22/10/2025

Nýjar uppfærslur hjá Business Central 

27. útgáfa af Business Central er komin út, en með uppfærslunni kynnir Microsoft fjölbreyttar nýjungar.

Ítarlegri leit með stuðningi Copilot

Copilot leitar upplýsinga á netinu

Öflugra Copilot spjall

Copilot samantekt  

Nýtt og öflugt greiningartól

Nýjar Power BI skýrslur 

Einfaldari vinna með pantanir og innkaup

Shopify og Shopify POS afgreiðslukerfi 

Nýtt í Origo lausnum

Rafrænir reikningar

Bankalausn

Innlestur söluskjala frá vefþjónustu

Leiðbeiningasíða

27. útgáfa af Business Central er komin út en með henni kynnir Microsoft fjölbreyttar nýjungar sem við förum hér yfir. Við hjá Origo höfum einnig verið að bæta og þróa okkar eigin lausnir í takt við ábendingar frá viðskiptavinum og nýjustu tækniþróun.

Ítarlegri leit með stuðningi Copilot

Með nýrri virkni Advanced Tell Me færðu Copilot aðstoð í leitina. Það er hægt að spyrja kerfið hvar tilteknar töflur eru staðsettar eða leitað að gögnum án þess að þurfa að vita nákvæm heiti. Þetta gerir leitina mun fljótlegri og einfaldari fyrir notendur Business Central.

Til þess að virkja þetta þarf að fara á síðuna Eiginleikastjórnun (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni.

Copilot leitar upplýsinga á netinu

Nú getur Copilot leitað að upplýsingum á netinu. Til að nota þessa virkni þarf að kveikja á Bing Search. Það er gert með því að fara í Copilot og eiginleikar fulltrúa (e. Copilot & Agent capabilities).  

Í þessu dæmi er verið að stofna Origo ehf. sem lánardrottinn. Copilot sækir sjálfkrafa upplýsingar eins og heimilisfang fyrirtækisins, netfang og fleira. 

Öflugra Copilot spjall

Ný útgáfa af Copilot spjallinu er komin en hún er nú hraðvirkari, stöðugri og sveigjanlegri, meðal annars með breytanlegum spjallglugga og stuðning við fleiri tungumál. Við mælum með að prófa þessa virkni þar sem þróunin er hröð og engin þörf er á að flytja gögn úr kerfinu yfir í utanaðkomandi gervigreindarlausn. 

Copilot samantekt  

Copilot samantekt sýnir helstu upplýsingar um viðkomandi færslu eða aðila, eins og stöðu, skuldir, pantanir og nýjustu færslur. 

Hér má sjá dæmi um samantektHér má sjá dæmi um samantekt

Nýtt og öflugt greiningartól

Ný og öflug útgáfa af greiningartólinu er komin í Business Central. Tólið líkist Excel þar sem hægt er að setja upp pivot töflur, síur og samantektir. Það er að fullu samþætt í kerfinu og sýnir því gögn í rauntíma. Hingað til var greiningartólið aðeins tengt við eina töflu í einu, en nú er hægt að draga gögn úr mismunandi töflum.  

Nýjar Power BI skýrslur 

Power BI snjallforritin, þar á meðal Sales, Purchase og Finance hafa verið endurbætt og samþætt betur við kerfið. Skýrslur sækja nú gögn í rauntíma beint úr fleiri töflum, svo notendur fá heildstæðari yfirsýn yfir reksturinn. Einnig hefur verið bætt við möguleikum til að sérsníða mælaborð, nýta spálíkön og vinna með Excel-líkön innan Power BI. 

Við hjá Origo erum að hefja vinnu þar sem við leggjum meiri áherslu á greiningar og mælaborð í Power BI. Verkefnið er unnið með Digital Labs teymi Origo.

Einfaldari vinna með pantanir og innkaup

Í nýjustu uppfærslu hefur Microsoft lagt aukna áherslu á sölu- og innkaupa fulltrúa (e. sales and purchase agents) sem einfalda vinnu með pantanir og innkaup. Þessi virkni er ekki enn aðgengileg í íslenskri útgáfu, en er nú þegar í boði í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og hefur nýlega verið opnuð fyrir Kanada, Danmörku og Spán. 

Fulltrúarnir (e. agents) tengjast Outlook og geta sjálfkrafa unnið úr tölvupóstum, til dæmis stofnað pantanir beint út frá þeim.  

Shopify og Shopify POS afgreiðslukerfi 

Tenging við Shopify verður einfaldari og öflugri. Nú er hægt að uppfæra vöruafbrigði í einu lagi, sem sparar mikla handavinnu. Auk þess er hægt að samstilla mismunandi verð eftir mörkuðum, þannig að viðskiptavinir í ólíkum löndum sjá rétt verð beint úr Business Central. 

Fyrir fyrirtæki sem nota Shopify POS hafa einnig verið innleiddar ýmsar úrbætur og nýja virkni. Nú er til dæmis hægt að tengja sölumann við pöntun. 

Nýtt í Origo lausnum

Rafrænir reikningar

VSK stýring

Við höfum innleitt nýja leið til að stýra hvernig virðisaukaskattur er reiknaður á rafrænum innkaupareikningum. Stillingin Nota VSK% frá fjárhagslyklinum tryggir að það sé alltaf VSK-vörubókunarflokkur á viðkomandi fjárhagslykli sem ræður útreikningi á VSK. 

Virknin er sett upp á síðunni Rafræn Skjöl undir Innflutningur - Stillingar.

Dæmi: Ef fjárhagslykill í vörpun er með VSK-vörubókunarflokk með 0%, þá reiknast 0% VSK af innkaupalínunni, óháð því hvaða VSK-prósenta er á reikningnum sjálfum. Með þessari stillingu er ekki lengur þörf á að merkja við Bæta VSK við einingaverð. 

Stofna rafræna innkaupareikninga handvirkt

Ný virkni gerir nú notendum kleift að stofna innkaupareikning úr rafrænu skjali án þess að setja upp vörpun. Þegar þessi aðgerð er notuð flytjast aðeins upplýsingar úr hausnum yfir í innkaupareikninginn og innkaupalínum þarf síðan að bæta við handvirkt. 

Takkinn heitir Stofna skjal án lína.

Við mælum þó með því að þetta sé aðeins notað í undantekningartilvikum og að almennt sé sett upp vörpun. 

Við höfum gert kerfið enn notendavænna og bætt við flýtileiðum sem einfalda daglega notkun. Til dæmis er nú hægt að eyða mörgum rafrænum skjölum í einu, einnig er búið að bæta við möguleikanum á að nota samninganúmer í Origo-vörpun til að stýra bókun reikninga. 

Bankalausn

Senda athugasemd með greiðslu

Í næstu útgáfu af bankalausninni, sem kemur fljótlega, verður hægt að senda athugasemd með greiðslu. Til þess að kveikja á þessari virkni þarf að fara á síðuna Greiðsluuppsetning og haka við reitinn Leyfa athugasemd. Athugasemdin birtist þá sem skýring í bankanum þegar greiðslan er send. Að auki hafa verið gerðar ýmsar minni úrbætur, meðal annars tengdar eindaga, greiðslum og pörun innfluttra krafna við lánardrottnafærslur. 

Tenging við Inkasso

Hægt er að tengja Business Central við innheimtukerfið Inkasso og nýta það allt frá fruminnheimtu til lögfræðilegrar innheimtu.

Tenging við Debitum innheimtukerfi

Hægt er að tengja Business Central við innheimtukerfið Debitum og nýta það allt frá fruminnheimtu til lögfræðilegrar innheimtu.

Afstemming kreditkorta

Afstemming kreditkorta er lausn sem virkar með Unimaze GO forritinu. Með Unimaze GO geta starfsmenn á einfaldan hátt tekið mynd af kvittun og sent hana beint í bókhaldskerfi. Notendur geta valið hvort þeir nota fyrirtækjakort eða einstaklingskort, og með lausninni okkar er hægt að stemma af þessar færslur beint í Business Central. Nánari upplýsingar um Unimaze GO má finna hér.

Tenging við Manor 

Við bjóðum upp á tengingu við verkbókhaldskerfið Manor, sem hefur verið sérstaklega þróað fyrir þjónustufyrirtæki á borð við lögfræðistofur, verkfræðistofur og bókhaldsfyrirtæki. Kerfið hefur fengið mjög góðar viðtökur frá notendum. 

Tengingin virkar þannig að reikningar eru fyrst útgefnir í Manor og sendir rafrænt og/eða með tölvupósti í gegnum Unimaze skeytamiðjuna. Að því loknu flytjast þeir sjálfkrafa inn í Business Central, þar sem hægt er að bóka þá á einfaldan hátt. 

Boðgreiðsluleiðir

Við erum komin með tengingar við Business Central fyrir boðgreiðslulausnir Straums/Adyen og Verifone/Landsbankans. 

Með þessum tengingum er hægt að skrá kreditkortaupplýsingar, senda mánaðarlegar greiðslubeiðnir og bóka greiðslurnar beint í Business Central. 

Tenging við vöruhúsakerfið K8

Við bjóðum upp á tengingu á milli Dynamics Business Central Cloud og vöruhúsakerfisins K8.

Innlestur söluskjala frá vefþjónustu

Við erum komin með nýja lausn sem gerir notendum kleift að stofna sölureikninga og sölukreditreikninga í gegnum vefþjónustu. Einnig er hægt að flytja inn sölureikninga með keyrslu úr Excel.

Leiðbeiningasíða

Við erum stöðugt að vinna að því að uppfæra leiðbeiningasíðuna okkar sem má nálgast hér. Nýlega uppfærðum við leiðbeiningar fyrir rafræna reikninga og bankalausnina. Við bættum einnig við nýjum kafla, Góð vinnubrögð og ábendingar, þar sem við deilum hagnýtum ráðum.

Fyrir þær lausnir sem eru í boði á markaðstorginu AppSource má finna útgáfulýsingar á síðunni, sem við uppfærum reglulega þegar ný virkni bætist við. 

Hér má nálgast síðasta fréttabréfið okkar, en þar fórum við yfir uppfærslur síðustu útgáfu og aðrar sérlausnir Origo.

Business Central

Viltu vita meira um Business Central?

Deila frétt