Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Við lögðum upp með 2021 sem ár nýrra áherslna þar sem við ýttum undir frekara sjálfstæði teymanna hjá okkur, lögðum hart að okkur við að gera vöruframboðið sterkara og hnitmiðaðra og jukum áherslu á viðskiptaþróun og markaðsmál. Tekjur félagsins aukast um 6,6% á árinu, afkoma félagsins batnar umtalsvert og skilar reksturinn 8,8% EBITDA á móti 6,3% á sl. ári.
Tilnefningarnefnd Origo hf. 2021-2022 leggur til að:
Ari Daníelsson, Ari Kristinn Jónsson, Auður Björk Guðmundsdóttir, Hildur Dungal og Hjalti Þórarinsson verði kosin í stjórn félagsins á aðalfundi 3. mars 2022.
Það er mat tilnefningarnefndar að þessi tillaga að stjórn uppfylli vel viðmið nefndarinnar um hæfni og hæfi stjórnarmanna og kröfur sem gerðar eru til góðra stjórnarhátta. Tillaga tilnefningarnefndar er að tvær breytingar verði gerð á stjórn frá fyrra ári, að Ari Daníelsson og Ari Kristinn Jónsson komi í stað þeirra Guðmundar Jóhanns Jónssonar og Ívars Kristjánssonar sem ekki gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Fundurinn fer fram í gegnum tæknibúnaðinn Lumi þar sem hluthafar geta fylgst með aðalfundarstörfum og tekið þátt í atkvæðagreiðslum.
Leiðbeiningar og upplýsingar um rafræna þátttöku, aðgangsorð og atkvæðagreiðslu, er að finna hér fyrir ofan.
Sérstök athygli er vakin á því að u.þ.b. fimm virka daga getur tekið að fá sent aðgangsorð og hluthöfum því bent á að sækja um aðgangsorð tímanlega.