Microsoft og sérfræðingar okkar aðstoða fyrirtæki við að ná markmiðum sínum, hvort sem að þau eru að halda í við breytta samkeppni, ná aukinni markaðshlutdeild eða verja gögn viðskiptavina.
Láttu okkur og Microsoft skýjaþjónustu hjálpa þínu fyrirtæki að ná forskoti.
Microsoft hefur valið upplýsingatæknifyrirtækið Origo sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2020. Viðurkenningin er fyrir árangur sem Origo hefur náð með viðskiptavinum sínum í þróun og innleiðingu á Microsoft 365 með áherslu á öryggi, samvinnutólið Teams og aðlögun á Azure skýjalausnum fyrir viðskiptavini.
Sameinar allt það besta úr Office 365, Windows 10 Enterprise og Enterprise Mobility + Security.
Það er hægt að gera svo miklu meira en bara að halda fjarfundi, Teams er líka öflugt spjallforrit. Þú getur einnig undirbúið fundi, spjallað við vinnufélagana, öðlast betri yfirsýn yfir verkefnin og verið í sambandi hvar og hvenær sem er.
Microsoft 365 umhverfið er afritað að meðaltali á 6-8 klst fresti. Afritunin fer fram í bakgrunni og truflar því ekki notendur í sínum daglegu störfum.
Daglegt utanumhald á Microsoft 365 umhverfi, 24/7 eftirlit með tilkynningum frá Microsoft, bilanagreining vegna atvika og viðhald á skýrslum vegna öryggisfrávika.
Geymdu gögnin þín í skýinu með Azure skýjalausninni.
Tryggðu öryggi gagna og hagkvæman UT rekstur.