Krafturinn í gagnadrifinni ákvarðanatöku
Nýsköpunarviðburður ársins hjá Origo. Fáðu ferskar og nýstárlegar hugmyndir um notkun gagna sem geta breytt leiknum og gefið þínu fyrirtæki forskot.

Endalaus uppspretta gagna og leiðir til að nýta þau
Nýsköpunarviðburður Origo 2024 verður haldinn á lokadegi „Innovation week“ sem 3.500 manns heimsækja og má með sanni segja að sé suðupottur nýsköpunar á Íslandi. Origo er einn af bakhjörlum vikunnar.
Endalaus uppspretta gagna og leiðir til að nýta þau er umfjöllunarefni þessa viðburðar og segja erindin frá verkefnum sem verið er að vinna með viðskiptavinum og ávinninginn af þeim. Þau gefa því ferskar hugmyndir um hvernig hægt er að ná betri árangri með snjöllum gagnadrifnum lausnum.
Komdu í Grósku og fáðu ferskar og gagnadrifnar hugmyndir í snörpum erindum fagfólks og heyrðu hvað Bergur Ebbi hefur að segja um gagnabyltinguna.
Innkaupagögn sem greina sóun
Rauntíma launaupplýsingar
Ari sem leitar á ofsa hraða í innri skjölum
Örugg gögn þau bjarga rekstri og starfsfólki
Morgunhressing kl. 10:45 en formleg dagskrá hefst kl. 11:00. Athugið öll erindin eru haldin á ensku. Fundarlok eru kl. 12:00.
Skráning á viðburðinn
Skráðu þig hér
Dagskrá full af ferskum gagnadrifnum hugmyndum
KL 10:45 -11:00
Hressing fyrir framan Fyrirlestrarsalinn
KL 11:00
The data revolution: Where are we now and where are we going?

Bergur Ebbi, fundarstjóri, rithöfundur og fyrirlesari
How "hidden" data is unlocked to decide the right compensation strategy Helping companies identify their waste in purchasing

Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo
Helping companies identify their waste in purchasing

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman Gæða- og innkaupalausna Origo
Talk to your data and unleash the knowledge within

Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DATALAB
Listen to what your data is telling you

Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson, forstöðumaður skýja- og netreksturs Origo
KL 12:00
Fundarlok
Fyrirlesarar
Reynslumikið fagfólk

Bergur Ebbi
Fundarstjóri, rithöfundur og fyrirlesari
Bergur Ebbi er rithöfundur og fyrirlesari sem mikið hefur fjallað um áhrifin sem tæknin hefur á sjálfsmynd okkar og hvernig best sé að takast á við breytingar.

Brynjólfur Borgar Jónsson
Stofnandi og framkvæmdastjóri DATALAB
Einn af okkar helstu frumkvöðlum og sérfræðingum í hagnýtingu gagna og nútíma gagnatækni þar sem gagnavísindi og gervigreind eru notuð til að bæta ákvarðanir, þjónustu og rekstur. Binni hefur ávallt frá einhverju spennandi að miðla.

Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Forstöðuman Gæða- og innkaupalausna Origo
Frumkvöðull í hjarta og sérfræðingur í vörustjórnun til margra ára. Kristín Hrefna hefur náð að sameina nýsköpunarkraftinn, stefnumótun og árangur í sínum störfum.
Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson
Forstöðumaður skýja- og netreksturs Origo
Hefur sérhæft sig í upplýsingatækni og stafrænum lausnum í meira en áratug og vann m.a. annars hjá Stafrænu Íslandi áður en hann tók við starfi sínu hjá Origo. Hann telur samheldin og afkastamikil teymi vera lykilatriðin í því að ná árangri og knýja fram nýsköpun.

Lóa Bára Magnúsdóttir
Markaðsstjóri Origo
Lóa er markaðsstjóri og leiðir nýsköpunarferli hjá Origo. Hún hefur ástríðu fyrir því að leysa vandamál með tækninni.