31/03/2023
Sjálfvirknivæddu reksturinn með Business Central
Gerðu vinnuna skilvirkari, yfirsýnina betri og minnkaðu mannleg mistök með sjálfvirkni í Bussiness Central hjá Origo

Hagræðing með sjálfvirkni í bókhaldi
Tækninni í fjárhagskerfum fleygir fram, ein helsta þróunin þessa dagana hefur verið í sjálfvirknivæðingu. Sjálfvirknivæðing tekur ferla sem áður hafa verið handvirkir og sjálfvirknivæðir þá. Dæmi um slíkt er innstimplun upplýsinga á milli kerfa. Þannig verður vinnan skilvirkari, yfirsýnin betri og líkur á mannlegum mistökum minni.
Stærðin skiptir ekki máli
Áherslur fyrirtækja í fjárhagskerfum eru fjölbreyttar eftir stærð þeirra og þörfum. Það sem öll fyrirtæki eiga hins vegar sameiginlegt er að sjálfvirknivæðing ferla hjálpar rekstrinum að verða straumlínulagaðri og skila betri árangri.
Business Central er fjárhagskerfi þar sem þú getur haldið utan um sölu, innkaup, lagerhald, bókhald og flest allt sem við kemur rekstri fyrirtækisins. Kerfið eitt og sér er gott, en það verður enn betra með sérsniðum lausnum að þörfum íslenskra fyrirtækja sem aðlagar Business Central að íslensku markaðsumhverfi og fækkar skrefum fyrirtækja með sjálfvirknivæðingu.

Færri mannleg mistök
Markmið viðbótalausna Origo við Business Central er að mæta þörfum íslenskra fyrirtækja með því að sjálfvirknivæða ferla í fjárhagskerfum og minka óþarfa vinnu. Þannig getur starfsfólk sinnt fjárhagskerfinu á skilvirkari máta, afkastað meira, og minni líkur á mannlegum mistökum.
Einföldun á algengum verkum
Bankalausnin er dæmi um viðbót sem einfaldar algeng verk. Með henni er hægt að senda reikninga og setja þá í kröfuferli, allt í gegnum kerfið og án þess að þurfa að fara inn á heimabankan. Þessi lausn bætir yfirsýn yfir stöðu reikninga og fækkar skrefum umtalsvert.
Tímasparnaður og betri yfirsýn
Með sjálfvirknivæðingu sparast mikill tími við vinnslu reikninga. Í Reikningalausn Origo eru allir reikningar rafrænir. Hafi viðtakandi ekki réttan hugbúnað til þess að taka á móti rafrænum reikningum breytir kerfið rafrænu reikningunum sjálfkrafa í PDF skjal, og á móti, berist fyrirtækinu reikningur á PDF formi breytir kerfið reikningnum sjálfkrafa í rafrænan reikning.
Auk þess er reikningur sjálfkrafa færður á tilsettan fjárhagslykil þegar hann kemur inn í kerfið, sem bæði sparar vinnu og verður til skýrt yfirlit yfir reikninga aðgengilegt.
Skilvirkara kerfi, færri handtök, minni pappír og meiri tími til að sinna öðrum verkum.