Ávinningur
Græn skýjalausn sem skapar raunverulegt hagræði
Endurnýjanleg orka dregur úr kolefnisspori
Sú staðreynd að raforka á Íslandi er alfarið framleidd með jarðhita og vatnsafli þýðir að orkan sem þarf til að keyra Aurora DataCloud er að fullu endurnýjanleg – nokkuð sem er sérstaklega eftirsóknarvert fyrir viðskiptavini sem vilja jafna kolefnisspor sitt.
Hagkvæm geymslulausn
Aurora DataCloud frá Origo er framsækin og hagkvæm gagnageymslulausn fyrir gögn sem þarf að geyma í miklu magni til langs tíma. Hún var hönnuð fyrir margmiðlunariðnaðinn, til að þjóna sem geymslulausn fyrir myndskeið og hljóð en hefur þegar sannað gildi sitt fyrir annars konar notendur, svo sem flugfélög og söfn.
Veldu sjálfvirkni
Aurora DataCloud var þróuð með nýstárlegri samsetningu IBM netþjóna, geymslu- og segulbandskerfa til að búa til afar sjálfvirkt, fjölhæft kerfi sem notendur geta valið að nýta á ýmsa vegu. Hún býður viðskiptavinum upp á hagkvæma, áreiðanlega, örugga og umhverfisvæna lausn á vandanum við að vista mikið magn gagna til langs tíma án þess að skerða aðgengi notenda að þeim.
Minni orku og hagkvæmni í endurnýjun
Kerfið býður upp á ýmsa kosti umfram hefðbundnar gagnageymslulausnir. Hin nýstárlega blanda af diskum og LTO segulbandi þarfnast mun minni orku en hefðbundnar lausnir sem notast aðeins við harða diska. Útskipti eru ódýrari og það er einfalt og tiltölulega ódýrt að innleiða nýja segulbandstækni þegar hún býðst, auk þess sem unnt er að vista mjög stórar skrár - allt 12 TB á spólu sem er á stærð við tvo snjallsíma. Mikil innbyggð sjálfvirkni hjálpar einnig til við að halda kostnaði í lágmarki.
Gögn eru ávallt örugg og varin
Til að draga úr hættu á segulbandseyðingu og gagnatapi keyrir Aurora DataCloud sjálfvirkar athuganir og skiptir út segulböndum sem sýna minnstu vísbendingu um rýrnun. Aurora DataCloud geymir tvö samstillt afrit af gögnum í tveimur tier III gagnaverum á ólíkum landfræðilegum staðsetningum, svo gögnin séu örugg og varin gegn náttúruhamförum. Þetta þýðir að í reynd er hægt að geyma gögnin til eilífðar.
Lægri kostnaður við mikið magn gagna
Fyrir viðskiptavini með mikið magn gagna sem þeir vilja geyma til langs tíma býður Aurora DataCloud frá Origo upp á byltingarkennda lausn sem hjálpar til við að halda kostnaði í lágmarki án þess að fórna aðgengi, tiltækileika og öryggi.
Þú getur stýrt kostnaði
Lausnin er afhent sem skráaskiptalausn sem notast við SMB/NFS og sem Swift/OpenStack sem er S3 samhæft. Gögn í gagnaskýi Origo eru geymd á netinu með mismunandi sóknartíma, eftir því hvaða reglur eru valdar og hvar gögn eru staðsett í gagnaskýinu. Viðskiptavinir geta auðveldlega stýrt kostnaði með því að nota reglur til að geyma virk gögn á disknum og óvirk gögn á segulböndum. Hægt er að útvíkka lausnina þannig að hún bjóði upp á afkastamikla geymslu hjá viðskiptavini sem stýrt er frá skýjakerfi Origo og mánaðarlegt gjald greitt fyrir. Gagnaskýsþjónusta Origo er í stakk búin til að taka á móti gríðarlegu magni gagna (petabæti).
Búnaður í tveimur Tier III gagnaverum
Aurora DataCloud frá Origo samanstendur af búnaði frá IBM og Lenovo sem hýstur er í tveimur Tier III gagnaverum og notast við samstillta gagnaskrift milli gagnaveranna tveggja þannig að gögnin séu ekki aðeins vistuð á einum stað. IBM Spectrum Scale samskiptaþjónar eru GPFS biðlarar sem keyra á Lenovo SR650 netþjónum, IBM ESS GL2c vélasamstæða þjónar sem GPFS Native Raid gagnageymsla á IBM POWER8 netþjónum. IBM Spectrum Archive er samþætt við Spectrum Scale og GPFS með IBM TS4500 segulbandssöfnum og IBM LTO8 segulbandsdrifum.
Aukið gagnamagn og hámarks skilvirkni gagnastýringar
Gagnaský Origo býður upp á samþætt stjórnunarverkfæri og notendavænt myndrænt notendaviðmót sem auðveldar stýringu gagna óháð magni. Gagnaský Origo getur spannað mörg geymsluumhverfi og gagnaver samtímis svo ekki þurfi lengur að vista gögn á víð og dreif. Kerfið getur á vitsmunalegan hátt dreift gögnum á mörg geymslutæki, hámarkað tiltæka gagnavistun, dregið úr stjórnunarkostnaði og skilað miklum afköstum þar sem þeirra er þörf. Gagnaskýið býður upp á marga möguleika fyrir dreifingu og stillingar til að fella inn núverandi NFS skrámiðlara og sameina netþjóna með geymslurými í eitt stórt nafnarými með almennum aðgangi. Gagnaský Origo styður skráarkerfið fyrir skrár (POSIX, NFS, SMB), hluti (S3, SWIFT) eða Hadoop Distributed File System (HDFS).
Með aðstoð Gagnaskýs Origo geta fyrirtæki og stofnanir búið til, greint og geymt meira gagnamagn en nokkru sinni fyrr. Þeir sem geta sótt sér upplýsingar hraðar á sama tíma og þeir stýra örum vexti innviða eru í fararbroddi í greininni. Þegar slíkar upplýsingar eru sóttar verður geymslulausn fyrirtækisins að geta annað því vinnuálagi sem fylgir vistun stórra gagna og gervigreind ásamt því að styðja hefðbundin forrit og tryggja jafnframt öryggi, áreiðanleika og mikil afköst. Gagnaský Origo mætir þessum áskorunum sem afkastamikil lausn til að stýra miklu magni gagna með sérstaka getu til að veita safnvistun og framkvæma gagnagreiningar.
Gagnaský Origo getur veitt eitt nafnarými fyrir öll geymd gögn og býður upp á einn stjórnunarstað. Með því að nota geymslureglur sem eru gagnsæjar fyrir notendur er hægt að þjappa gögnum eða flokka þau saman í skýinu til að draga úr kostnaði. Einnig er hægt að flokka gögn eftir afkastagetu miðla, svo sem skyndiminni netþjóna, byggt á hitakorti gagna til að lækka biðtíma og bæta afköst. Með því að nota segulbandssöfn í stað diska fyrir gagnageymslu í flokki Tier 2 og Tier 3—þ.e. gögn sem eru geymd til langs tíma (archive)—geta fyrirtæki bætt skilvirkni og dregið úr kostnaði sem fylgir því að geyma vaxandi magn gagna. Gagnaský Origo gerir fyrirtækjum ekki einungis kleift að vista aukið gagnamagn, heldur líka að hámarka skilvirkni gagnastýringar.
Raunverulegur ávinningur
Hvernig hagræddi Stöð 2 um 50% með Aurora?
50% lægri kostnaður við framtíðarvistun gagna
40% gagna flutt í hagkvæmari gagnaver sem nota minni raforku, sem dregur úr kostnaði við vistun á staðnum
Fjárfestingin skilaði sér á 1 mánuði, enginn stofnkostnaður, kostnaður tekur mið af magni