Afgreiðslulausnir

Hvort sem verkefnið snýr að vörugeymslu eða flutningum, afgreiðslu eða afhendingu þá er Origo með lausnina fyrir þinn rekstur. Við bjóðum upp á framúrskarandi tæknilausnir sem hjálpa þér bæði að veita úrvals þjónustu og að ná markmiðum þínum um umhverfisvænni og betri rekstur.

Afgreiðslu- og verslunarlausnir

Lausnir fyrir rafrænan rekstur

Kassakerfi

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af kassakerfum fyrir þína starfsemi, margar útfærslur í boði ásamt vönduðum og stílhreinum búnaði.

Viðskiptavinum stendur til boða að kaupa allan búnað eða leigja fullbúið afgreiðslukerfi með þjónustu fyrir fast mánaðargjald.

Vöruhúsakerfi

Notendavænt og hagkvæmt vöruhúsakerfi sem gefur aukna yfirsýn, betri nýtingu á geymsluplássi og tíma starfsfólks, fækkar villum og eykur ánægju viðskiptavina.

Sjálfsafgreiðslulausnir

Sjálfsafgreiðslulausnir hafa í för með sér aukin þægindi og hagræðingu. Viðskiptavinur ræður ferðinni í sjálfsafgreiðslu, hann afgreiðir sig sjálfur á einfaldan hátt og þarf ekki að bíða í biðröð.

Ávinningurinn fyrir fyrirtæki felur í sér færri starfsmenn í afgreiðslu og því hægt að færa þá í önnur mikilvægari og virðisaukandi störf innan fyrirtækisins. Með sjálfsafgreiðslulausnum geta fyrirtæki aukið hagræðingu og dregið úr kostnaði.

Snjallbox

Við bjóðum upp á snjallbox fyrir vöruafhendingu og eignaumsýslu.

Með snjallboxi geta fyrirtæki boðið upp á einfalda leið til að sækja og skila vöru. Viðskiptavinir einfaldlega ganga frá kaupum í vefverslun og sækja vöruna í snjallboxið þegar þeim hentar. Engar raðir og opið allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Rafrænir hillumiðar

Stafrænir verðmiðar eru notaðir til að verðmerkja og veita nánari upplýsingar um tilteknar vörur í verslunum. Verðmiðarnir uppfæra verðbreytingar sjálfkrafa í gegnum fjárhagskerfi verslunarinnar og með því sparast mikill tími við verðlagningu. Einfalt og fljótlegt er að setja inn tilboð og vörur á útsölu með stuttum fyrirvara.

Auðveldar jafnframt viðskiptavinum að nálgast rétt verð og ljúka kaupferlinu á einfaldan hátt.

Handtölvulausnir

Handtölvulausnir einfalda skráningu upplýsinga þar sem aðgengi að borðtölvum er ekki til staðar, líkt og úti á gólfi verslunar eða í vöruhúsi.

Við búum yfir mikilli reynslu á þessu sviði hugbúnaðarlausna og höfum tengsl við öfluga birgja sem bjóða vélbúnað til að keyra lausnir okkar á.

RFID - Þráðlaus auðkenning

Í verslunargeiranum getur RFID tæknin aukið rekjanleika vara - og flutningseininga í aðfangakeðjunni. Frá framleiðslu, vöruhúsi, verslun til viðskiptavinar.

Minni fyrirhöfn og meiri nákvæmni við lager-utanumhald í formi einfaldari talninga og vörumóttöku.

Vocollect Voice - Raddstýring

Með Vocollect raddstýringu þarf starfsfólkið ekki lengur að halda á hand-, spjaldtölvu eða skanna og horfa til skiptis á skjá og hillur og er því með augu og hendur frjáls allan tímann. Ávinningurinn er meiri afköst, aukin skilvirkni, færri mistök og meira öryggi fyrir starfsfólk.

Hentar öllum tegundum af vöruhúsum, verslunum og eftirlitsiðnaði.

Límmiða- og kortaprentlausnir

Við bjóðum öflugan hug- og vélbúnað fyrir prentun sem hjálpar þínu fyrirtæki að ná samkeppnisforskoti í stafrænum heimi.

Við erum samstarfsaðilar stærstu fyrirtækja heims í thermal prentbúnaði og hugbúnaði fyrir límmiða- kortaprentun, útlisthönnun og prentumsjón.

Okkar þjónusta

Leiðandi í upplýsingatækni fyrir verslun og þjónustu

Verslun er óðum að færast yfir á netið og ný kynslóð viðskiptavina gerir kröfur. Þar komum við inn og gerum þér kleift að fara fram úr væntingum í netverslun og hjálpum þér um leið að gera heimsókn í verslunina að frábærri upplifun.

Við vitum að viðskiptavinurinn er þér ávallt efst í huga. Þess vegna notum við svokallaða agile sprint aðferðafræði til að hanna og þróa stafrænar lausnir sem auka afköst, einfalda ferla og draga úr umhverfisáhrifum af þinni starfsemi.

Blómabúð
Lausnirnar

Verslunarupplifunin

Við bjóðum fjöldan allan af lausnum sem bæta þjónstu og upplifun viðskiptavina þinna: Kassakerfi, sjálfsafgreiðslu, rafrænar hillumerkingar, skilti og margmiðlunarútstillingar, svo eitthvað sé nefnt. Þá bjóðum við líka upp á fágaðar öryggislausnir, þar sem gervigreind vaktar helstu svæði verslunarinnar til að fyrirbyggja þjófnað.

Við leggjum áherslu á að mæta þínum þörfum og bjóðum meðal annars upp á afgreiðslulausnir til leigu fyrir smærri fyrirtæki sem þurfa einfaldar og sveigjanlegar lausnir.

Stúlka notar sjálfsafgreiðslu
Snjallbox

Snjallt, smellt og sótt

Ef þú rekur netverslun getum við hjálpað þér við alla þætti ferlisins – frá því að smíða app og samþætta það afgreiðslukerfinu, að afhendingu vörunnar til viðskiptavina. Snjallbox eru dæmi um snjalla lausn frá Origo fyrir rafræna afhendingu vara: Skápar þar sem viðskiptavinir geta sótt og skilað vörum úr vefverslun hvenær sem þeim hentar án tillits til opnunartíma og án þess að þurfa að standa í röð.

Snjallbox í verslun
Flutningslausnir

Hagkvæmni í vörugeymslu og flutningum

Hjá Origo færðu einnig tæknilausnir fyrir bakendastarfsemina. Þar á meðal er tölvustýring á lager til að auka skilvirkni við að sækja og pakka vörunum, rafræn birgðaskráning, samþætting við netverslun, sjálfvirkt samskiptakerfi sem sendir viðskiptavinum uppfærðar upplýsingar og bókunarkerfi fyrir sendla sem bestar sendingarleiðir. Allar þessar bakendalausnir spara þér tíma og peninga, auka afköst og gefa viðskiptavinum þínum meira fyrir peninginn.

Séð inn í stórt vöruhús
Sjálfbærni

Við styðjum þig í grænni vegferð

Í dag keppast fyrirtæki við að gera reksturinn eins grænan og mögulegt er. Verslunarlausnir Origo hjálpa þér að minnka bæði orkunotkun og úrgang. Með rafrænum hillumerkingum sparast til að mynda pappír og Snjallbox fækkar ferðum viðskiptavina á annatímum og dreifir þeim yfir allan sólarhringinn.

Hjá Origo leggjum við okkur líka sérstaklega fram um að vera grænn birgi. Allur bílafloti fyrirtækisins er rafknúinn og allur úrgangur af okkar starfsemi flokkaður og endurunninn. Starfsfólk okkar getur unnið heima eftir hentugleika, sem fækkar ferðum og eykur afköst. Og að sjálfsögðu kemur öll orka fyrir okkar starfsemi frá endurnýjanlegum íslenskum orkugjöfum.

Kynningarmyndbönd

Stafræn verslun

Undanfarið ár hefur átt sér stað stafræn vakning um heim allan sem hefur ekki síst haft áhrif á smásölu. Meðal breytinga undanfarið er að kauphegðun fólks hefur breyst, tæknivæðing verslana hefur skotist fram um fjölda ára og neytendur setja aukna áherslu á umhverfismál. Fjölmargar stafrænar lausnir eru nú í boði sem geta einfaldað söluferlið svo um munar.

Verslun framtíðarinnar

Hröð tækniþróun hefur haft gríðarlega mikil áhrif á væntingar viðskiptavina. Viðskiptavinir eru orðnir kröfuharðari og kauphegðun hefur breyst

Snjallbox fyrir vöruafhendingu og eignaumsýslu

Með snjallboxi geta fyrirtæki boðið einfalda leið til að sækja og skila vöru. Viðskiptavinir einfaldlega ganga frá kaupum í vefverslun og sækja vöruna í snjallboxið þegar þeim hentar. Engar raðir og opið allan sólarhringinn, alla daga vikunnar

Maður situr við vinnustöðina sína og horfir framan í myndavélina
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000