Árs- og sjálfbærniskýrsla 2021

Við lögðum upp með 2021 sem ár nýrra áherslna þar sem við ýttum undir frekara sjálfstæði teymanna hjá okkur, lögðum hart að okkur við að gera vöruframboðið sterkara og hnitmiðaðra og jukum áherslu á viðskiptaþróun og markaðsmál. Tekjur félagsins aukast um 6,6% á árinu, afkoma félagsins batnar umtalsvert og skilar reksturinn 8,8% EBITDA á móti 6,3% á sl. ári.

Aðalfundur

Upplýsingar og gögn 2022

Leiðbeiningar um rafrænan fund
Umboðseyðublað
Framboðseyðublað
Skýrsla tilnefningarnefndar

Auglýsing um aðalfund Origo hf.
Upplýsingar um réttindi hluthafa
Tillaga stjórnar um skipan tveggja nefndarmanna í tilnefningarnefnd

Ársreikningur 2021

Samþykktir eftir aðalfund
Starfskjarastefna fyrir aðalfund
Tillögur stjórnar fyrir aðalfund
Árs- og sjálfbærniskýrsla Origo 2021
Helstu niðurstöður aðalfundar
Tilnefningarnefnd

Tillaga tilnefningarnefndar 2022

Tilnefningarnefnd Origo hf. 2021-2022 leggur til að:

Ari Daníelsson, Ari Kristinn Jónsson, Auður Björk Guðmundsdóttir, Hildur Dungal og Hjalti Þórarinsson verði kosin í stjórn félagsins á aðalfundi 3. mars 2022.

Það er mat tilnefningarnefndar að þessi tillaga að stjórn uppfylli vel viðmið nefndarinnar um hæfni og hæfi stjórnarmanna og kröfur sem gerðar eru til góðra stjórnarhátta. Tillaga tilnefningarnefndar er að tvær breytingar verði gerð á stjórn frá fyrra ári, að Ari Daníelsson og Ari Kristinn Jónsson komi í stað þeirra Guðmundar Jóhanns Jónssonar og Ívars Kristjánssonar sem ekki gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Aðalfundur

Skráning á fundinn

Fundurinn fer fram í gegnum tæknibúnaðinn Lumi þar sem hluthafar geta fylgst með aðalfundarstörfum og tekið þátt í atkvæðagreiðslum.

Leiðbeiningar og upplýsingar um rafræna þátttöku, aðgangsorð og atkvæðagreiðslu, er að finna hér fyrir ofan.

Sérstök athygli er vakin á því að u.þ.b. fimm virka daga getur tekið að fá sent aðgangsorð og hluthöfum því bent á að sækja um aðgangsorð tímanlega.

Skráning á fundinn fer fram hér.

Aðalfundur

Dagskrá fundar 2022

1.Skýrsla stjórnar um starfsemi þess síðastliðið rekstrarár
2.Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu
3.Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og fyrir setu í undirnefndum
4.Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins
5.Kosning stjórnar félagsins
6.Kosning endurskoðanda
7.Tillaga stjórnar um staðfestingu á skipan tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd
8.Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá
9.Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. gr. hlutafélagalaga
10.Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins: Stjórn leggur til heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár í grein 15.1. verði endurnýjuð og nái til þess að hækka hlutafé félagsins í einu lagi eða áföngum um allt að kr. 30.000.000 að nafnverði með áskrift nýrra hluta. Að öðru leyti verði heimildin í samræmi við gildandi grein 15.1. í samþykktum félagsins. Þá leggur stjórn til að grein 15.2. í samþykktum félagsins verði eytt enda er gildistími heimildarinnar útrunninn.
11.Önnur mál
Sækja gögn

Eldri fundargögn

Aðalfundargögn 2021

Aðalfundargögn 2020

Aðalfundargögn 2019

Aðalfundargögn 2018

Aðalfundur

Nánari upplýsingar um aðalfundinn:

Vinsamlega hafið samband á netfangið fjarfestatengsl@origo.is
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000