Afgreiðslulausnir

Einfaldaðu söluferlið með notendavænum lausnum sem skila aukinni sölu.

Afgreiðslu- og verslunarlausnir

Lausnir fyrir rafrænan rekstur

Sjálfsafgreiðslulausnir

Sjálfsafgreiðslulausnir hafa í för með sér aukin þægindi og hagræðingu. Viðskiptavinur ræður ferðinni í sjálfsafgreiðslu, hann afgreiðir sig sjálfur á einfaldan hátt og þarf ekki að bíða í biðröð.

Ávinningurinn fyrir fyrirtæki felur í sér færri starfsmenn í afgreiðslu og því hægt að færa þá í önnur mikilvægari og virðisaukandi störf innan fyrirtækisins. Með sjálfsafgreiðslulausnum geta fyrirtæki aukið hagræðingu og dregið úr kostnaði.

Snjallbox

Við bjóðum upp á snjallbox fyrir vöruafhendingu og eignaumsýslu.

Með snjallboxi geta fyrirtæki boðið upp á einfalda leið til að sækja og skila vöru. Viðskiptavinir einfaldlega ganga frá kaupum í vefverslun og sækja vöruna í snjallboxið þegar þeim hentar. Engar raðir og opið allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Rafrænir hillumiðar

Stafrænir verðmiðar eru notaðir til að verðmerkja og veita nánari upplýsingar um tilteknar vörur í verslunum. Verðmiðarnir uppfæra verðbreytingar sjálfkrafa í gegnum fjárhagskerfi verslunarinnar og með því sparast mikill tími við verðlagningu. Einfalt og fljótlegt er að setja inn tilboð og vörur á útsölu með stuttum fyrirvara.

Auðveldar jafnframt viðskiptavinum að nálgast rétt verð og ljúka kaupferlinu á einfaldan hátt.

Handtölvulausnir

Handtölvulausnir einfalda skráningu upplýsinga þar sem aðgegni að borðtölvum er ekki til staðar, líkt og úti á gólfi verslunar eða í vöruhúsi.

Við búum yfir mikilli reynslu á þessu sviði hugbúnaðarlausna og höfum tengsl við öfluga birgja sem bjóða vélbúnað til að keyra lausnir okkar á.

Biðraðakerfi

Með númerakerfi frá Wavetec styttir þú biðtíma, afgreiðir fleiri, eykur ánægju viðskiptavina og afköst starfsmanna.

Lausnin hentar einnig vel á tímum sem þessum en hægt er að tryggja betur öryggi viðskiptavina og starfsfólks með tímabókunum á netinu, innskráningu í biðröð úr farsíma og talningu viðskiptavina í útibúum.

Rent a pos

Þægilegt fullbúið afgreiðslukerfi (POS lausn) gegn föstu mánaðargjaldi. Hentar einkum smærri og meðalstórum söluaðilum.

RFID - Þráðlaus auðkenning

Í verslunargeiranum getur RFID tæknin aukið rekjanleika vara - og flutningseininga í aðfangakeðjunni. Frá framleiðslu, vöruhúsi, verslun til viðskiptavinar.

Minni fyrirhöfn og meiri nákvæmni við lager-utanumhald í formi einfaldari talninga og vörumóttöku.

Vocollect Voice - Raddstýring

Með Vocollect raddstýringu þarf starfsfólkið ekki lengur að halda á hand-, spjaldtölvu eða skanna og horfa til skiptis á skjá og hillur og er því með augu og hendur frjáls allan tímann. Ávinningurinn er meiri afköst, aukin skilvirkni, færri mistök og meira öryggi fyrir starfsfólk.

Hentar öllum tegundum af vöruhúsum, verslunum og eftirlitsiðnaði.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000