Með sjálfbærnistefnu sinni lýsir félagið yfir að það ætli á ábyrgan hátt að vinna að því að skilgreina og lágmarka neikvæð áhrif á samfélagið og auka þau jákvæðu.
Sjá nánar
Markmið Origo er að verða eftirsóknarverðasti vinnustaðurinn og laða þannig að fyrirtækinu hæfasta starfsfólkið til frambúðar. Origo hefur sett sér stefnu um fjarvinnu sem styður við þetta markmið.
Jafnréttis- og jafnlaunastefna þessi er sett á grundvelli laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Hjá Origo er lögð rík áhersla á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem félagið vinnur.
Stefnu þessari er ætlað að upplýsa notendur vefsíðna sem tilheyra Origo um hvaða vafrakökur við notum og í hvaða tilgangi.
Stefna Origo um starfskjör stjórnenda og starfsmanna hefur það að markmiði að laða að og halda í mjög hæft starfsfólk.
Origo vill efla vitund um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi og stuðla að bættri heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Við höfum sett okkur metnaðarfulla Heilsustefnu og erum með samstarfssamning við Heilsuvernd sem býður upp á trúnaðarlæknis-og velferðarþjónustu.
Það er stefna Origo að tryggja starfsfólki heilbrigt og öruggt starfsumhverfi og að uppræta einelti og kynferðislega áreitni í samfélaginu.
Siðareglur ná til allrar starfsemi Origo og gilda fyrir alla starfsmenn, verktaka og til stjórnar félagsins. Reglunum er ætlað að leiðbeina starfsfólki og stjórn við framkvæmd daglegra starfa með hagsmuni Origo að leiðarljósi.