Vertu í öruggu tækniumhverfi

Við erum sérfræðingar í öruggu upplýsingatækniumhverfi og bjóðum fjölbreyttar öryggislausnir. Við setjum saman skýra áætlun um hvernig skuli verjast vaxandi ógnum og bregðast við veikleikum í þínum kerfum.

Hjálmur

Traustir samstarfsaðilar

IBM
Cloudflare
Microsoft
Thales Group logo
Predatar  logo

Endurheimt gagna

Endurheimtarprófanir mikilvæg forvörn gegn netárásum

Eitt af grundvallaratriðum í upplýsingaöryggi er að framkvæma reglulegar endurheimtarprófanir en þannig er hægt að draga úr áhættu og tryggja að gögn og kerfi séu alltaf tiltæk þegar þörf er á:

Öryggi gagna

Endurheimtarprófanir tryggja að gögnin séu ekki einungis afrituð, heldur að þau séu einnig heil og hægt sé að endurheimta þau að fullu ef þörf krefur.

Áreiðanleiki kerfisins

Prófanirnar staðfesta að kerfin séu fær um að endurheimta gögnin á réttan og áhrifaríkan hátt.

Viðbragð við neyðarástandi

Í neyðartilvikum, þar sem gögn geta orðið fyrir skemmdum eða glatast, er mikilvægt að hafa traustar aðferðir til að endurheimta þau hratt og örugglega.

Regluleg endurskoðun

Tækniumhverfið breytist stöðugt og reglulegar endurheimtarprófanir hjálpa til við að staðfesta að endurheimtaraðferðirnar séu enn viðeigandi og virkar.

Öryggisþjónusta

Leyfðu okkur að hjálpa þér að komast á öruggari stað

Origo styður þig alla leið á meðan þú einbeitir þér að þinni kjarnastarfsemi. Við getum séð um:

  • Varnir gegn árásum

  • Vöktun allrar virkni í tölvukerfum þínum 24/7/365

  • Frávik greind með aðstoð gervigreindar

  • Viðbrögð við atvikum

Fáðu ráðgjafa frá okkur í heimsókn, við metum stöðuna og ákveðum næstu skref í áttina að öruggari framtíð.

Fólk á fundiFólk á fundi

Öryggismat

Er þitt fyrirtæki með netöryggi í huga?

Origo aðstoðar við að meta stöðu þína á sviði upplýsingaöryggis, fá yfirsýn yfir hvar mögulegir öryggisbrestir liggja í núverandi umhverfi og leggja til umbætur.

Pantaðu öryggismat og fáðu greinagóða skýrslu sem inniheldur:

  • Hver ákjósanleg staða fyrirtækisins er hvað varðar öryggi

  • Hver raunveruleg staða fyrirtækisins er; styrkleikar og veikleikar

  • Úrbætur á þeim veikleikum sem borið hefur verið kennsl á

FundurFundur

Ráðgjöf

Bóka kynningu hjá sérfræðingi

Bókaðu kynningu hjá öryggissérfræðingi okkar, án nokkurra skuldbindinga

Björn Gestsson

Afritunarþjónusta

Örugg afritun og áreiðanleg endurheimt gagna

Afritunarþjónusta Origo tryggir að fyrirtæki geti verið fljót að endurheimta gögn og kerfi og koma starfsemi sinni aftur í eðlilegt horf eftir netárás. Þjónusta okkar byggir á samstarfi við helstu leiðandi fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í afritun gagna og sérfræðingum okkar sem hafa áratuga reynslu af upplýsingatækni.

Manneskja skrifar á lyklaborðManneskja skrifar á lyklaborð

Öryggisþjónusta

Víðtæk þjónusta sniðin að þínum þörfum

    Ávinningur

    Hvers vegna að treysta Origo fyrir öryggi þíns fyrirtækis?

    Sparar tíma

    Hagkvæm

    Sniðin að þínum þörfum

    Hraðvirk og víðtæk

    Einfalt eftirlit

    Knúin grænni orku

    Eru gögnin þín örugg?

    Öryggisþjónusta Origo er hönnuð til að mæta þeim ógnunum sem felast í nútíma tækniumhverfi með skalanlegri lausn sem uppfyllir þarfir fyrirtækja af öllum stærðum.

    Ráðgjöf

    Fá ráðgjöf