Blogg

Sparaðu tíma með því að sjálfvirknivæða innsenda reikninga

Sveinn Muller28/06/2022

Vinnan í kringum innsenda reikninga getur tekið talsverðan tíma hjá fyrirtækjum. Það tekur tíma að finna til samþykktaraðila, kostnaðarstöð eða deildarlykil, sem kostar þinn rekstur pening.

Origo býður upp á SAP-lausn sem getur sjálfvirknivætt stóran hluta af þessu ferli og reynsla okkar viðskiptavina er að þeir geta lyklað 70-80% reikninga að fullu með þessari lausn.

Öflug regluvél styttir sporin

Origo hefur þróað SAP-viðbót sem býður upp á öfluga regluvél sem flokkar reikninga á rétta staði og kemur þeim áfram á næsta stað án þess að manneskja komi að borði eftir að regla hefur verið stofnuð. Einfalt er að búa til nýjar reglur og geta þær verið byggðar á fleiri en einni forsendu. Regluvélin getur tekið tillit vörulína (hvað er verið að rukka), hver sendir hann (seljandi/birgir) og fleiri þátta sem koma fram á reikning. 

Regluvélin og mælaborð innsendra reikninga eru hluti af SAP-viðbót OrigoRegluvélin og mælaborð innsendra reikninga eru hluti af SAP-viðbót Origo

Regluvélin okkar:

Er einföld að uppfæra og halda við
Tekur tillit til margra þátta reiknings
Býður upp á yfirsýn allra reglna í notkun

Góð fyrirsýn

Á mælaborði innsendra reikninga hefur þú yfirsýn yfir alla innsenda reikninga, reikninga í bið, mögulegar villur og virkar reglur. Þar er hægt að setja upp nýjar reglur, laga villur, sía að vild og nálgast mynd af upprunalegum reikningum.

Mælaborðið í SAPMælaborðið í SAP

Pappír, PDF eða XML

Viðbótin okkar getur tengst við UniMaze, sem getur tekið við reikningum í alls konar formum: pappír, PDF, EDI og XML. Sú tenging getur tekið tímasparnaðinn á næsta stig. SAP-viðbótin okkar styður einnig PEPPOL, stafræna innkaupavettvanginn. PEPPOL býður upp á staðla innkaupa- og pöntunarferli hjá þínu fyrirtæki sem eykur samhæfingu við önnur fyrirtæki.

Ekki bara tímasparnaður

SAP-viðbótin fyrir innsenda reikninga sparar ekki bara tíma og pening, það eru líka fleiri óvæntir kostir: 

Færri villur vegna mannlegra mistaka
Allt eins - alltaf sömu reglur sem er betra fyrir skýrslur og yfirsýn
Minni vinna fer á færibandið - skemmtilegri vinna fyrir starfsfólk
Léttari yfirbygging - minni tími fer í vinnslu innsendra reikninga
Einföld viðbót - auðvelt að viðhalda og uppfæra

Deildu blogginu
Um höfundinn
Sveinn MullerSenior SAP FICO Consultant

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000