Stefnuáherslur Origo í félagslegum málefnum eru hluti af sjálfbærnistefnu félagsins og fjalla um samskipti við starfsmenn, viðskiptavini, birgja og aðra hagaðila.
Origo hefur í gegnum árin veitt margvíslega styrki til samfélagslegra málefna og lagt áherslu á góða tengingu við starfsmenn og samfélagið allt. Origo styður verkefni í samfélaginu á sviði mannúðarmála, forvarnar- og æskulýðsstarfs, rannsókna, umhverfismála og náttúruverndar. Styrkirnir eru hugsaðir sem hvatning til að láta gott af sér leiða.
Áhersla er lögð á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 5 (jafnrétti kynjanna) og 9 (nýsköpun og uppbygging).