Stafræn kvikmyndagerð með Blackmagic Pocket Cinema Camera 6K Pro vélunum

28/6/2022
Borgartún 37

Blackmagic Design heimsækir Ísland þriðjudaginn 28. júní og býður upp á spennandi námskeið um muninn á Pocket Cinema 4K og 6K vélunum og kosti þess að nota Blackmagic Raw codec-inn í allri vinnslu.

Lögð verður sérstök áhersla á 6K Pro vélina. Farið verður yfir hvernig hún er sett upp, hvernig Blackmagic stýrikerfið virkar og hvernig best er unnið með myndflöguna sem er með tvöfalda ljósnæmni (dual ISO sensor).

Námskeiðið er haldið í Origo, Borgartúni 37 og hefst stundvíslega kl. 14.30.

Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá sig.

segðu frá