SAP

Sjálfvirkni í lyklun reikninga

Hvernig geta fyrirtæki aukið sjálfvirkni í lyklun reikninga og einfaldað móttöku rafrænna reikninga? Origo hefur þróað lausn í SAP til að taka á móti rafrænum og skönnuðum reikninga ásamt því að lykla reikningana sjálfkrafa þannig að þeir bókist á réttar kostnaðarstöðvar, verkefni, bókhaldslykla o.fl.

Brand myndefni

Les inn skönnuð skjöl

Auk þess að geta tekið á móti reikningum frá Skeytamiðlara getur þessi lausn einnig lesið inn skönnuð skjöl á til dæmis PDF-sniði. Þau má annað hvort vista ólykluð eða renna þeim í gegnum OCR hugbúnað eins og til dæmis frá Rossum sem með gervigreind verður sífellt betri í því að finna upplýsingar eins og kennitölu sendanda, upphæðir og fleira.

Helstu kostir

  • Fullkomið mælaborð til að fylgjast með innlestri rafrænna reikninga
  • Auðvelt að vinna með ýmsar skorður í mælaborði, velja birgja, tímabil, stöðu reikninga o.fl.
  • Einfalt fyrir notendur að viðhalda bókunarreglum
  • Tekur einnig við reikningum á móti innkaupapöntunum
  • Bókun á fastafjármuni
  • OCR rönd (Greiðsluseðlaupplýsingar) fyllist út sjálfkrafa
  • Hægt að skoða mynd af reikningi úr mælaborði
  • Reikningar settir sem viðhengi með bókun
  • Innbyggt lærdómsferli sem nota má til að auka sjálfvirkni enn frekar
  • Beintenging úr mælaborði yfir í Unimaze þar sem meðal annar er hægt að hafa samskipti við birgja
Fundur

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf