a. að:
Stuðla að góðum stjórnarháttum fyrirtækja á Íslandi.
Auðvelda stjórnarmönnum og stjórnendum fyrirtækja að rækja skyldur sínar og auðvelda þeim þannig að stuðla að vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja, sem þeim er trúað fyrir að stjórna.
Auka traust á fyrirtækjum og atvinnurekstri almennt.
Efla traust milli fjárfesta og stjórnenda.
Auka samkeppnishæfni íslensks viðskiptalífs með því að færa stjórnarhætti íslenskra fyrirtækja í stórum dráttum til sama horfs og í nágrannalöndum okkar.
Auðvelda fjárfestum að gera sér grein fyrir þeim stjórnar-háttum sem tíðkast hérlendis þegar þeir meta fjárfestingarkosti sína.
Auðvelda aðgang innlendra fyrirtækja að fjármagni hérlendis og erlendis.