02/05/2023

Svona einfaldar Business Central frumkvöðlum reksturinn

Eigendur Baunir & Ber segja frá reynslu sinni á fjárhagskerfi Business Central og hvernig samstarf við Origo hefur hagrætt rekstri þeirra.

Arnór Hreiðarsson og Baldvin Hugi Gíslason, eigendur Baunir & Ber

Business Central er svo einfalt að ég get haldið utan um allt fjárhags- og birgðabókhald sjálfur. Það er heilmikill tímasparnaður fólginn í að nota kerfið, svo ekki sé talað um kostnað sem sparast við að þurfa ekki að kaupa bókhaldsþjónustu“, segir Arnór Hreiðarsson annar eiganda Baunir & Ber.

Enginn hausverkur

„Ég nota öll sérkerfin frá Origo sem gerir það að verkum að ég næ að afkasta miklu á stuttum tíma. Ég er búinn að stilla kerfið þannig að flestir ferlar eru sjálfvirkir svo það fer lítill tími í að handslá inn innkaupareikninga. Það er auðvelt að samþætta við bankareikninga, innheimtu, skattskil, staðgreiðsluskil og þjóðskrá. Virðisaukaskattskil eru einföld og ársreikningurinn enginn hausverkur. Ég nýt líka góðs af því að nota kerfið í skýinu, það er aðgengilegt úr öllum tölvum, með appi í símanum og ég þarf ekkert að huga að kostnaðarsömum uppfærslum.“

Sérvalin vín og kaffivélar

Baunir & Ber er lítil heild- og sérverslun. „Við flytjum inn vín frá úrvals vínbændum víðs vegar um Evrópu. Þetta eru fjölskyldufyrirtæki sem framleiða vín úr þrúgum ræktuðum af þeim sjálfum í nærumhverfinu. Við höfum lagt okkur í frammi um að versla við konur og eru þær nú í meirihluta vínbænda okkar þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta vínbænda í heiminum. Auk vína, flytjum við inn kaffivélar, kaffikvarnir glös og fleira.“

Arnór Hreiðarsson og Baldvin Hugi Gíslason, eigendur Baunir & BerArnór Hreiðarsson og Baldvin Hugi Gíslason, eigendur Baunir & Ber

Nákvæm yfirsýn og aukið traust

„Birgjakerfið er frábært, bæði fyrir heildverslunina og smáverslun. Við fullnýtum Shopify tenginguna við Business Central t.d. fyrir sölu á kaffivélum og aukahlutum. Það er ótrúlega þægilegt að staðan gagnvart birgjum og viðskiptavinum sé ávallt uppfærð og rétt. Við erum alltaf með nákvæma yfirsýn yfir reksturinn og getum deilt réttum upplýsingum með hagsmunaaðilum hverju sinni, sem eykur traust og auðveldar samvinnuna.“

Náðu í bæklinginn

Fimm kostir Business Central í skýinu

Það eru margir kostir að vera með Business Central í skýinu.

Þrjú fyrirtæki, einn aðgangur

„Einn af stóru kostunum við Business Central fyrir mig liggur í fyrirtækjamiðstöðinni. Ég á annað fyrirtæki og sit í stjórn í því þriðja, og er með gestaaðgang að þeirra Business Central. Allar upplýsingarnar frá öllum fyrirtækjunum get ég unnið með á einum stað. Ekki þarf að skrá mig inn og út til að vinna með hvert þeirra og allt er svo vel skilgreint að það eru engar líkur á ruglingi milli fyrirtækja hverju sinni.“

Skalanlegt kerfi hentar fjölbreyttum notendum

„Ég mæli hiklaust með Business Central hjá Origo. Verðlagningin er sanngjörn og þjónustan til fyrirmyndar. Verðið tekur mið af þjónustuþáttum og okkar þörfum hverju sinni, m.a. fjölda notenda. Kerfin henta ekki bara stórfyrirtækjum heldur einnig litlum fyrirtækjum eins og okkar. Sérkerfin eru þægileg í notkun, handbækurnar eru auðskiljanlegar svo það þarf ekki sérþekkingu eða mikla hjálp til að átta sig á því hvernig þetta allt virkar. Sé þess þó þörf eru tæknisnillingar Origo alltaf okkur innan handar og reiðubúnir að aðstoða.“

Business Central

Fáðu skýra yfirsýn yfir árangur rekstursins með sjálfvirkni sem veitir hagræðingu og öryggi og viðbótarlausnir sem einfalda lífið.