Samfélagsstyrkir

Styrkveitingar Origo styðja við sjálfbærnistefnu félagsins en megináherslur hafa verið nýsköpun, öryggi og jafnrétti. Origo er aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjörg þar sem sérstök áhersla er lögð á stuðning í upplýsingatækni og netöryggismálum. 

Brand myndefni

Aðalstyrktaraðili Landsbjargar

Finnum leiðina: Samstarf okkar skapar öryggi

Origo er aðalstyrktaraðili Landsbjargar. Yfirskrift samstarfsins er „Finnum leiðina: Samstarf okkar skapar öryggi“ og er sérstök áhersla lögð á stuðning við Landsbjörg í upplýsingatækni og netöryggismálum. Origo og Landsbjörg eiga það sameiginlegt að þurfa reglulega að leysa verkefni af ýmsum stærðum og gerðum og öryggi er alltaf í fyrirrúmi hjá báðum aðilum.  Stundum eru krefjandi aðstæður og þá er þörf á nýsköpun og samvinnu.

Við trúum því að með því að einbeita okkur að einum málstað getum við haft þýðingarmeiri áhrif á samfélagið.

myndskreyting

Nýsköpun

Menntasjóðurinn Fremri

Markmið styrkveitinga úr menntasjóðnum Fremri er að stuðla að eflingu mannauðs hjá Origo með því að gera starfsfólki og framtíðar starfsfólki kleift að sækja sér fjölbreytta og alþjóðlega menntun í hæsta gæðaflokki. Styrkir úr sjóðnum geta verið:

  • Styrkir til starfsmanna Origo og dótturfélaga til náms eða þekkingaröflunar á sviði nýsköpunar, þróunar hugbúnaðar- og tæknilausna, framtíðartækni og viðskiptaþróunar.

  • Námsstyrkur til að efla unga leiðtoga hjá Origo og dótturfélögum með það að markmiði að styrkja ungt fólk til leiðtogastarfa og breytingastjórnunar.

Kinga Maria Rozanska á Ofurhetjudögum Origo
Menntasjóðurinn Fremri logo

Nýsköpun

KLAK - Icelandic Startups

Með því að fjárfesta í nýsköpun viljum við leggja okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar samfélagsins. Sögu KLAK Icelandic Startups má rekja til Origo, en Origo er í hópi aðaleigenda KLAK. Hlutverk KLAK er að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi. Origo styður einnig við hraðla hjá KLAK bæði með fjárveitingum og vinnuframlagi starfsfólks Origo í hlutverki mentora. Origo er bakhjarl stærstu frumkvöðlakeppni landsins, Gulleggsins.

myndskreyting

Jólagjöf

Jólagjöf viðskiptavina Origo

Á hverju ári gefum við viðskiptavinum okkar jólagjöf. Þá sendum við rafræna kveðju til viðskiptavina okkar og styrkjum eitt málefni. Það verður opnað fyrir umsóknir um þann styrk að hausti og starfsmenn kjósa úr innsendum umsóknum. Það verður auglýst þegar umsóknir opna.

myndskreyting

Styrkveitingar

Dæmi um verkefni sem við höfum styrkt undanfarin ár.