Origo leggur áherslu á að efla tengsl tæknigreina á mismunandi skólastigum við atvinnulífið, ýta undir nýsköpun í tæknigreinum, hvetja nemendur til að hefja nám í slíkum greinum, efla stoðir slíks náms og tryggja nægilegt framboð framúrskarandi tæknimenntaðs starfsfólks á komandi árum.
Origo styrkir verkefni sem hafa það markmið að efla nýsköpun og hvetja ungt fólk til þátttöku í tæknigreinum.
Origo styður til góðra verka í samfélaginu á sviði mannúðarmála, forvarnar- og æskulýðsstarfs, rannsókna, umhverfismála og náttúruverndar. Styrkirnir eru hugsaðir sem hvatning til að láta gott af sér leiða.
Origo notar vafrakökur m.a. til að greina notkun og bæta virkni vefsíðunnar. Nánari upplýsingar um vafrakökur má finna hér.