Stjórn Origo

Stjórn Origo hf. samanstendur af fimm stjórnarmönnum sem kjörnir eru árlega á hluthafafundi. Í stjórn sitja þrír karlar og tvær konur og uppfyllir félagið því ákvæði laga um hlutafélög um kynjahlutföll stjórnar sem tóku gildi 1. september 2013. Bakgrunnur stjórnarmanna er margvíslegur og eru stjórnarmenn með fjölbreytta menntun, m.a. í viðskiptafræði, verkfræði og tölvunarfræði. Að auki hafa stjórnarmenn víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.

Maður í svörtum jakkafötum og hvítri skyrtu

Stjórn Origo

Ari Daníelsson

Formaður stjórnar frá mars 2023. Stjórnarmaður frá 2022.

Ari er framkvæmdastjóri og stjórnarmaður hjá Reviva Capital S.A. í Lúxemborg, sem er sérhæft eignastýringarfyrirtæki með starfssemi í sex löndum. Ari hefur gegnt fjölmörgum stjórnarstörfum í fyrirtækjum á fjármálamarkaði, í greiðslumiðlun og í upplýsingatækni á Íslandi og erlendis á undanförnum 20 árum.

Ari Daníelsson er tölvunarfræðingur og með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess að hafa lokið viðbótarnámi í stjórnarháttum alþjóðlegra fyrirtækja (IDP) frá INSEAD viðskiptaháskólanum í Frakklandi.

Árni Jón Pálsson, stjórnarmaður Origo

Árni Jón Pálsson

Varaformaður stjórnar frá mars 2023.

Árni hefur starfað í tíu ár á fjármálamarkaði og vann m.a. í fyrirtækjaráðgjöf Icora Partners, þar sem hann vann að verkefnum á sviði fjármögnunar, endurskipulagningar og kaupum og sölu fyrirtækja. Árni hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum, þar á meðal hjá Heimavöllum og sem stjórnarformaður Borgarplasts og Málmsteypu Þorgríms Jónssonar. Áður starfaði hann hjá Arctica Finance og þar á undan hjá Landsbankanum.

Árni er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hjalti Þórarinsson

Stjórnarmaður frá mars 2017. Formaður stjórnar frá mars 2020-2023.

Hjalti er framkvæmdastjóri hjá Marel og leiðir 230 starfsmanna hugbúnaðardeild. Hjalti átti þátt í stofnun hugbúnaðarhússins Dímon árið 1998. Hjalti starfaði í höfuðstöðvum Microsoft í 11 ár og leiddi þar viðskiptaþróun fyrir gervigreind.

Hjalti stundaði nám í rafmagns- og tölvuverkfræði í HÍ 1995-1998 og lauk MBA námi frá MIT í Bandaríkjunum.

Auður Björk Guðmundsdóttir

Stjórnarmaður frá mars 2021

Auður Björk er rekstrarstjóri hjá fjárfestingafélaginu InfoCapital ehf. Áður var hún framkvæmdastjóri hjá fjártæknifélaginu Two Birds og Aurbjörgu frá 2018-2021 og framkvæmdastjóri hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. frá 2005 til 2018. Auður Björk hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum, stjórnun og stefnumótun og setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja.

Auður Björk er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá University of South Alabama, AMP gráðu frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

Baddý Sonja Breidert, stjórnarkona Origo

Bjarney Sonja Breidert

Stjórnarmaður frá mars 2023

Bjarney er einn stofnenda og eigenda 1xINTERNET, einni stærstu Drupal vefstofu í Evrópu en hún er einnig formaður stjórnar alþjóðlegu Drupal samtakanna, The Drupal Association. Bjarney á sæti í stjórn þýskíslenska verslunarráðsins og var um árabil fjárfestingarráðgjafi fyrir Brú Venture Capital og Thule Investments.

Bjarney er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í Engineering Management frá Technical University í Vín.

Varamenn

Varamenn stjórnar

Varamenn í stjórn félagsins eru Sigurður Valtýsson og Rakel Guðmundsdóttir.

Stjórn og stjórnarhættir

Stjórnarhættir

Stjórn félagsins fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, OMX Kauphöll Íslands og Samtökum atvinnulífsins, nýjasta útgáfan dagsett 2. febrúar 2021.

Markmið leiðbeininganna eru m.a. að:

  • Stuðla að góðum stjórnarháttum fyrirtækja á Íslandi.

  • Auðvelda stjórnarmönnum og stjórnendum fyrirtækja að rækja skyldur sínar og auðvelda þeim þannig að stuðla að vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja, sem þeim er trúað fyrir að stjórna.

  • Auka traust á fyrirtækjum og atvinnurekstri almennt.

  • Efla traust milli fjárfesta og stjórnenda.

  • Auka samkeppnishæfni íslensks viðskiptalífs með því að færa stjórnarhætti íslenskra fyrirtækja í stórum dráttum til sama horfs og í nágrannalöndum okkar.

  • Auðvelda fjárfestum að gera sér grein fyrir þeim stjórnar-háttum sem tíðkast hérlendis þegar þeir meta fjárfestingarkosti sína.

  • Auðvelda aðgang innlendra fyrirtækja að fjármagni hérlendis og erlendis.

Origo

Stefnur, reglur og verklag

Kynntu þér þær stefnur, reglur og verklag sem Origo starfar eftir.

Origo starfsfólk