22/11/2023

Þróum áfram og breytum leiknum

Á ári hverju eru haldnir svokallaðir ofurhetjudagar hjá Origo. Um er að ræða keppni milli starfsfólks í einn sólarhring sem hefur að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.

Ofurhetjudagar Origo fóru fram fimmtudaginn og föstudaginn síðastliðinn. Um er að ræða 24 tíma hakkaþon sem haldið er árlega í fyrirtækinu með það að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.

Starfsfólk Origo fær tækifæri á að vinna í hópum að ákveðnu verkefni sem þau kynna síðan fyrir restina af fyrirtækinu. Það myndast alltaf frábær stemning í fyrirtækinu í kringum ofurhetjudagana og sumir starfsmenn leggja það á sig að vinna allan sólarhringinn að hugmyndinni.

Margar hugmyndir og lausnir hafa fæðst á Ofurhetjudögum Origo í gegnum árin sem síðan hafa þróast yfir í raunverulegar lausnir sem enda loks í vöruframboði. Má þar nefna Tempo sem sérhæfir sig í tímaskráningum í þróunartólinu JIRA en Origo seldi í fyrra 40% eignarhlut sinn í Tempo fyrir 29 milljarða króna.

Á Ofurhetjudögunum í fyrra hrepptu tvær lausnir sigur sem báðar eru væntanlegar á markað. Fyrri lausnin er Vissa þjónustugátt sem stuðlar að bættu aðgengi almennings að sérfræðilæknum . Lausnin kemur á markað á næstu vikum með hudvaktin.is en það er ný þjónusta í fjarlækningum húðlækna. Seinni lausnin er Rúna launavakt sem mun koma til með að færa fyrirtækjum nýjustu launaupplýsingar á markaði, á aðgengilegan og skiljanlegan hátt. Rúna er væntanleg á markað í byrjun næsta árs.

Þróum áfram og breytum leiknum

Þema Ofurhetjudaganna í ár var „Þróum áfram“ en markmiðið er að fá starfsfólk til að þróa lausnir sem breyta leiknum og skapa raunveruleg áhrif. Sigur í keppninni veitir vinningsliðinu montrétt og ofurhetjuskikkjuna, farandbikar keppninnar, ásamt því að Origo styður við áframhaldandi þróun hugmyndarinnar.

Sigurvegararnir í ár á Ofurhetjudögunum var liðið VitalFlow en í teyminu voru Bergþóra Gná Hannesdóttir, Kjartan Hansson, Unnur Sól Ingimarsdóttir, Veigar Þór Helgason og Ævar Þór Gunnlaugsson.

Veigar Þór Helgason, Ævar Þór Gunnlaugsson, Unnur Sól Ingimarsdóttir og Bergþóra Gná Hannesdóttir Veigar Þór Helgason, Ævar Þór Gunnlaugsson, Unnur Sól Ingimarsdóttir og Bergþóra Gná Hannesdóttir

Í dómnefnd sátu þau Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri hjá KLAK Icelandic Startups, Ljósbrá Logadóttir, forstöðumaður vöru- og viðskiptaþróunar hjá Þjónustulausnum Origo og Magnús Björnsson forstjóri Men&Mice.

Freyr Friðfinnsson, Ljósbrá Logadóttir og Magnús BjörnssonFreyr Friðfinnsson, Ljósbrá Logadóttir og Magnús Björnsson

Deila frétt