Þjónustan okkar
Upplýsingatækni fyrir opinbera þjónustu
Það er notandinn sem alltaf er í fyrsta sæti. Þess vegna nýtum við okkur svokallaða agile sprint (hönnunarspretti) nálgun til þess að hanna og þróa tæknilausnir fyrir opinbera geirann sem auka afköst, auðvelda nýsköpun í þjónustu og hjálpa hjólum efnahagslífsins að komast hratt og örugglega aftur af stað.

Spjallmenni
Get ég aðstoðað?
Origo hefur um nokkurt skeið unnið með stórum opinberum aðilum að því að bæta þjónustu og afköst með notkun spjallmenna. Spjallmenni minnka álag á starfsfólk og geta annað miklum fjölda fyrirspurna hvenær sem er sólarhrings. Tæknina er hægt að setja upp á einum degi, hún er byggð á gervigreind sem er alltaf að læra og tekur því sífelldum framförum eftir því sem hún er notuð meira.
Dæmi um snjallar lausnir frá Origo: IBM Watson spjallmenni með gervigreind.

Öryggi
Að byggja traust
Um allan heim ógna netárásir ríkisstjórnum jafnt sem fyrirtækjum. Origo býr yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu á þróun netöryggislausna. Með skjótum viðbrögðum og lausnum sem skara fram úr á heimsvísu, hjálpum við yfirvöldum að tryggja örugga þjónustu sem notendur geta treyst, til að vernda fólkið okkar, jörðina og efnahaginn.
Dæmi um snjallar lausnir frá Origo: Netöryggisfyrirtækið Syndis, Öryggismat Origo.

Þjónusta Origo gengur fyrir endurnýjanlegri íslenskri orku. Við hjálpum opinberum aðilum um allan heim að lækka kolefnisfótspor sitt með því að bjóða orkunýtna þjónustu sem gengur síður á náttúrulauðlindir. Þannig leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til þess að hjálpa ríkjum að ná loftslagsmarkmiðum sínum.
Dæmi um snjallar lausnir frá Origo: Timian sjálfbær innkaup og Verne gagnaver.

