Áskoranir gæðastjóra á tímum fjarvinnu

Hvernig hefur aukin heimavinna breytt vinnulagi í vottuðu umhverfi?

Geoff White
17/3/2021
Vefvarp Origo

Rannsóknablaðamaðurinn Geoff White rýnir inn í COVID breytta framtíð

Staðlar og lög á borð við ISO og GDPR hafa hjálpað fyrirtækjum og stofnunum tryggja öryggi upplýsinga og gæða með eftirliti og stöðugum umbótum.

Það hefur einnig skapað ákveðnar áskoranir, svo sem að tryggja skjalafestingu og hlítingu krafna. COVID-19 faraldurinn hefur skerpt á þessu því ófyrirséðar breytingar í vinnuumhverfinu, með mikilli aukningu í heimavinnu, hefur bæði kallað á aukningu í skýjaþjónustu en líka breytingum á verklagi.

Hvert mun breyttur heimur leiða okkur?

Nýjar lausnir, ný hugsun og ný vinnubrögð hafa litið dagsins ljós úr óreiðu heimsfaraldursins og munu án efa fylgja okkur áfram þegar honum lýkur. Allt lítur út fyrir aukna notkun skýjaþjónusta, snjalltækja eða AGILE eða LEAN vinnubragða sem munu skapa ný álitaefni og umræðu í heimi gæðastjórnunar. Rannsóknablaðamaðurinn og rithöfundurinn Geoff White, sem hefur sérhæft sig í tæknibreytingum á tímum COVID-19, mun í vefvarpinu ræða helstu áskoranir þeirra sem vinna að gæðamálum og hvert við munum stefna í þeim efnum.

segðu frá

Ítarefni

Ábendingar eru ókeypis ráðgjöf

Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um verndun uppljóstrara. Lögin vernda starfsfólk sem ljóstrar upp um lögbrot eða ámælisverða háttsemi. CCQ ábendingar geta hjálpað ykkur að taka á móti slíkum ábendingum, sem og öðrum. Í ábendingareiningunni er hægt að útbúa skráningareyðublöð fyrir hvers kyns tilkynningar - aðgangsstýra skráningunum, úthluta þeim beint til ábyrgðaraðila, senda inn nafnlausar skráningar og halda utan um alla úrvinnslu í kjölfar ábendinga.

myndskreyting

Nánar um fyrirlesturinn

Cloud Compliance & Quality

Geoff White

Geoff White

Rannsóknablaðamaður og rithöfundur

Rannsóknablaðamaðurinn og rithöfundurinn Geoff White leggur áherslu á tæknibreytingar í skrifum sínum.