Kassakerfi

Með réttu vali á kassakerfi tryggir þú betri yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins og dagleg verkefni.

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af kassakerfum fyrir þína starfsemi, margar útfærslur í boði ásamt vönduðum og stílhreinum búnaði. Viðskiptavinum stendur til boða að kaupa allan búnað eða leigja fullbúið afgreiðslukerfi með þjónustu fyrir fast mánaðargjald.

Sérfræðingar okkar hafa áratuga reynslu við að aðstoða fyrirtæki við val á búnaði og eru í öflugu samstarfi við alla helstu söluaðila bókhalds- og sölukerfa á Íslandi.

Samstarfsaðilar
LS Retail logo
Microsoft Dynamics NAV
Regla logo
DK hugbúnaður
Eiginleikar

Heildarlausn sem hentar þinni starfsemi

Falleg og nútímaleg hönnun

Stílhreinn búnaður sem tekur lítið pláss á afgreiðsluborðinu. Val um margar gerðir af borðfótum, veggfestingum og einnig hægt að fella niður í borð. Auðvelt að vanda frágang af snúrum og köplum.

Vandaður búnaður

Öflugur og endingargóður búnaður frá þekktustu framleiðendum á markaðnum. Áratuga reynsla af framúrskarandi hönnun fyrir starfsemi sem þarf að vera í gangi allan sólarhringinn og þola mikið álag.

Fjölbreytt úrval

Hægt að velja um mismunandi stærðir, gerðir, skjákort og liti frá helstu framleiðendum á markaði.

Ávinningur

Öflugt afgreiðslukerfi sem einfalt er að setja upp og tengja við allar gerðir fjárhagskerfa

Langur líftími

Lág bilanatíðni tryggir langan líftíma vörunnar og þar með arðsemi fjárfestingarinnar.

Samþætting við helstu fjárhags- og sölukerfi

Auðvelt að tengja við öll helstu sölukerfi hugbúnaðarhúsa, þ.e. Reglu, DK, NAV/Business Central, LS Retail o.fl. Styður mjög vel við hvers konar smásölu, birgðakerfi, tímaskráning, reikningauppgjör og ýmsar greiningar, allt eftir þínum þörfum.

Þjónusta og stuðningur við viðskiptavini

Fyrsta flokks þjónusta og stuðningur við viðskiptavini frá sérfræðingum Origo með áratuga reynslu og víðtæka sérþekkingu á kassakerfislausnum.

Einfalt í uppsetningu

Notendavænn og sveigjanlegur búnaður sem hægt er að setja saman og stilla upp eftir þínum þörfum.

Bæði hægt að kaupa og leigja

Í boði er að kaupa allan búnað eða leigja ásamt sölukerfi gegn föstu mánaðargjaldi.

Rent A Pos

Afgreiðslukerfi á leigu

Þægilegt og fullbúið afgreiðslukerfi (POS lausn) gegn föstu mánaðargjaldi. Hentar einkum smærri og meðalstórum söluaðilum.

Búnaður

Fjölbreytt úrval búnaðar

Kynntu þér fjölbreytt úrval kassakerfa, strikamerkjalesara, kvittanaprentara og hvers konar afgreiðslubúnað fyrir verslanir, veitingahús, ferðaþjónustu, íþróttamiðstöðvar og opinbera starfsemi.

Samstarfsfélagar á kaffistofunni
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000