04/01/2023 • Hanna Rut Sigurjónsdóttir

Heilbrigðis- þjónusta stafræn í síauknum mæli

Tækifærin innan heilbrigðistækni eru óteljandi og eru flest öll mjög brýn til að halda í við þá þjónustu sem einstaklingar þarfnast og krefjast.

Arna Harðardóttir, sölu- og markaðsstjóri heilbrigðislausna Origo

Heilbrigðis- og velferðarþjónusta er í síauknum mæli að verða stafræn. Tæknin er nýtt betur á þessu sviði eftir Covid að sögn Örnu Harðardóttur, sölu- og markaðsstjóra heilsbriðgislausna Origo sem er sjálfstætt svið innan fyrirtækisins og sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir heilbrigðis- og velferðarkerfið.

„Heilbrigðis- og velferðarkerfið er að kljást við margar stórar og margþættar áskoranir og markmiðið með heilbrigðislausnum er að auðvelda og styðja við störf þeirra sem sinna heilbrigðisþjónustu en einnig bæta öryggi og gæði fyrir þá sem þiggja þjónustuna,“ segir Arna en hún hefur starfað innan mismunandi fyrirtækja tengdum heilbrigðiskerfinu síðustu ár.

Heilbrigðis- og velferðarþjónusta stafræn í síauknum mæliHeilbrigðis- og velferðarþjónusta stafræn í síauknum mæli

Ég tel að ein af lausnunum við áskorununum er að setja stóraukin kraft í stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Til þess að bæði styðja við það starfsfólk sem sinnir þessari þjónustu en einnig til að hjálpa einstaklingum að taka aukna ábyrgð á sinni heilsu og haft betri yfirsýn yfir sína eigin heilbrigðismál.

Arna Harðardóttir

Sölu- og markaðsstjóri heilbrigðislausna Origo

Tæknin nýtt betur í kjölfar Covid

„Í kjölfar Covid sáum við sem samfélag kosti þess að nýta tæknina betur. Við nýttum okkur flest Heilsuveru og auðvelt er að sjá hversu mikinn tíma það sparaði fyrir bæði almenning og heilbrigðisstarfsfólk og einfaldaði samskipti fyrir einstaklinga. Aukin nýtni á þeirri tækni sem hefur verið þróuð þar er gríðarlega mikilvæg og mun aðstoða okkur að taka mikilvæg framfaraskref t.d. í fjarheilbrigðisþjónustu.“

Hröð þróun sé á heilbrigðislausnum víða um heim með áherslu á aðgengi að öllum gögnum, samtengingu gagnanna og betri úrvinnsla á þeim. Aukin sjálfvirkni eigi eftir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að forgreina, flokka upplýsingar og mögulega grípa mun fyrr ákveðna sjúkdóma eða einkenni.

Hröð þróun á heilbrigðistækni og þjónustuHröð þróun á heilbrigðistækni og þjónustu

„Ekki er langt síðan mikið af skráningu upplýsinga var enn á pappír og markmiðið var einungis að koma skráningunni yfir í tölvu en mikil tækifæri eru í að einfalda ferla, störf og auka yfirsýn. Í dag er mikilvægt að upplýsingar séu miðlægar og aðgengilegar. Nú er t.d. að koma út eining þar sem biðlistar heilbrigðiskerfisins eru miðlægir. Þetta mun hjálpa stjórnvöldum að hafa betri yfirsýn yfir stöðu biðlista en þetta mun líka hjálpa einstaklingum að sjá hvar þeir eru staddir á biðlistum, t.d. fyrir liðskiptaaðgerðir og vita á hvaða biðlistum þeir eru.

Önnur breyting innan heilbrigðistækni sem mun halda áfram að þróast er þátttaka og ábyrgð einstaklingsins í sinni meðferð hjá heilbrigðiskerfinu. Við sem einstaklingar viljum hafa góða yfirsýn yfir okkar meðferð, geta haft möguleg áhrif með t.d. notkun ýmissa mælitækja, átt í samskiptum gegnum netið eða fengið aðstandendur okkar til að halda utan um okkar mál. Við sjáum fram á mörg tækifæri til að bæta og auka t.d. velferðarþjónustu til aldraðara og langveikra með aukinni notkun á heilbrigðistækni sem hjálpar einstaklingum að vera lengur á sínu heimili þar sem tæknin aðstoðar við yfirsýn fyrir einstaklinginn, aðstandendur og velferðarkerfið."

Tækifærin innan heilbrigðistækni eru óteljandi

Á heilbrigðissviði Origo starfa tæplega 70 sérfræðingar með sérþekkingu á sviði heilbrigðistækni sem vinna við þróun á notendavænum lausnum sem myndi sterkan grunn fyrir heilbrigðiskerfið í dag. Arna segir að þróun Origo sé unnin bæði í nánu samstarfi við lykilnotendur og vinnur heilbrigðissviðið með ýmsum heilbrigðistengdum sprotafyrirtækjum.

„Tækifærin innan heilbrigðistækni eru óteljandi og eru flest öll mjög brýn til að halda í við þá þjónustu sem einstaklingar þarfnast og krefjast. Nýlega urðu Heilbrigðislausnir sjálfstætt svið innan Origo og er það hluti af vegferð okkar að efla þjónustu okkar og komast nær okkar viðskiptavinum."

https://images.prismic.io/new-origo/18e89d65-5427-433e-ae14-cbfcf710b5ec_301037620_105959385573882_9002912573257415707_n.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Hanna Rut Sigurjónsdóttir

Viðskiptastjóri heilbrigðislausna hjá Origo

Deila bloggi