12/08/2024
Umbylting í launaumræðu: Þetta er Rúna launavakt
Rúna launavakt færir þér nýjustu launaupplýsingar á markaði, svo þú getir tekið réttar ákvarðanir fyrir þitt fyrirtæki og starfsfólk.

Við búum við örar launabreytingar hér á landi og því mikilvægt að fyrirtæki hafi fersk markaðsgögn sem veita áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála á markaðnum í dag. Rúna launavakt er snjöll lausn sem veitir nýjustu launaupplýsingar á markaði á aðgengilegan og skiljanlegan hátt í rauntíma. Rúna er byggð á áratuga reynslu starfsmanna Origo á gagnavísindum og mannauðs- og launakerfum.
Vertu fullviss um samkeppnishæfni þíns fyrirtækis
Mörgum stjórnendum þykir launaviðræður óþægilegar og finnst þá skorta góðar upplýsingar til að takast vel til. Auk þess ríkir mikil samkeppni í dag um að ná góðum starfskrafti og þurfa stjórnendur því að vera vel upplýstir um stöðuna á markaðnum hverju sinni. Til þess að eiga góðar og uppbyggilegar launasamræður er mikilvægt að vera með góð gögn við hendi sem sýna raunverulega stöðu á markaðnum.
Rúna launavakt veitir öryggi til bættrar ákvarðanatöku og sýnir stöðu þíns fyrirtækis miðað við markaðinn með einföldum og auðskiljanlegum skýrslum sem eru uppfærðar mánaðarlega. Fyrirtæki geta því verið fullviss um að þau séu að greiða rétt laun.

Tilkoma Rúnu verður bylting fyrir stjórnendur í undirbúningi fyrir launasamtöl þar sem hægt verður að sjá samanburð launa nánast í rauntíma.
Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir
•
Vörustjóri Rúnu
Taktu gagnadrifnar ákvarðanir
Rúna veitir fersk launagögn sem eru byggð á órekjanlegum gögnum frá samstarfsfyrirtækjum Rúnu. Með því að vera með fersk launagögn er aukið gagnsæi á markaðsgögnum sem styður við sanngjörn launakjör og veitir öryggi inn í launasamtöl.