27/08/2025

Fimm kostir Business Central í skýinu

Í þessari bloggfærslu skoðum við helstu kosti þess að vera með Business Central í skýinu og hvernig það getur styrkt reksturinn til framtíðar.

Business Central er öflugt fjárhagskerfi sem heldur utan um alla helstu þætti rekstursins, þar á meðal sölu, innkaup, lagerhald og bókhald. Kerfið hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og aðlagast auðveldlega að breyttum þörfum.

Hér skoðum við helstu kosti þess að vera með Business Central í skýinu og hvernig það getur styrkt reksturinn til framtíðar.

1. Alltaf aðgengilegt í skýinu

Það eru margir kostir að vera með Business Central í skýinu. Kerfið er aðgengilegt hvar og hvenær sem er og í öllum tækjum. Business Central er fjárhagskerfi í skýinu þar sem þú getur haldið utan um sölu, innkaup, lagerhald, bókhald og flest allt sem við kemur rekstri fyrirtækisins.

2. Alltaf nýjasta útgáfa

Notendur Business Central eru alltaf í nýjustu útgáfu Business Central, ólíkt því þegar hugbúnaðurinn er geymdur á starfstöð eða „OnPrem“ eins og það er kallað. Þá þarf reglulega að setja upp stórar uppfærslur sem taka talsverðan tíma og geta haft áhrif á þær stillingar og breytingar sem fyrirtækið hefur gert til að aðlaga hugbúnaðinn að sínum rekstri.

3. Góð tenging

Business Central og annar Microsoft hugbúnaður sem er í skýinu hafa framúrskarandi tengingu sín á milli. Þetta auðveldar notkun á milli mismunandi hugbúnaðar. Til dæmis er hægt að deila gögnum úr Business Central í PowerPoint skýrslur og í gegnum Teams.

Þetta eflir gagnagreiningu til muna þar sem þú getur tengt Business Central gögnin þín við Excel og PowerBI lausnir Microsoft. Þetta gerir notendum kleift að greina gögnin sín á ítarlegri máta og vinna frekar með þau. Einnig getur þetta gert notendum kleift að afkasta meiru þar sem hægt er að nálgast Business Central gögn beint úr Outlook sem sparar tíma og eykur sjálfvirkni.

Lestu einnig: Árangurssaga Húrra Reykjavík

„Við opnuðum nýja verslun á hálfum degi.“

Með innleiðingu Business Central hefur Húrra Reykjavík samþætt allar verslanir sínar í eitt kerfi, gert tengingu við vefverslun sjálfvirka og nýtt Power BI til að greina gögn á einfaldari hátt með betri yfirsýn.

Björn Þorláksson og S. Arnór Hreiðarsson

4. Betri yfirsýn og innsýn

Business Central í skýinu gerir notendum kleift að fá ítarlega yfirsýn yfir reksturinn. Með frábærum mælaborðum og auðlesanlegum skýrslum sem hægt er að sníða og aðlaga eftir þörfum er hægt að ná ítarlegri sýn yfir ákveðna þætti rekstrarins þar sem Business Central samþættir fjölda rekstrarupplýsinga á einn stað. Dæmi um gögn sem Business Central samþættir eru fjármála-, sölu- og birgðagögn sem gerir notendum kleift að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á fyrirliggjandi rekstrargögnum.

Business Central í skýinu er því skilvirkara kerfi með færri handtök og veitir þér meiri tíma til að sinna öðrum verkefnum.

5. Fyrirsjáanlegur kostnaður

Kostnaðurinn við Business Central er fyrirsjáanlegur og greiðir þú alltaf sama mánaðarlega verðið fyrir áskriftina. Enginn óvæntur kostnaður fylgir hýsingu, viðhaldi eða endurnýjun á tölvubúnaði eins og getur verið með hugbúnað sem geymdur er á starfsstöð. Í Business Central í skýinu eru sjálfvirkar uppfærslur sem allir notendur fá án aukagjalds og tilheyrandi kostnaði sem fylgir slíkum uppfærslum eins og tíðkast oft með hugbúnað sem er geymdur á starfsstöð.

Business Central kerfið vex með fyrirtækinu þínu, þú borgar aðeins fyrir það sem þú notar. Á meðan fyrirtækið þitt þróast og þarfir breytast getur þú breytt áskriftinni eftir hentisemi.

Business Central í mánaðarlegri áskrift

Viltu vita meira eða setja saman þinn Business Central pakka?