Verðmætin í gagnadrifinni ákvarðanatöku

Fáðu ferskar og nýstárlegar hugmyndir um notkun gagna sem geta breytt leiknum og aukið velgengni hjá þínu sveitafélagi.

Origo hringurinn fyrir ofan Esjuna
9/10/2024
14:00 - 16:00
Hvammur, 1. hæð, Grand Hótel Reykjavík

Endalaus uppspretta gagna og leiðir til að nýta þau

Sveitarfélagaviðburður Origo 2024 verður haldinn daginn fyrir Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en þar munu sérfræðingar segja frá snjöllum leiðum til þess að finna gögn og nýta þau til lægri rekstrarkostnaðar og betri innri og ytri þjónustu.

Komdu á Grand Hótel og fáðu ferskar og gagnadrifnar hugmyndir í snörpum erindum fagfólks og njóttu léttra veitinga meðal samstarfsmanna og starfsmanna annarra sveitarfélaga.

Við munum fjalla um:

  • Snjallar lausnir til að grípa innkaupagögn með rafrænum hætti og umbreyta þeim í verðmætar upplýsingar til að greina innkaup, sóun og kolefnisspor.

  • Hvernig Úrgangstorgið muni stórbæta yfirsýn á kostnað og árangur í úrgangsmeðhöndlun sveitarfélaga.

  • Ávinninginn af innleiðingu Kjarna mannauðs- og launakerfis.

  • Ávinninginn af gæðastjórnun fyrir rekstur sveitarfélaga, starfsmenn og íbúa.

  • Lausnina Ara sem margfaldar afköst sérfræðinga. Hann les og lærir á gögn sem starfsfólk reiðir sig á, svarar fyrirspurnum, reiknar og teiknar.

Skráning á viðburðinn

Skráðu þig hér

Dagskrá full af ferskum gagnadrifnum hugmyndum

KL 14:00

Opnunarhugvekja frá Ara Daníelssyni

Ari Daníelsson, forstjóri Orgio

Falin verðmæti liggja í rafrænum innkaupagögnum

Frá rafrænum reikningum yfir í verðmæt gögn

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman Gæða- og Innkaupalausna

Hvernig Úrgangstorgið muni stórbæta yfirsýn á kostnað og árangur í úrgangsmeðhöndlun sveitarfélaga.

Þórunn Arna Ómarsdóttir, gagnasérfræðingur hjá Origo

Ávinningurinn af innleiðingu Kjarna mannauðs- og launakerfis hjá sveitarfélögum.

Byggt á reynslu sveitafélaga

Halla Árnadóttir, forstöðumaður mannauðs- og launalausna Origo

Ávinningurinn af gæðastjórnun fyrir rekstur sveitarfélaga, starfsmenn og íbúa.

Ábendingar spara fjármuni og bæta innri og ytri þjónustu

Maria Hedman, vörustjóri CCQ

Ari er sannkallaður sérfræðingur í starfseminni

Hvernig ætla sveitarfélögin að hagnýta gögn og gervigreind til að bæta rekstur o... sjá meira

Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab

KL 15:30 -16:00

Léttar veitingar og spjall

Fyrirlesarar

Fagfólk sem brennur fyrir sínu fagi

Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Forstöðuman Gæða- og innkaupalausna Origo

Frumkvöðull í hjarta og sérfræðingur í vörustjórnun til margra ára. Kristín Hrefna hefur náð að sameina nýsköpunarkraftinn, stefnumótun og árangur í sínum störfum.

Þórunn Arna Ómarsdóttir

Gagnasérfræðingur hjá Origo

Gögn og úrvinnsla þeirra er það sem Þórunn brennur fyrir, en hún er með MS gráðu í gagnavísindum frá tækniháskólanum í Delft í Hollandi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún unnið í upplýsingatækni í 8 ár og þar af sem gagnasérfræðingur hjá Origo síðustu 3 árin.

Maria Hedman

Vörustjóri CCQ gæðastjórnunarlausna

Vörustjóri og gæðaráðgjafi með meira en 30 ára reynslu á sviði vörustjórnunar, stefnumótandi vörumerkjastjórnunar, ráðgjafar og innleiðingar á gæðastjórnunarlausnum. Maria brennur fyrir jákvæðri upplifun starfsmanna af innleiðingu gæðastjórnunar og notkun hugbúnaðarlausna sem gera fyrirtækjum kleift að ná með góðum árangri að hlíta lögum og reglum og bæta rekstur.

Brynjólfur Borgar Jónsson

Stofnandi og framkvæmdastjóri DATALAB

Einn af okkar helstu frumkvöðlum og sérfræðingum í hagnýtingu gagna og nútíma gagnatækni þar sem gagnavísindi og gervigreind eru notuð til að bæta ákvarðanir, þjónustu og rekstur. Binni hefur ávallt frá einhverju spennandi að miðla.

Halla Árnadóttir

Forstöðumaður mannauðs- og launalausna Origo

Halla hefur starfað í 20 ár sem sérfræðingur í hugbúnaði til mannauðsstjórnar og hefur brennandi áhuga á hvernig tæknin getur hjálpað fyrirtækjum til árangursríkari mannauðsstjórnunar, aukinnar starfsánægju og minni starfsmannaveltu.