30 ára afmælishátíð ThinkPad

Nú er tilefni til þess að fagna, hittast og spila pílu!

3/11/2022
Bullseye, Snorrabraut 37 (blái salur)

Nú er tilefni til þess að fagna, hittast og spila pílu!

Fyrir 30 árum fæddist fartölvulína sem breytti leiknum og heldur áfram að breyta leiknum. IBM ThinkPad kom á markað 1992, Lenovo tók við framleiðslunni 2005 og eru nú stærsti tölvuframleiðandi í heimi.

Við ætlum því að grípa tækifærið og bjóða okkar bestu vinum til afmælisskemmtunar í Bullseye salnum á Snorrabraut. Þar verður boðið upp á lauflétta drykki á barnum, mat og pílukeppni með skemmtilegu ívafi. Björn Gunnar Birgisson, vörustjóri ThinkPad til 20 ára, fer stuttlega yfir söguna og lítur til framtíðar.

Þeir sem ekki vilja prófa pílu geta komið og átt skemmtilega stund með okkur í góðu spjalli.

Afmælishátíðin hefst stundvíslega kl. 17:00 og lýkur kl. 20.00.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Takmarkað pláss!

Viltu vita meira?

Skráðu þig á viðburðinn hérna

segðu frá