Stjórn Origo
Hjalti Þórarinsson
Formaður stjórnar frá mars 2020. Vara- og stjórnarmaður frá 2017
Hjalti er framkvæmdastjóri hjá Marel og leiðir 230 starfsmanna hugbúnaðardeild. Hjalti átti þátt í stofnun hugbúnaðarhússins Dímon árið 1998. Hjalti starfaði í höfuðstöðvum Microsoft í 11 ár og leiddi þar viðskiptaþróun fyrir gervigreind.
Hjalti stundaði nám í rafmagns- og tölvuverkfræði í HÍ 1995-1998 og lauk MBA námi frá MIT í Bandaríkjunum.
Undirnefndir: Nefndarmaður í starfskjaranefnd og endurskoðunarnefnd.
Hildur Dungal
Varaformaður stjórnar frá mars 2022. Stjórnarmaður frá febrúar 2011
Hildur er lögfræðingur yfirstjórnar innviðaráðuneytisins en áður gegndi hún starfi forstjóra Útlendingastofnunar og starfaði um árabil hjá dómsmálaráðuneytinu. Hildur hefur setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja.
Hildur útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands.
Undirnefndir: Nefndarmaður í starfskjaranefnd og tilnefningarnefnd.
Auður Björk Guðmundsdóttir
Stjórnarmaður frá mars 2021
Auður Björk er rekstrarstjóri hjá fjárfestingafélaginu InfoCapital ehf. Áður var hún framkvæmdastjóri hjá fjártæknifélaginu Two Birds og Aurbjörgu frá 2018-2021 og framkvæmdastjóri hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. frá 2005 til 2018. Auður Björk hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum, stjórnun og stefnumótun og setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja.
Auður Björk er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá University of South Alabama, AMP gráðu frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Undirnefndir: Nefndarmaður í starfskjaranefnd.
Ari Daníelsson
Stjórnarmaður frá mars 2022
Ari er framkvæmdastjóri og stjórnarmaður hjá Reviva Capital S.A. í Lúxemborg, sem er sérhæft eignastýringarfyrirtæki með starfssemi í sex löndum. Ari hefur gegnt fjölmörgum stjórnarstörfum í fyrirtækjum á fjármálamarkaði, í greiðslumiðlun og í upplýsingatækni á Íslandi og erlendis á undanförnum 20 árum.
Ari Daníelsson er tölvunarfræðingur og með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess að hafa lokið viðbótarnámi í stjórnarháttum alþjóðlegra fyrirtækja (IDP) frá INSEAD viðskiptaháskólanum í Frakklandi.
Undirnefndir: Nefndarmaður í tækninefnd.
Ari Kristinn Jónsson
Stjórnarmaður frá mars 2022
Ari er forstjóri AwareGO en samhliða meginstörfum sínum síðustu 15 árin hefur Ari komið að ýmsum þáttum nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Íslandi, þ.m.t. með stjórnarsetu í hátæknisprotum, aðkomu að stuðningsumhverfi og þátttöku í stefnumótun stjórnvalda. Árið 2007 gekk Ari til liðs við Háskólann í Reykjavík og árið 2010 var hann skipaður rektor háskólans. Ari starfaði áður í 10 ár hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sem sérfræðingur og stjórnandi.
Ari Kristinn Jónsson lauk doktorsnámi í tölvunarfræði frá Stanford háskóla árið 1997, með áherslu á gervigreind.
Undirnefndir: Nefndarmaður í endurskoðunarnefnd og tækninefnd.
Stjórn og stjórnarhættir
Stjórnarhættir
Stjórn félagsins fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, OMX Kauphöll Íslands og Samtökum atvinnulífsins, nýjasta útgáfan dagsett 2. febrúar 2021.
Markmið leiðbeininganna eru m.a. að:
Stuðla að góðum stjórnarháttum fyrirtækja á Íslandi.
Auðvelda stjórnarmönnum og stjórnendum fyrirtækja að rækja skyldur sínar og auðvelda þeim þannig að stuðla að vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja, sem þeim er trúað fyrir að stjórna.
Auka traust á fyrirtækjum og atvinnurekstri almennt.
Efla traust milli fjárfesta og stjórnenda.
Auka samkeppnishæfni íslensks viðskiptalífs með því að færa stjórnarhætti íslenskra fyrirtækja í stórum dráttum til sama horfs og í nágrannalöndum okkar.
Auðvelda fjárfestum að gera sér grein fyrir þeim stjórnar-háttum sem tíðkast hérlendis þegar þeir meta fjárfestingarkosti sína.
Auðvelda aðgang innlendra fyrirtækja að fjármagni hérlendis og erlendis.
Nefndir og regluvörður
Starfskjaranefnd skipa: Hjalti Þórarinsson, Auður Björk Guðmundsdóttir og Hildur Dungal.
Tilnefningarnefnd skipa: Hanna María Jónsdóttir, Hildur Dungal og Hilmar Hjaltason.
Endurskoðunarnefnd skipa: Jón Gunnsteinn Hjálmarsson, Hjalti Þórarinsson og Ari Kristinn Jónsson.
Tækninefnd skipa: Ari Kristinn Jónsson, Ari Daníelsson og utanaðkomandi formaður.
Gunnar Petersen er Regluvörður og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson staðgengill regluvarðar.