05/01/2023

Origo fagnar fimm ára afmæli

Origo fagnar 5 ára afmæli en félagið varð til þegar Nýherji, TM Software og Applicon sameinuðust árið 2018.

Aðalbygging Origo, Borgartúni 37

Fyrir fimm árum síðan, árið 2018, sameinuðust Nýherji, TM Software og Applicon í að mynda eitt öflugasta nýsköpunar- og upplýsingatæknifyrirtæki landsins, Origo. Félagið rekur sögu sína talsvert lengra aftur í tímann eða allt til ársins 1899 þegar forveri þess hóf að selja skrifstofuvélar hérlendis. Frá skrifstofuvélum og fyrstu tölvunni sem kom til landsins hefur fyrirtækið vaxið og þróast í áranna rás, með sameiningu leiðandi aðila í upplýsingatækni.

Þetta er Origo

Origo er nýsköpunarfyrirtæki með þríþætt framboð í upplýsingatækni: rekstrarþjónustu, hugbúnað og notendabúnað. Við trúum að „betri tækni bæti lífið“ og erum stöðugt að þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar. Við þróum og seljum lausnir sem eru búnar til af fólki – fyrir fólk.

Sérþekking starfsmanna okkar gerir okkur kleift að þjónusta yfir 30.000 viðskiptavini og snerta marga mismunandi þætti samfélagsins; fyrirtæki, opinbera aðila og einstaklinga. Við erum á stöðugri hreyfingu til að þróa áfram lausnir sem breyta leiknum fyrir viðskiptavini okkar.

Stöðug þróun og nýsköpun

Síðastliðið ár var líklega eitt viðburðarríkasta í sögu Origo. Þar stendur salan á Tempo upp úr en hún sýnir skýrt hversu mikil verðmæti geta falist í hugbúnaðargerð og nýsköpun. Okkur þótti vænt um viðurkenningar í upplýsingatækni og jafnréttismálum en þar báru hæst verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun frá Creditinfo. Einnig hlutum við nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki VR, þriðja árið í röð.

Á síðustu fimm árum höfum við vaxið, eignast og viðhaldið frábærum viðskiptavinahóp. Lausnaframboð okkar og þjónusta er stöðugt að þróast til að mæta þörfum núverandi og framtíðar viðskiptavinum. Þökk sé okkar frábæra starfsfólki erum við að breyta leiknum, vinna traust og þróa áfram á hverjum einasta degi.

Við þökkum starfsfólki okkar, samstarfsaðilum og viðskiptavinum fyrir samskiptin á þessum fimm árum.

0:00

0:00

Deila frétt