22/11/2022

Nýsköpun og fjör á Ofurhetjudögum Origo

Ofurhetjudagar Origo fóru fram síðastliðinn fimmtudag og föstudag. Um er að ræða 24 tíma hakkaþon sem er keppni milli starfsfólks sem hefur það markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.

Kinga Maria Rozanska

Ofurhetjudagar Origo voru haldnir á fimmtudag og föstudag. Um er að ræða keppni milli starfsfólks í einn sólarhring sem hefur að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir. Starfsfólk fyrirtækisins velur sér verkefni og vinna saman í hópum að því sem þá langaði helst að skapa og kynna síðan niðurstöðuna fyrir öðrum starfsmönnum.

Margar frambærilegar hugmyndir hafa fæðst á Ofurhetjudögum sem hafa síðar þróast yfir í raunverulegar lausnir sem enda loks í vöruframboði. Má þar helst nefna fyrirtækið Tempo sem varð til á Ofurhetjudögum Origo. Tempo sérhæfir sig í tímaskráningum í þróunartólinu JIRA en Origo seldi nýverið 40% hlut sinn í Tempo fyrir 29 milljarða króna. Þannig geta nýsköpunarverkefni vaxið og skilað miklum arði.

0:00

0:00

Áralöng hefð

Á ári hverju eru Ofurhetjudagar hjá Origo haldnir en keppnin er ein af leiðum Origo til kynda undir sköpunargleði og nýsköpun innan fyrirtækisins. Allt starfsfólk Origo getur tekið þátt og það fær frelsi og tíma til að vinna að sínum eigin hugmyndum. Sigur í keppninni veitir vinningsliðinu montrétt og ofurhetjuskikkjuna, farandbikar keppninnar, ásamt því að Origo styður við áframhaldandi þróun hugmyndarinnar.

0:00

0:00

Þema Ofurhetjudaganna í ár var „Breytum leiknum hjá Origo“ en markmiðið er að fá starfsfólk Origo til að halda áfram að breyta leiknum alla daga með því að þróa nýjar lausnir og líka til að leita leiða til að bæta núverandi verklag, hugsa upp á nýtt og gera hluti betur í dag en í gær.

Tvö sigurlið með spennandi lausnir

Sigurvegararnir í ár á Ofurhetjudögunum voru tvö lið. MarketPay fékk verðlaunin fyrir bestu viðskiptahugmyndina en í teyminu voru Kjartan Jóhannsson, Þórunn Arna Ómarsdóttir og Hávar Sigurðarson, sérfræðingar í gagnavísindum, Dröfn Guðmundsstjóri, framkvæmdastjóri mannauðs, Þorgerður Guðmundsdóttir, ráðgjafi launakerfa, Hafþór Örn Þórisson, forritari í launa-og mannauðskerfum og Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður stafrænna lausna.

MarketPay teymiðMarketPay teymið

Lausn StoryBooker fékk verðlaunin fyrir bestu tæknilausnina en í liðinu voru Bergþóra Ólafsdóttir, hönnuður, Sveinn Bjarki Brynjarsson, forritari, Freyja Sigurgísladóttir, hönnuður/ forritari, Gísli Laxdal, forritari, Arnaldur Skúli Baldursson, vörustjóri og Björn Vignir Magnússon, verkefnastjóri.

StoryBooker teymiðStoryBooker teymið

Í dómnefnd sátu þau Ása María Þórhallsdóttir, verkefnastjóri hjá KLAK Icelandic Startups, Jón Björnsson, forstjóri Origo og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, Chief Customer Officer hjá Icelandair.

Dómnefnd OfurhetjudagannaDómnefnd Ofurhetjudaganna

Deila frétt