SAP

Sjálfvirkni í lyklun reikninga

Hvernig geta fyrirtæki aukið sjálfvirkni í lyklun reikninga og einfaldað móttöku rafrænna reikninga? Origo hefur þróað lausn í SAP til að taka á móti rafrænum og skönnuðum reikninga ásamt því að lykla reikningana sjálfkrafa þannig að þeir bókist á réttar kostnaðarstöðvar, verkefni, bókhaldslykla o.fl.

Brand myndefni

Les inn skönnuð skjöl

Auk þess að geta tekið á móti reikningum frá Skeytamiðlara getur þessi lausn einnig lesið inn skönnuð skjöl á til dæmis PDF-sniði. Þau má annað hvort vista ólykluð eða renna þeim í gegnum OCR hugbúnað eins og til dæmis frá Rossum sem með gervigreind verður sífellt betri í því að finna upplýsingar eins og kennitölu sendanda, upphæðir og fleira.

Helstu kostir

Fullkomið mælaborð til að fylgjast með innlestri rafrænna reikninga

Auðvelt að vinna með ýmsar skorður í mælaborði, velja birgja, tímabil, stöðu reikninga o.fl.

Einfalt fyrir notendur að viðhalda bókunarreglum

Tekur einnig við reikningum á móti innkaupapöntunum

Bókun á fastafjármuni

OCR rönd (Greiðsluseðlaupplýsingar) fyllist út sjálfkrafa

Hægt að skoða mynd af reikningi úr mælaborði

Reikningar settir sem viðhengi með bókun

Innbyggt lærdómsferli sem nota má til að auka sjálfvirkni enn frekar

Beintenging úr mælaborði yfir í Unimaze þar sem meðal annar er hægt að hafa samskipti við birgja

Fundur
Ráðgjöf

Fá ráðgjöf