Medicor

Medicor er alhliða lyfjaafgreiðslukerfi fyrir apótek. Auk hefðbundinnar lyfjaafgreiðslu tekur Medicor á móti rafrænum lyfseðlum og sendir upplýsingar um afgreidda lyfseðla til Tryggingastofnunar.

Brand myndefni

Lyfjaafgreiðsla

Medicor er alhliða lyfjaafgreiðslukerfi fyrir apótek. Auk hefðbundinnar lyfjaafgreiðslu tekur Medicor á móti rafrænum lyfseðlum og sendir upplýsingar um afgreidda lyfseðla til Tryggingastofnunar. Kerfið gerir notendum kleift að „taxera" lyfseðla á skjótan og aðgengilegan hátt, nota lyfjakort, setja inn afslætti, prenta út límmiða o.s.frv.

Kerfið tengist birgðakerfunum Fjalari og DK og einfalt er að útfæra tengingu við önnur birgðakerfi, sé þess óskað. Auk þess „talar" Medicor við helstu kassakerfi sem eru í notkun á Íslandi. Medicor hefur verið í notkun síðan árið 2000 og hefur á því tímabili verið þróað til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til lyfjaafgreiðslukerfis á íslenskum markaði.

Læknir að störfum

Fréttir

Heilbrigðislausnir Origo í fréttum

Kona skráir sig á viðburð
Ráðgjöf

Fá ráðgjöf