21/10/2022 • Halldór Jón Garðarsson

Lækkaðu prentkostnaðinn og auktu sjálfbærni

Canon og Origo leggja ríka áherslu á að bjóða viðskiptavinum alvöru valkosti þegar kemur að sjálfbærni. Þannig býður Origo, í samstarfi við Canon, háþróaðar vörur og lausnir sem bæði bæta framleiðni skrifstofunnar og hafa lágmarks áhrif á umhverfið.

„Við bjóðum upp á framúrskarandi tækni fyrir skrifstofuumhverfi sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná sínum markmiðum, ekki aðeins í stýringu á skjölum og gögnum, heldur einnig hvað varðar sjálfbærnimarkmið.“

Halldór Jón Garðarsson

Vörustjóri Canon á Íslandi

Halldór bætir við að með því að bjóða vörur og þjónustu, sem skila sem mestri framleiðni, lækka kostnað og stuðla að sjálfbærni í meðhöndlun skjala, styður Origo viðskiptavini sína í að ná sínum umhverfismarkmiðum og lágmarka umhverfisáhrif.

Lækkar rekstrarkostnað og dregur úr kolefnisspori

Rent a Prent er þjónusta sem Origo býður uppá og hefur hjálpað fyrirtækjum að lækka prentkostnað sinn. Origo er með á annað hundrað Canon Rent A Prent samninga við fyrirtæki og stofnanir, með annað þúsund tæki í fjarvöktun og yfir 25.000 notendur.

„Innleiðing á prentumsjónarkefi Rent A Prent hjá viðskiptavinum eykur sjálfvirkni, lækkar rekstrarkosntað og dregur úr kolefnisspori. Þjónusta sem uppfyllir prentþarfir fyrirtækisins en bætir um leið sjálfbærni með því að spara pappír, tóner og rafmagn. Það verður allt að 40% minnkun á pappír og kostnaði með því að fylgja ákveðinni stefnu sem getur falið í sér sjálfvirka prentun beggja megin, hver má prenta í lit o.s.frv. með hjálp uniFLOW hugbúnaðarins,“ segir Halldór.

0:00

0:00

Alvöru valkostir í sjálfbærni með EQ80

Canon hannar og framleiðir vörur með bæði neytandann og umhverfið í huga, með það að markmiði að draga úr þörf á nýjum náttúruauðlindum en um leið að hámarka skilvirkni á líftíma vörunnar.

EQ80 línan frá Canon er hönnuð og framleidd þannig að best seldu fjölnota tækin í imageRUNNER línu Canon, er safnað saman og þau endurgerð samkvæmt ströngum stöðlum Canon í framleiðslu. Hver vara í EQ80 línunni er byggð með því að nota meira en 80% af hlutum og íhlutum úr eldri tækjum til að draga úr CO2 losun.

„EQ80 línan mætir ströngustu gæðastöðlum Canon eins og hvað ný módel varðar og njóta tækin sömu ábyrgðarskilmála. Við hjá Origo höfum átt í farsælu samstarfi við Canon í tæp 30 ár og það skiptir okkur að sjálfsögðu máli hversu mikla áherslu Canon leggur á sjálfbærni í sinni starfemi. Það endurspeglar í raun Kyosei spekina sem fyrirtækið hefur ávallt starfað samkvæmt en það þýðir í raun að lifa og starfa saman fyrir hagsmuni heildarinnar.  Það rímar vel við Origo þar sem við trúum því að betri tækni bæti lífið,“ segir Halldór að lokum.

0:00

0:00

https://images.prismic.io/new-origo/2373fe30-f2b3-4c7f-b2de-af3ba2ce19ab_Halldor_Jon_Gardarsson.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Halldór Jón Garðarsson

Deila bloggi