06/03/2024

Sjálfbærniskýrsla ársins 2023 er komin út

Sjálfbærniskýrsla Origo fyrir árið 2023 er nú aðgengileg á vefnum. Við hvetjum lesendur til þess að skoða skýrsluna til þess að fá dýpri skilning á árangri og framtíðarstefnu okkar í sjálfbærnismálum.

Origo brand mynd

Origo snertir með starfsemi sinni fjölbreytta hluta samfélagsins og tekur ábyrgð sinni gagnvart samfélaginu af alvöru. Sjálfbærnistefna okkar snýst um að lágmarka neikvæð áhrif  á umhverfið, hafa jákvæð áhrif á samfélagsþróun og fara fram með góðu fordæmi.  

Þess vegna er okkur mikilvægt að mæla árangur sjálfbærnistarfs okkar og birta niðurstöðurnar. Á árinu unnust fjölbreyttir sigrar en mælingarnar hjálpa okkur einnig að finna verkefni sem við viljum gera enn betur.  

Lykiláherslur: Öryggi, nýsköpun, heilsa og jafnrétti 

Við trúum því að tæknin muni leika mikilvægt hlutverk í að leysa áskoranir samfélagsins í framtíðinni. Þess vegna höfum við sett okkur fjórar megináherslur og markmið sem eru grunnurinn að sjálfbærnistefnu Origo. Þær eru öryggi, nýsköpun, heilsa og jafnrétti. 

Þekkingaröflun og þróun eykur öryggi 

Á árinu eyddi starfsfólk Origo umtalsverðum tíma í þekkingaröflun og þróun, sem undirstrikar skuldbindingu fyrirtækisins um stöðugar umbætur en við trúum því að áskoranir samfélagsins verði leystar með nýsköpun og tækni. 

  • Starfsfólk varði 5% af tíma sínum í þekkingaröflun, en við trúum því að þekking sé undirstöðuatriði öryggis. 

  • Starfsfólk hugbúnaðarsviða varði 14% af sínum tíma í nýsköpun og þróun. 

Fjölbreytileiki er undirstaða nýsköpunar 

Við höfum sett okkur skýra stefnu og markmið í jafnréttismálum. Við viljum byggja heilbrigt starfsumhverfi sem umvefur fjölbreyttan hóp fólks. Í upplýsingatæknigeiranum eru konur í minnihluta og við höfum unnið að því að auka hlut kvenna í tækni með því að rétta af ráðningahlutfallið. Öruggt umhverfi og fjölbreytt sjónarmið eru nauðsynleg til áhrifaríkrar nýsköpunar. 

Við sjáum hlutföllin stefna í rétta átt hjá Origo en í samstæðunni sem heild er hlutfallið enn of lágt þó hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum hafi hækkað um 3 prósentustig milli ára. Origo náði 40% ráðningarhlutfall kvenna en við viljum gera en betur á næsta ári.  

Origo var bakhjarl Nordic women in tech AwardsOrigo var bakhjarl Nordic women in tech Awards

Hjá Origo snýst allt um fólk 

Mannauðurinn er það sem allt snýst um hjá Origo. Hópur fólks vinnur að því að skapa lausnir fyrir fólk. Þess vegna er starfsánægja og vellíðan lykilmælikvarði í rekstri. Reglulegar ánægjumælingar sýndu meðaltalið 8,3 í fyrra. 

Sjálfbærniuppgjörið: Samræming við heimsmarkmiðin 

Unnið er að markmiðum í umhverfis og félagslegum þáttum auk stjórnarhátta með skýrum aðgerðaráætlunum. Þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Origo getur helst haft jákvæð áhrif á með sínum aðgerðum eru: 

  • Heimsmarkmið 5 Jafnrétti kynjanna  

  • Heimsmarkmið 9 Nýsköpun og uppbygging  

  • Heimsmarkmið 12  Ábyrg neysla og framleiðsla  

  • Heimsmarkmið 13  Aðgerðir í loftslagsmálum  

Þau verkefni sem valið er að ráðast í tengjast þessum lykiláherslum og heimsmarkmiðum. 

Skýr ávinningur og minnkun á kolefnisfótspori 

Sjálfbærniverkefni Origo hafa sýnt skýran ávinning. Þar á meðal 10% minnkun á kolefnisfótspori á hvern starfsmann á milli ára og 50% minnkun frá árinu 2020 þökk sé orkuskiptum í bílaflota.  
Með stafrænni vegferð hefur pappírsnotkun dregist mjög saman, um 14% milli ára en 82% frá árinu 2018. Það eru fjölmörg verkefni sem hafa orðið til þess, svo sem mínar síður og rafræn móttaka reikninga. Við styðjum einnig viðskiptavini okkar í sambærilegum verkefnum, en Hafnarfjarðarbær er dæmi um bæjarfélag sem náði góðum árangri í loftslagsmálum með hagnýtingu stafrænna lausna.

  • Með aðstoð Pure North hafa úrgangsmálin verið tekin í gegn og flokkunarhlutfall er núna 77% og endurvinnsluhlutfall 98%. 

  • Hjá Origo samstæðunni eru nú 30% stjórnenda konur, sem er hækkun um 3 prósentustig milli ára.  

Stafrænt öryggi 

Starfsemi Origo byggir á trausti og áreiðanleika og það er markmið okkar að vera í framvarðasveit þeirra þjónustuaðila á íslenskum markaði sem stuðla að öruggu rekstrarumhverfi og þjónustu, bæði gagnvart eigin innviðum og fyrir viðskiptavini.  

Öryggismenning er ríkjandi hjá félaginu og á árinu voru haldin fjölbreytt námskeið og þjálfun í formi hakkaþons til að æfa örugga hugbúnaðargerð.  Þar að auka styrkti Origo Íslenska liðið í Gagnaglímu sem ferðaðist til Noregs til að keppa á netöryggiskeppni Evrópu.

GagnaglimanGagnagliman

Við snertum með starfsemi okkar fjölbreytta hluta samfélagsins og viljum fara fram með góðu fordæmi. Við náðum árangri í fjölbreyttum sjálfbærniverkefnum á árinu, sem við erum stolt af. En við erum ekki hætt og höldum áfram að vinna að markmiðum okkar um að skapa betra samfélag með tækninni. Verkefnin framundan snúast sérstaklega um nýsköpun, öryggi, heilsu og fjölbreytileika.

Lóa Bára Magnúsdóttir

Markaðsstjóri Origo

Sjálfbærniskýrsla Origo 2023

Við hvetjum lesendur til þess að skoða skýrsluna í heild sinni til þess að fá dýpri skilning á árangri og framtíðarstefnu okkar í sjálfbærnismálum.  

Deila frétt