Leiðandi í upplýsingatækni fyrir verslun og þjónustu
Verslun er óðum að færast yfir á netið og ný kynslóð viðskiptavina gerir kröfur. Þar komum við inn og gerum þér kleift að fara fram úr væntingum í netverslun og hjálpum þér um leið að gera heimsókn í verslunina að frábærri upplifun.
Við vitum að viðskiptavinurinn er þér ávallt efst í huga. Þess vegna notum við svokallaða agile sprint aðferðafræði til að hanna og þróa stafrænar lausnir sem auka afköst, einfalda ferla og draga úr umhverfisáhrifum af þinni starfsemi.
Verslunarupplifunin
Við bjóðum fjöldan allan af lausnum sem bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina þinna: Kassakerfi, sjálfsafgreiðslu, rafrænar hillumerkingar, skilti og margmiðlunarútstillingar, svo eitthvað sé nefnt. Þá bjóðum við líka upp á fágaðar öryggislausnir, þar sem gervigreind vaktar helstu svæði verslunarinnar til að fyrirbyggja þjófnað.
Við leggjum áherslu á að mæta þínum þörfum og bjóðum meðal annars upp á afgreiðslulausnir til leigu fyrir smærri fyrirtæki sem þurfa einfaldar og sveigjanlegar lausnir.
Snjallt, smellt og sótt
Ef þú rekur netverslun getum við hjálpað þér við alla þætti ferlisins – frá því að smíða app og samþætta það afgreiðslukerfinu, að afhendingu vörunnar til viðskiptavina. Snjallbox eru dæmi um snjalla lausn frá Origo fyrir rafræna afhendingu vara: Skápar þar sem viðskiptavinir geta sótt og skilað vörum úr vefverslun hvenær sem þeim hentar án tillits til opnunartíma og án þess að þurfa að standa í röð.
Hagkvæmni í vörugeymslu og flutningum
Hjá Origo færðu einnig tæknilausnir fyrir bakendastarfsemina. Þar á meðal er tölvustýring á lager til að auka skilvirkni við að sækja og pakka vörunum, rafræn birgðaskráning, samþætting við netverslun, sjálfvirkt samskiptakerfi sem sendir viðskiptavinum uppfærðar upplýsingar og bókunarkerfi fyrir sendla sem bestar sendingarleiðir. Allar þessar bakendalausnir spara þér tíma og peninga, auka afköst og gefa viðskiptavinum þínum meira fyrir peninginn.
Við styðjum þig í grænni vegferð
Í dag keppast fyrirtæki við að gera reksturinn eins grænan og mögulegt er. Verslunarlausnir Origo hjálpa þér að minnka bæði orkunotkun og úrgang. Með rafrænum hillumerkingum sparast til að mynda pappír og Snjallbox fækkar ferðum viðskiptavina á annatímum og dreifir þeim yfir allan sólarhringinn.
Hjá Origo leggjum við okkur líka sérstaklega fram um að vera grænn birgi. Allur bílafloti fyrirtækisins er rafknúinn og allur úrgangur af okkar starfsemi flokkaður og endurunninn. Starfsfólk okkar getur unnið heima eftir hentugleika, sem fækkar ferðum og eykur afköst. Og að sjálfsögðu kemur öll orka fyrir okkar starfsemi frá endurnýjanlegum íslenskum orkugjöfum.