05/01/2024 • Sigurjón Magnússon

Hvað er sjálfvirknivæðing ferla?

Sjálfvirknivæðing ferla snýst um að nýta tækni og hugbúnað til þess að sjálfvirknivæða handvirka ferla og koma því í sjálfvirkjun til að spara tíma, Auka virði og síðast en ekki síst, að auka ánægju í starfi.

Hvað er sjálfvirknivæðing ferla?

Sjálfvirknivæðing ferla snýst um að nýta tækni og hugbúnað til þess að sjálfvirknivæða handvirka ferla og koma því í sjálfvirkjun til að spara tíma, Auka virði og síðast en ekki síst, að auka ánægju í starfi. Mörg okkar eru föst með nefið ofan í Excel-skjölum og eigum erfitt með að ná yfirsýn á verkefni. Með því að sjálfvirknivæða ýmsa handavinnu vinnst aukinn tími til að vinna að meira gefandi og virðiskapandi verkefnum. En hvernig hefst sjálfvirknivæðing? Sjálfvirknivæðing hefst hjá fólkinu sem vinnur verkin og er vegferð sem heldur áfram með fólki. Sjálfvirkniteymi Origo aðstoðar minni og meðalstórum rekstri að sjálfvirknivæðast.

Hvað er sjálfvirkni á mannamáli?

Ef við sjálfvirknivæðum þessa spurningu með hjálp ChatGPT þá fáum við:

Ímyndaðu þér að þú eigir vin sem er vélmenni hann getur getur gert flest verkefni sjálfur án þess að hann þurfi þína aðstoð. Sjálfvirkni er eins og að kenna vélmenna vini þínum að gera hlutina sjálfkrafa, eins og að kveikja ljósin þegar það verður dimmt eða láta þig vita þegar einhver bankar á hurðina þína. Sjálfvirkni er þegar vélar eða vélmenni geta unnið verk eða húsverk án þess að fólk þurfi að vinna þau handvirkt, sem gerir lífið aðeins auðveldara fyrir okkur!

ChatGPT

Hvernig við vinnum sjálfvirkni hjá Origo

Byrjað er á því að greina handvinnuna og verklagið sem er notast við í dag í samstarfi við fólkinu sem vinnur verkin. Í samvinnu með sjálfvirkniteymi Origo næst heildarmynd ásamt forgangsröðun eftir virði, hvar er hægt að ná mestum tímasparnaði eða auka ánægju hvað mest. Allt er þetta gert í viðráðalegum skrefum.

Útfærslan

Það eru mörg tól í sjálfvirkni-kistunni sem við beitum ítrekað í sjálfvirkniteyminu og við horfum á allar mögulegar lausnir, aðstæður eða ramma til að ná árangri. Teymið er ekki tengt einu lausnamengi og velur það sem á við hverju sinni. Við leitum svo að álagspunktum til að minnka, flöskuhálsa sem þarf að víkka og leiðinlegri handavinnu sem mætti sleppa.

Dæmi um sjálfvirkni sem teymið hefur útfært:

  • Sjálfvirkar afstemmingar

  • Verkbeiðnakerfi tengt við CRM-kerfi

  • Símkerfi sem skilar gögnum inn í CRM-kerfi

  • Sjálfvirk flokkun verkbeiðna

  • Vefþjónustur sem koma á miðlægum samskiptum kerfa

  • Gagnarýni - gögnum splæst saman til að búa til ríkari gögn

  • Vöruhús gagna til að koma gögnum á einn stað til að vinna þau

Dæmi af þjónustu sjálfvirkniteymisinns

Sjálfvirkniteymið leggur metnað sinn í að vinna hugmyndir inn að kjarna einfaldra lausna sem er síðan hægt að miðla tilbaka á mannamáli. Fyrir vikið verður innleiðingarferlið skilvirkara sem skilari sér í mun virkari þátttöku starfsmanna að nota þá ferla sem hafa verið hannaðir.

Þórður Illugi Bjarnason

Framkvæmdarstjóri Reykjafells

Stafræn vegferð

Lestu meira um stafræna vegferð með Origo

Villtu vita meira um sjálfvirkni?

Bókaðu fund

https://images.prismic.io/new-origo/41f73450-e954-4323-8551-e46cbaaa1a52_mynd+minni.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Sigurjón Magnússon

Sjálfvæðing kerfa og viðskiptaferla / AI and automation

Deila bloggi