09/11/2022

Origo styrkir átaksverkefni Vertonet

Origo styrkir átaksverkefni um að breyta staðalímynd tæknistarfa.

Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Origo

Origo er stoltur styrktaraðili átaksverkefnis Vertonet, samtök kvenna sem starfa í upplýsingatækni á Íslandi, um að auka nýliðun kvenna í upplýsingatækni. Markmið verkefnisins er að stuðla að fjölbreyttri ímynd upplýsingatækninnar og taka þátt í að breyta staðalímynd tæknistarfa.

Origo hefur skýran ásetning um að fjölga konum í tækni á næstu árum, hvetja konur til náms í tæknigreinum og til að sækjast eftir tækifærum í tæknigeiranum. Félagið hefur sett sér markmið um að helmingur allra nýráðinna á árinu séu konur. Í sumar náðist sá áfangi þegar helmingur sumarstarfsmanna sem voru ráðnir voru kvenkyns.

„Við viljum auka framgang kvenna í tækni og jafna ráðningarhlutfall enda er fjölbreytni af hinu góða. Því er okkur mjög mikilvægt að taka þátt í þessu átaksverkefni Vertonet og stuðla að fjölbreyttari vinnumarkaði í upplýsingatækni.“

Dröfn Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Origo

Dröfn Guðmundsdóttir hlaut nýverið hvatningarverðlaun Vertonet fyrir að hafa lagt sitt af mörkum í að gera tæknigeirann eftirsóknarverðari fyrir konur, fjölgað konum í tæknistörfum og stuðlað að fjölbreytileika innan geirans.

Hér má hlusta á viðtal við Dröfn í hlaðvarpi Vertonet „Konur í tækni“ þar sem hún segir betur frá mannauðsstefnu Origo og hvernig jafnrétti er ákvörðun:

0:00

0:00

Hluti af stefnu Origo í samfélagslegri ábyrgð tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna. Stuðningur við átaksverkefni Vertonet er því áframhaldandi vegferð félagsins í að auka fjölbreytileika í tæknistörfum. Origo er með aðild að Jafnréttisvog FKA, í samstarfi við Stelpur og tækni, ásamt því að vera jafnlaunavottað fyrirtæki frá því árið 2018 samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 og vinnur markvisst að áframhaldandi umbótum í jafnlaunamálum.

Origo hvetur fleiri fyrirtæki til að taka þátt í átaksverkefni VertonetOrigo hvetur fleiri fyrirtæki til að taka þátt í átaksverkefni Vertonet

Alls taka 25 fyrirtæki þátt í átaksverkefni Vertonet en Origo hvetur eindregið fleiri fyrirtæki, stofnanir og samtök til að leggja þessu mikilvæga samfélagslega verkefni lið. Með samstilltu átaki má þannig stuðla að aukinni þátttöku kvenna í upplýsingatækni og skapa virði fyrir samfélagið til framtíðar.

Deila frétt