07/06/2023 • Inga Steinunn Björgvinsdóttir

Jörðin eins og hnöttótt geimskip á ferð um geiminn

Við erum öll á sama ferðalagi í þessu geimskipi sem aðeins eitt stykki er til af. Tæknigeirinn leggur sitt af mörkum með því að koma með sjálfbærari búnað sem hjálpar fyrirtækjum og samfélögum að ná betri árangri á þessu mikilvæga ferðalagi.

Origo hringurinn í Landmannalaugum

Gögnin 2025 munu ná fram og til baka frá sólu

Mannkynið hefur í gegnum tíðina nýtt sér þekkingu, orku, tækni og tól til að þróa samfélög áfram. Til að læra, gera betur og forðast endurtekin mistök hefur því ávallt verið mikilvægt að geyma og vernda þær upplýsingar sem við höfum á hverjum tíma.  

Gríðarlegt magn af gögnum verður til á degi hverjum, en talið er að umfang gagna í heiminum verði 175 zettabæti árið 2025. Gögnin sem við erum að búa til í dag eru notuð til að þróa sjálfkeyrandi farartæki, mynda nýja bankaþjónustu og vinna sigra í matvælaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt.  

Ef öll þessi gögn væru geymd á geisladiskum myndu þeir staflast upp í 300 milljónir kílómetra eða fram og til baka frá sólu, svo ljóst er að mikilvægt er að greina hvaða gögn geta hjálpað til að ná betri árangri og hvaða gögnum er kannski óþarfi að safna.

Á næstunni munum við sjá enn fleiri kröfur um sjálfbærni frá yfirvöldum enda sífellt dýrara að sækja hráefni fyrir framleiðslu á búnaði og því mikilvægt að tryggja að hægt sé að endurnýta og gera við búnað

Thomas Harrer

Chief Technology Officer frá IBM

Sjálfbærni mun hafa áhrif á flestar stórar ákvarðanir í upplýsingatækni

Einn af helstu sérfræðingum IBM, Thomas Harrer, var í heimsókn hjá Origo á dögunum og ræddi m.a. um hvernig sífellt auknar kröfur um sjálfbærni í heiminum hefðu áhrif á upplýsingatæknigeirann.

Þá eru gögnin að færast nær þeim sem þurfa á þeim að halda með jaðarnetþjónum (edge) sem eru þá staðsettir þar sem þörf er á þeim

Thomas Harrer

Chief Technology Officer frá IBM

Thomas tók sem dæmi að IBM hefur fært framleiðslu netþjóna og vélbúnaðar til Evrópu til að stytta afhendingarleiðir og hafa þannig jákvæð áhrif á sjálfbærni. 

Hann vakti athygli á þeirri miklu sóun sem netárásir hafa í för með sér og þann búnað sem getur minnkað þá sóun eins og t.d. IBM Power 10 hýsingarlausnina sem tryggir öryggi og seiglu gagna. 

Tengdar lausnir

Origo er leiðandi í uppsetningu, þjónustu og rekstri á miðlægum búnaði

Sérfræðingar Origo geta veitt ráðgjöf um meðal annars netbúnað, netþjóna, gagnageymslur, stórtölvur og lausnir fyrir kerfissali.

Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf

https://images.prismic.io/new-origo/b805165a-4dce-423e-9d8a-72cb5f652d41_Origo_myndir10433A.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Inga Steinunn Björgvinsdóttir

Forstöðumaður þjónustulausnir, markaðsmál

Deila bloggi