Betri bankaþjónusta með tækninni

Origo hefur fylgt bönkum og öðrum fjármálastofnunum í gegnum stafrænt umbreytingarferli síðustu tvo áratugi. Við vitum hversu brýnt það er að viðhalda samfellu starfseminnar þegar ný upplýsingatækni er tekin í gagnið, sem gerir þér kleift að straumlínulaga þína þjónustu og taka nýjustu tæknilausnir á hverjum tíma í notkun, án þess að það kosti nokkra röskun á daglegri starfsemi. Það er ekki bara grunnþjónusta bankans sem við nútímavæðum með þér, heldur bjóðum við lausnir fyrir hraðbanka, gjaldkera, gjaldeyrisviðskipti og netbanka einstaklinga og fyrirtækja. Hverja og eina þessarra lausna er svo hægt að nýta með hvaða bankakerfi sem er.

Brand myndefni

Bankalausnirnar okkar

Bankamiðja Origo

Lausn sem auðveldar notendum viðskiptakerfa að eiga samskipti við ólíka bankaþjónustuaðila.

Hraðbankalausn Origo

Hugbúnaðarlausn fyrir alla vinnslu í hraðbönkum.

Afgreiðslukerfi Origo

Afgreiðslukerfi fyrir starfsmenn banka þar sem hægt er að vinna með erlendar greiðslur, reikninga, kröfur og greiðslur.

Greiðsluvél Origo

Greiðsluvél sér um samskipti innri kerfa banka og ytri greiðslustofnana.

Netbanki Origo

Netbanki fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hægt er að sinna allri almennri bankaþjónustu.

Innleiðing

Að taka upp nýtt kerfi

Þegar við uppfærum grunnkerfi smærri og meðalstórra fjármálafyrirtækja erum við að gera þeim kleift að mæta kröfum nútímaviðskiptavina um sjálfsafgreiðslu og bæta samkeppnishæfni sína. Þetta er ferli sem tekur tíma og þá er lykilatriði að skipuleggja ferðalagið í litlum skrefum.

Með því að láta nýja kerfið skarast við það eldra er hægt að viðhalda sama þjónustustigi allan tímann uns nýja kerfið er að öllu leyti komið í gagnið. Við gætum að grunnþjónustunni á bak við tjöldin meðan þið sjáið um að veita fyrsta flokks framlínuþjónustu.

Bygging

Öryggi

Öryggismálin eru höfuðatriði

Í öllum lausnum okkar fyrir bankastarfsemi eru þau númer eitt, tvö og þrjú og þetta á enn frekar við þegar um ræðir starfsemi sem nýtir netið. Við vinnum náið með Syndis, sem er leiðandi netöryggisfyrirtæki á Íslandi, og notum Microsoft Technology Stack, þekkjum grunn alls okkar hugbúnaðar ofan í kjölinn og notum öfluga þróunarferla.

Teymin okkar hljóta árlega þjálfun til að tryggja að þau séu ávallt á tánum og vel upplýst um nýjustu öryggisáskoranir. Þetta er einfaldlega hluti af því hver við erum.

Bygging

Stafræn vegferð

Að opna nýjar leiðir

Um leið og við fylgjum þér í gegnum stafræna vegferð förum við yfir viðskiptaferla og nýjungar með þér, og aðstoðum þig við að fá það mesta út úr nýju tækninni, þér og þínum viðskiptavinum til hagsbóta.

Við förum vandlega í gegnum alla þá aðlögun sem þarf að eiga sér stað og skoðum saman hvernig hið nýja umhverfi gagnast til að bæta ferla.

Bygging

Tengt efni

Bankalausnir Origo í fréttum

Tveir menn að spjalla saman

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf