Um okkur

Origo hf. er samstæða þjónustufyrirtækja í upplýsingatækni sem hefur verið með landsmönnum allt frá því forveri þess hóf að selja skrifstofuvélar árið 1899. Einkunnarorð Origo eru „Betri tækni bætir lífið“ en Origo er leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja (stórra sem smárra), opinberra aðila og einstaklinga á Íslandi. Hjá Origo starfa yfir 500 manns heima og að heiman.

Það sem við bjóðum

Í dag eru viðskiptavinir Origo samstæðunnar rúmlega 30.000, hérlendis og erlendis. Við bjóðum upp á öflugt lausnaframboð fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtæki. Allt frá búnaði, stafrænni umbreytingu, kerfisrekstri og þjónustu að upplýsingaöryggi, ERP og BI, ásamt stafrænum heimi. Við bjóðum ennfremur upp á sérhæfðara lausnaframboð fyrir banka, mannauðsdeildir, ferðaiðnaðinn, orkugeirann og heilbrigðisstofnanir.

Það sem drífur okkur áfram

Við trúum að betri tækni bæti lífið. Reynsla okkar sýnir að við ávinnum okkur traust með sérþekkingu okkar og með því að hlusta á viðskiptavini okkar. Þetta, ásamt þekkingu á markaðnum, gefur okkur tækifæri til að búa til lausnir og þjónustu sem breyta leiknum – til góðs.

Við erum stöðugt að þróa lausnir og þjónustu með það að markmiði að viðskiptavinir okkar skari fram úr.

Betri tækni bætir lífið

vinnum traust

Origo byggir á hugviti, reynslu og sérþekkingu starfsfólks. Þessi djúpa tækniþekking, ásamt því að hlusta á og skapa virði fyrir viðskiptavininn gerir það að verkum að við ávinnum okkur traust og gerum okkur gildandi í samfélaginu.

breytum leiknum

Við trúum að betri tækni breyti leiknum og skapi um leið virði fyrir viðskiptavininn. Við viljum að tæknin geri viðskiptavinum okkar kleift að skara fram úr og að hún skipti sköpum.

þróum áfram

Góðar lausnir þarf stöðugt að þróa áfram til að þær séu fremstar á markaðnum og uppfylli þarfir viðskiptavina. Tæknin er hröð og til þess að hún verði sífellt betri þarf stöðugt að vera að þróa hana áfram – hratt en örugglega.

Sagan nær allt til ársins 1899

Djúpar rætur í íslensku samfélagi

Origo varð til þegar Nýherji, TM Software og Applicon sameinuðust árið 2018. Félagið rekur sögu sína til ársins 1949 og var lengi vel IBM á Íslandi. IBM á Íslandi, og síðar Nýherji, var þekkt fyrir að vera í fararbroddi hérlendis við markaðssetningu á IBM-tölvum og þjónustu við fyrirtæki og heimili. TM Software, sem síðar varð Skyggnir, var á meðal 500 stærstu hugbúnaðarfyrirtækja í Evrópu upp úr aldamótum. Applicon hafði haslað sér völl á Norðurlöndum sem ráðgjafarfyrirtæki á sviði hugbúnaðar.

Starfstækifæri

Erum við að leita að þér?

Origo leggur ríka áherslu á að ráða hæfasta starfsfólk sem völ er á. Við ráðum inn fjölbreyttan hóp fólks með fjölbreytta hæfni og tækniþekkingu.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000